„Spilling og valdníðsla af hálfu ÍSÍ“ Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2021 13:00 Vésteinn Sveinsson, einn af þjálfurum Aþenu, og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ funda væntanlega á morgun. Samsett/Aþena og ÍSÍ „Ég bara trúi því ekki að stofnun með þetta vald skuli segja svona í fjölmiðlum,“ segir Vésteinn Sveinsson, körfuboltaþjálfari hjá Aþenu, um þær ástæður sem framkvæmdastjóri ÍSÍ gaf fyrir því að ekki væri búið að staðfesta lög félagsins. Börnin sem æfa undir handleiðslu Vésteins, Brynjars Karls Sigurðssonar og annarra þjálfara Aþenu hafa keppt undir merkjum Ungmennafélags Kjalnesinga síðustu misseri. Í hópnum eru meðal annars stelpur sem léku undir handleiðslu Brynjars hjá Stjörnunni og ÍR, og voru aðalsöguhetjurnar í heimildarmyndinni Hækkum rána sem sýnd var í febrúar. Aþena þarf leyfi ÍSÍ til að verða fullgilt íþróttafélag og geta keppt undir eigin nafni. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sagði við Vísi að málið hefði tafist vegna þess að Aþena væri einnig nafn á íþróttaakademíu. ÍSÍ samþykki ekki fyrirtæki sem íþróttafélag. Líney sagði einnig að eftir sýningu heimildarmyndarinnar Hækkum rána, í febrúar, hefði ÍSÍ ákveðið að fresta afgreiðslu umsóknar Aþenu. Umsóknin hafði þá þó staðið óafgreidd síðan í nóvember, og á heimasíðu Aþenu segir að félagið hafi byrjað umsóknarferlið í ágúst 2019 en ferlið gengið afar hægt vegna afskiptaleysis ÍSÍ. „Þetta er dálítið ævintýraleg röksemdafærsla því að myndin kom út fyrir sex vikum. Hvað voru þau að gera hina 17 mánuðina?“ spurði Vésteinn í viðtali við Harmageddon í gær. Vésteinn segir að ÍSÍ hafi nú boðað forsvarsmenn Aþenu á fund kl. 13 á morgun en er ekki sérlega vongóður um að niðurstaðan verði að samþykkja umsókn félagsins. „ÍSÍ hefur ekki talað við okkur“ Af svörum Líneyjar að dæma virðast þjálfunaraðferðir Brynjars Karls, sem er titlaður yfirþjálfari Aþenu á heimasíðu félagsins, valda ÍSÍ áhyggjum, sem og sú staðreynd að hann hafi verið rekinn úr starfi hjá ÍR og Stjörnunni. ÍSÍ hafi því viljað taka sér tíma til skoðunar og upplýsingaöflunar. „Ef þau eru að afla sér upplýsinga er ég þá líka mjög forvitinn að vita hvar þau eru að gera það. ÍSÍ hefur ekki talað við okkur. Það eru átta þjálfarar hjá félaginu og fullt af foreldrum, og það hefur ekki verið talað við neinn. Ef að menn ætla að vera með áhyggjur af alls konar hlutum, en ætla svo ekki að skoða það… ég skil ekki hvert „pointið“ er,“ sagði Vésteinn í Harmageddon. Vésteinn segir að miðað við svör Líneyjar sé ekki ástæða til bjartsýni fyrir fundinn á morgun. „Þau ætluðu ekki að láta þetta fara í gegn en svo um leið og þetta kemur í fjölmiðla þá fáum við fund. Við erum búin að biðja um fund í eitt ár,“ sagði Vésteinn. „Þetta er hálfógeðslegt“ „Ég sé þetta ekkert öðruvísi en sem spillingu og valdníðslu af hálfu ÍSÍ,“ sagði Vésteinn og bætti við: „Vanvirðingin við foreldrana og alla krakkana hjá okkur sem vilja spila fyrir sitt félag… þetta bitnar náttúrulega á endanum á þeim. Þetta er hálfógeðslegt. Við erum með foreldra og krakka sem að keyra upp á Kjalarnes í 30 mínútur hvora leið. Þarna eru kennarar, lögreglufólk, háskólaprófessorar og alls konar fólk. Það á að afskrifa þetta fólk einhvern veginn af því að Brynjar er umdeildur. Markmið okkar er bara að fá félagið samþykkt. Annað hvort fáum við það samþykkt á þessum fundi eða þá að við fáum það mjög skýrt fram hvað þarf að gerast samkvæmt lögum ÍSÍ, til að fá félagið samþykkt.“ Körfubolti Íþróttir barna Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Sjá meira
Börnin sem æfa undir handleiðslu Vésteins, Brynjars Karls Sigurðssonar og annarra þjálfara Aþenu hafa keppt undir merkjum Ungmennafélags Kjalnesinga síðustu misseri. Í hópnum eru meðal annars stelpur sem léku undir handleiðslu Brynjars hjá Stjörnunni og ÍR, og voru aðalsöguhetjurnar í heimildarmyndinni Hækkum rána sem sýnd var í febrúar. Aþena þarf leyfi ÍSÍ til að verða fullgilt íþróttafélag og geta keppt undir eigin nafni. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sagði við Vísi að málið hefði tafist vegna þess að Aþena væri einnig nafn á íþróttaakademíu. ÍSÍ samþykki ekki fyrirtæki sem íþróttafélag. Líney sagði einnig að eftir sýningu heimildarmyndarinnar Hækkum rána, í febrúar, hefði ÍSÍ ákveðið að fresta afgreiðslu umsóknar Aþenu. Umsóknin hafði þá þó staðið óafgreidd síðan í nóvember, og á heimasíðu Aþenu segir að félagið hafi byrjað umsóknarferlið í ágúst 2019 en ferlið gengið afar hægt vegna afskiptaleysis ÍSÍ. „Þetta er dálítið ævintýraleg röksemdafærsla því að myndin kom út fyrir sex vikum. Hvað voru þau að gera hina 17 mánuðina?“ spurði Vésteinn í viðtali við Harmageddon í gær. Vésteinn segir að ÍSÍ hafi nú boðað forsvarsmenn Aþenu á fund kl. 13 á morgun en er ekki sérlega vongóður um að niðurstaðan verði að samþykkja umsókn félagsins. „ÍSÍ hefur ekki talað við okkur“ Af svörum Líneyjar að dæma virðast þjálfunaraðferðir Brynjars Karls, sem er titlaður yfirþjálfari Aþenu á heimasíðu félagsins, valda ÍSÍ áhyggjum, sem og sú staðreynd að hann hafi verið rekinn úr starfi hjá ÍR og Stjörnunni. ÍSÍ hafi því viljað taka sér tíma til skoðunar og upplýsingaöflunar. „Ef þau eru að afla sér upplýsinga er ég þá líka mjög forvitinn að vita hvar þau eru að gera það. ÍSÍ hefur ekki talað við okkur. Það eru átta þjálfarar hjá félaginu og fullt af foreldrum, og það hefur ekki verið talað við neinn. Ef að menn ætla að vera með áhyggjur af alls konar hlutum, en ætla svo ekki að skoða það… ég skil ekki hvert „pointið“ er,“ sagði Vésteinn í Harmageddon. Vésteinn segir að miðað við svör Líneyjar sé ekki ástæða til bjartsýni fyrir fundinn á morgun. „Þau ætluðu ekki að láta þetta fara í gegn en svo um leið og þetta kemur í fjölmiðla þá fáum við fund. Við erum búin að biðja um fund í eitt ár,“ sagði Vésteinn. „Þetta er hálfógeðslegt“ „Ég sé þetta ekkert öðruvísi en sem spillingu og valdníðslu af hálfu ÍSÍ,“ sagði Vésteinn og bætti við: „Vanvirðingin við foreldrana og alla krakkana hjá okkur sem vilja spila fyrir sitt félag… þetta bitnar náttúrulega á endanum á þeim. Þetta er hálfógeðslegt. Við erum með foreldra og krakka sem að keyra upp á Kjalarnes í 30 mínútur hvora leið. Þarna eru kennarar, lögreglufólk, háskólaprófessorar og alls konar fólk. Það á að afskrifa þetta fólk einhvern veginn af því að Brynjar er umdeildur. Markmið okkar er bara að fá félagið samþykkt. Annað hvort fáum við það samþykkt á þessum fundi eða þá að við fáum það mjög skýrt fram hvað þarf að gerast samkvæmt lögum ÍSÍ, til að fá félagið samþykkt.“
Körfubolti Íþróttir barna Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Sjá meira