Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2021 19:42 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur fólk til að gæta áfram að sér og passa vel upp á persónulegar sóttvarnir. Vísir/Arnar Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. „Við erum að sjá það að það er að verða töluverð aukning á síðustu dögum í smiti úti í samfélaginu og utan sóttkvíar. Það er greinilegt á rakningunni og öllum þeim gögnum sem við höfum að smit hefur sloppið út og þegar við byggjum á þeirri reynslu sem við höfum fengið í hinum bylgjunum, bæði fyrstu bylgjunni og þriðju bylgjunni sérstaklega, þá fórum við ekki að ná árangri fyrr en við fórum að nýta okkur þessar harðari aðgerðir,“ sagði Þórólfur Guðnason í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að í vetur hafi sóttvarnayfirvöld stundum verið að prófa sig áfram með minna íþyngjandi eða markvissari aðgerðum en þær hafi greinilega ekki virkað fyrr en farið var að beita harðari aðgerðum sem giltu fyrir alla. „Ég held að það sé lærdómurinn sem við erum að draga núna. Við erum að eiga við meira smitandi afbrigði veirunnar og afbrigði sem veldur meiri veikindum, fleiri spítalainnlögnum og alvarlegri veikindum hjá börnum. Þetta er reynsla sem við höfum séð frá Noregi og hinum Norðurlöndunum, þeir eru akkúrat í þeim sporum. Þannig að ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur að grípa til harðra aðgerða núna og vonast til að þær geti staðið tiltölulega stutt yfir og við getum farið aftur að slaka á,“ sagði Þórólfur. Segir gagnrýnisraddir alltaf heyrast Hertar sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í dag munu gilda í þrjár vikur frá og með miðnætti í dag. Þórólfur segir að þær muni gilda í þann tíma þar sem taki tvær til þrjár vikur til að sjá hvort aðgerðirnar hafi borið árangur eða ekki. Einhverjar gagnrýnisraddir hafa heyrst vegna aðgerðanna og þá sérstaklega að yfirvöld hafi ekki gripið til þeirra fyrr í vikunni þegar blikur voru á lofti um að hópsmit væri komið upp. Þórólfur segir að gagnrýnisraddir muni alltaf heyrast, sama til hvaða aðgerða sé gripið. „Það er alltaf þannig að sama hvað við gerum eru alltaf einhverjir sem finnst við hafa verið of sein og öðrum finnst að við hefðum getað beðið lengur og þetta sé allt of vægt eða allt of hart,“ segir Þórólfur. „Ég held að við verðum að byggja á þeim gögnum sem við höfum, þó það hafi verið óljós teikn á lofti frá síðustu helgi að eitthvað væri í aðsigi þá efast ég um að við hefðum náð góðri samstöðu strax þá að grípa til mjög harðra aðgerða. Ég held líka að einn til tveir dagar til eða frá skipti ekki sköpum í þessu.“ Fjórða bylgjan ekki hafin Er fjórða bylgja faraldursins hafin eða erum við að reyna að koma í veg fyrir hana? „Ég myndi kannski frekar segja að það sé verið að reyna að koma í veg fyrir fjórðu bylgjuna. Við erum með ákveðna hópsýkingu. Við höfum verið með þrjár hópsýkingar á síðustu vikum, tvær af þeim tengjast, með sömu veiru og við erum búin að sjá hvernig þær tengjast,“ segir Þórólfur. „Svo er það þessi þriðja hópsýking sem við getum ekki rakið hvaðan kemur þannig að ég held að við höfum nokkuð glögga mynd af því hvað er að gerast.“ Hann segir ljóst að þessa fjölgun smita megi rekja til þess að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það er þessi einstaklingsbundna hegðun sem bregst. Hún bregst í þessum grundvallaratriðum sem við erum alltaf að hamra á. Í fyrsta lagi þarf fólk sem finnur til einkenna eða er veikt að halda sig til hlés, fari í sýnatöku og bíði eftir niðurstöðunni,“ segir Þórólfur. „Og í öðru lagi að þeir sem eiga að vera í sóttkví að þeir fari eftir þeim reglum sem eru í gangi. Ég held að við sjáum það ítrekað að þegar eitthvað af þessu bregst þá skapast þessi hætta og þá förum við að fá meiri útbreiðslu.“ „Það hefur einhvern vegin smogið inn, fram hjá kerfinu okkar“ Hann segir að vitað sé um nokkur dæmi þess að fólk virði ekki sóttkví. „Þess vegna erum við alltaf að hamra á þessu.“ Hann segir að ekki hafi tekist að rekja hópsmitið, sem tengist skólum og íþróttamiðstöðvum, til landamæranna. „Það hefur einhvern vegin smogið inn, fram hjá kerfinu okkar. Það eru margir möguleikar til þess. Það eru fjölmörg atriði sem geta gert það að verkum að fólk sleppi fram hjá. Það er fólk sem er undanþegið skimun, er bólusett og svo framvegis. Maður getur velt því upp úr sér alveg endalaust en það er sama hvaða kerfi sem við setjum upp, það er alltaf einhver möguleiki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Smit í World Class Laugum um helgina: Þrjátíu sendir í sóttkví Þrjátíu einstaklingar sem sóttu líkamsræktarstöð World Class um helgina hafa verið sendir í sóttkví eftir að einn þeirra greindist smitaður af covid-19 á laugardaginn. Fólkið var allt við æfingar í sóttvarnarhólfi B í tækjasal líkamsræktarstöðvarinnar. Þetta staðfestir Guðbjörn Gunnarsson, stöðvarstjóri World Class Laugum, í samtali við Vísi. 24. mars 2021 17:33 Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. 24. mars 2021 16:58 Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
„Við erum að sjá það að það er að verða töluverð aukning á síðustu dögum í smiti úti í samfélaginu og utan sóttkvíar. Það er greinilegt á rakningunni og öllum þeim gögnum sem við höfum að smit hefur sloppið út og þegar við byggjum á þeirri reynslu sem við höfum fengið í hinum bylgjunum, bæði fyrstu bylgjunni og þriðju bylgjunni sérstaklega, þá fórum við ekki að ná árangri fyrr en við fórum að nýta okkur þessar harðari aðgerðir,“ sagði Þórólfur Guðnason í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að í vetur hafi sóttvarnayfirvöld stundum verið að prófa sig áfram með minna íþyngjandi eða markvissari aðgerðum en þær hafi greinilega ekki virkað fyrr en farið var að beita harðari aðgerðum sem giltu fyrir alla. „Ég held að það sé lærdómurinn sem við erum að draga núna. Við erum að eiga við meira smitandi afbrigði veirunnar og afbrigði sem veldur meiri veikindum, fleiri spítalainnlögnum og alvarlegri veikindum hjá börnum. Þetta er reynsla sem við höfum séð frá Noregi og hinum Norðurlöndunum, þeir eru akkúrat í þeim sporum. Þannig að ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur að grípa til harðra aðgerða núna og vonast til að þær geti staðið tiltölulega stutt yfir og við getum farið aftur að slaka á,“ sagði Þórólfur. Segir gagnrýnisraddir alltaf heyrast Hertar sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í dag munu gilda í þrjár vikur frá og með miðnætti í dag. Þórólfur segir að þær muni gilda í þann tíma þar sem taki tvær til þrjár vikur til að sjá hvort aðgerðirnar hafi borið árangur eða ekki. Einhverjar gagnrýnisraddir hafa heyrst vegna aðgerðanna og þá sérstaklega að yfirvöld hafi ekki gripið til þeirra fyrr í vikunni þegar blikur voru á lofti um að hópsmit væri komið upp. Þórólfur segir að gagnrýnisraddir muni alltaf heyrast, sama til hvaða aðgerða sé gripið. „Það er alltaf þannig að sama hvað við gerum eru alltaf einhverjir sem finnst við hafa verið of sein og öðrum finnst að við hefðum getað beðið lengur og þetta sé allt of vægt eða allt of hart,“ segir Þórólfur. „Ég held að við verðum að byggja á þeim gögnum sem við höfum, þó það hafi verið óljós teikn á lofti frá síðustu helgi að eitthvað væri í aðsigi þá efast ég um að við hefðum náð góðri samstöðu strax þá að grípa til mjög harðra aðgerða. Ég held líka að einn til tveir dagar til eða frá skipti ekki sköpum í þessu.“ Fjórða bylgjan ekki hafin Er fjórða bylgja faraldursins hafin eða erum við að reyna að koma í veg fyrir hana? „Ég myndi kannski frekar segja að það sé verið að reyna að koma í veg fyrir fjórðu bylgjuna. Við erum með ákveðna hópsýkingu. Við höfum verið með þrjár hópsýkingar á síðustu vikum, tvær af þeim tengjast, með sömu veiru og við erum búin að sjá hvernig þær tengjast,“ segir Þórólfur. „Svo er það þessi þriðja hópsýking sem við getum ekki rakið hvaðan kemur þannig að ég held að við höfum nokkuð glögga mynd af því hvað er að gerast.“ Hann segir ljóst að þessa fjölgun smita megi rekja til þess að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það er þessi einstaklingsbundna hegðun sem bregst. Hún bregst í þessum grundvallaratriðum sem við erum alltaf að hamra á. Í fyrsta lagi þarf fólk sem finnur til einkenna eða er veikt að halda sig til hlés, fari í sýnatöku og bíði eftir niðurstöðunni,“ segir Þórólfur. „Og í öðru lagi að þeir sem eiga að vera í sóttkví að þeir fari eftir þeim reglum sem eru í gangi. Ég held að við sjáum það ítrekað að þegar eitthvað af þessu bregst þá skapast þessi hætta og þá förum við að fá meiri útbreiðslu.“ „Það hefur einhvern vegin smogið inn, fram hjá kerfinu okkar“ Hann segir að vitað sé um nokkur dæmi þess að fólk virði ekki sóttkví. „Þess vegna erum við alltaf að hamra á þessu.“ Hann segir að ekki hafi tekist að rekja hópsmitið, sem tengist skólum og íþróttamiðstöðvum, til landamæranna. „Það hefur einhvern vegin smogið inn, fram hjá kerfinu okkar. Það eru margir möguleikar til þess. Það eru fjölmörg atriði sem geta gert það að verkum að fólk sleppi fram hjá. Það er fólk sem er undanþegið skimun, er bólusett og svo framvegis. Maður getur velt því upp úr sér alveg endalaust en það er sama hvaða kerfi sem við setjum upp, það er alltaf einhver möguleiki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Smit í World Class Laugum um helgina: Þrjátíu sendir í sóttkví Þrjátíu einstaklingar sem sóttu líkamsræktarstöð World Class um helgina hafa verið sendir í sóttkví eftir að einn þeirra greindist smitaður af covid-19 á laugardaginn. Fólkið var allt við æfingar í sóttvarnarhólfi B í tækjasal líkamsræktarstöðvarinnar. Þetta staðfestir Guðbjörn Gunnarsson, stöðvarstjóri World Class Laugum, í samtali við Vísi. 24. mars 2021 17:33 Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. 24. mars 2021 16:58 Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Smit í World Class Laugum um helgina: Þrjátíu sendir í sóttkví Þrjátíu einstaklingar sem sóttu líkamsræktarstöð World Class um helgina hafa verið sendir í sóttkví eftir að einn þeirra greindist smitaður af covid-19 á laugardaginn. Fólkið var allt við æfingar í sóttvarnarhólfi B í tækjasal líkamsræktarstöðvarinnar. Þetta staðfestir Guðbjörn Gunnarsson, stöðvarstjóri World Class Laugum, í samtali við Vísi. 24. mars 2021 17:33
Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. 24. mars 2021 16:58
Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09