Landspítalinn færður upp á hættustig á miðnætti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. mars 2021 18:04 Landspítalinn verður færður af óvissustigi og upp á hættustig á miðnætti. VISIR/VILHELM Landspítalinn verður færður upp á hættustig á miðnætti í kvöld, um leið og hertar samkomutakmarkanir taka gildi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Þetta felur meðal annars í sér að heimsóknir munu takmarkast við einn gest á dag til hvers sjúklings. „Í ljósi samfélagssmita COVID-19 verður Landspítali færður af óvissustigi á hættustig núna á miðnætti, miðvikudaginn 24. mars. Í hættustigi felst að orðinn atburður kallar á að starfað er eftir viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsóttar. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd koma saman reglulega og eftir þörfum eftir því sem atburðum vindur fram,“ segir í tilkynningunni. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar þar sem ákveðið var aðgrípa til eftirfarandi ráðstafana sem gilda frá miðnætti í kvöld og þar til annað verður ákveðið: Sjúklingar og gestir 1. Heimsóknir takmarkast við einn gest á dag til hvers sjúklings. Hámarksdvöl er ein klukkustund. Brýnt er að heimsóknargestir viðhafi persónulegar sóttvarnir, noti andlitsgrímur, virði fjarlægðarmörk (2 metra) og séu fullvissir um að þeir hafi engin einkenni sem samrýmst geta einkennum COVID-19. 2. Á dag- og göngudeildum og öðrum meðferðarsvæðum gilda reglur um hámarksfjölda í rými (10 manns) og eru sjúklingar beðnir að kynna sér aðstæður á þeim deildum sem þeir eiga erindi á. 3. Ekki er gert ráð fyrir fylgdarmönnum með sjúklingum sem leita meðferða á dag- og göngudeildum á spítalanum, nema í sérstöku samráði við viðkomandi deildir. 4. Sé flutningur sjúklings á aðra stofnun fyrirhugaður skal taka af honum sýni áður en flutningur fer fram. Starfsfólk Nú liggur fyrir að næstu daga verður unnt að hefja bólusetningu 2.000 starfsmanna með bóluefni Pfeizer. Starfsfólk mun fá boð í bólusetningu í farsíma sína. Munu þá ríflega 90% starfsfólks spítalans hafa hafið bólusetningu. Starfsfólk er beðið að huga sérstaklega að persónulegum sóttvörnum, notkun andlitsgríma alltaf og alls staðar og virða fjarlægðarmörk og fjöldatakmarkanir í kaffistofum og matsölum spítalans. Áréttað er að reglur gilda um allt starfsfólk, bólusett jafnt sem óbólusett, sem og aðra þá sem hafa mótefni gegn COVID-10 1. Því er beint til starfsfólks að sinna vinnu sinni í fjarvinnu, sé þess nokkur kostur, í samráði við sína stjórnendur. 2. Fundir skulu vera á fjarfundaformi. 3. Starfsfólk er eindregið hvatt til að forðast ferðalög næstu vikur og gæta fyllstu varúðar innan og utan vinnustaðar. 4. Verði starfsmaður var við minnstu einkenni skal hann óska eftir sýnatöku hjá starfsmannahjúkrunarfræðingi (starfsmannahukrun@landspitali.is). Þetta gildir einnig um bólusetta starfsmenn. 5. Kaffistofur starfseininga fara aftur í fyrra horf, fjöldi takmarkast af fjarlægðarmörkum - miðað er við 2 metra 6. Taka skal sýni hjá sjúklingum sem flytjast á milli stofnana 7. Gert er ráð fyrir breytingum á framleiðslu matar í matsölum og er starfsfólk beðið um að fylgjast með tilkynningum og fylgja fyrirmælum í matsölum.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Þetta felur meðal annars í sér að heimsóknir munu takmarkast við einn gest á dag til hvers sjúklings. „Í ljósi samfélagssmita COVID-19 verður Landspítali færður af óvissustigi á hættustig núna á miðnætti, miðvikudaginn 24. mars. Í hættustigi felst að orðinn atburður kallar á að starfað er eftir viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsóttar. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd koma saman reglulega og eftir þörfum eftir því sem atburðum vindur fram,“ segir í tilkynningunni. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar þar sem ákveðið var aðgrípa til eftirfarandi ráðstafana sem gilda frá miðnætti í kvöld og þar til annað verður ákveðið: Sjúklingar og gestir 1. Heimsóknir takmarkast við einn gest á dag til hvers sjúklings. Hámarksdvöl er ein klukkustund. Brýnt er að heimsóknargestir viðhafi persónulegar sóttvarnir, noti andlitsgrímur, virði fjarlægðarmörk (2 metra) og séu fullvissir um að þeir hafi engin einkenni sem samrýmst geta einkennum COVID-19. 2. Á dag- og göngudeildum og öðrum meðferðarsvæðum gilda reglur um hámarksfjölda í rými (10 manns) og eru sjúklingar beðnir að kynna sér aðstæður á þeim deildum sem þeir eiga erindi á. 3. Ekki er gert ráð fyrir fylgdarmönnum með sjúklingum sem leita meðferða á dag- og göngudeildum á spítalanum, nema í sérstöku samráði við viðkomandi deildir. 4. Sé flutningur sjúklings á aðra stofnun fyrirhugaður skal taka af honum sýni áður en flutningur fer fram. Starfsfólk Nú liggur fyrir að næstu daga verður unnt að hefja bólusetningu 2.000 starfsmanna með bóluefni Pfeizer. Starfsfólk mun fá boð í bólusetningu í farsíma sína. Munu þá ríflega 90% starfsfólks spítalans hafa hafið bólusetningu. Starfsfólk er beðið að huga sérstaklega að persónulegum sóttvörnum, notkun andlitsgríma alltaf og alls staðar og virða fjarlægðarmörk og fjöldatakmarkanir í kaffistofum og matsölum spítalans. Áréttað er að reglur gilda um allt starfsfólk, bólusett jafnt sem óbólusett, sem og aðra þá sem hafa mótefni gegn COVID-10 1. Því er beint til starfsfólks að sinna vinnu sinni í fjarvinnu, sé þess nokkur kostur, í samráði við sína stjórnendur. 2. Fundir skulu vera á fjarfundaformi. 3. Starfsfólk er eindregið hvatt til að forðast ferðalög næstu vikur og gæta fyllstu varúðar innan og utan vinnustaðar. 4. Verði starfsmaður var við minnstu einkenni skal hann óska eftir sýnatöku hjá starfsmannahjúkrunarfræðingi (starfsmannahukrun@landspitali.is). Þetta gildir einnig um bólusetta starfsmenn. 5. Kaffistofur starfseininga fara aftur í fyrra horf, fjöldi takmarkast af fjarlægðarmörkum - miðað er við 2 metra 6. Taka skal sýni hjá sjúklingum sem flytjast á milli stofnana 7. Gert er ráð fyrir breytingum á framleiðslu matar í matsölum og er starfsfólk beðið um að fylgjast með tilkynningum og fylgja fyrirmælum í matsölum.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent