Útflutningsbann ESB á bóluefni á ekki við um Ísland: „Ekki boðlegt og brot á EES-samningnum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. mars 2021 21:12 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að hertar reglur Evrópusambandsins sem kynntar voru í dag og er ætlað að takmarka útflutning á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu eigi ekki við um Ísland. Hann segir ekki boðlegt að annað hafi mátt ráða af yfirlýsingu frá sambandinu, enda myndi það fela í sér skýrt brot á EES-samningnum. Ráða mátti af fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins frá því fyrr í dag að Ísland sé á lista yfir þau ríki sem Evrópusambandið hefur ákveðið að hefta útflutning til á bóluefni gegn covid-19. Samkvæmt ákvörðun sambandsins þurfa ríki utan ESB nú sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni gegn kórónuveirunni frá ESB. Þannig verður útflutningur bóluefnis frá sambandinu ekki bannaður heldur skilyrtur við það hvernig bólusetningu miðar í viðkomandi ríki og því hvernig útflutningi á bóluefni þaðan er háttað. Sigríður Andersen, formaður utanríkismálanefndar og fyrrverandi dómsmálaráðherra, vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni í kvöld að Ísland sé á „bannlista ESB.“ Í tilkynningunni frá ESB sem Sigríður vísar til segir, að auk fyrrnefndra skilyrða um útflutning til ríkja utan sambandsins, nái nýjar reglur einnig yfir þau sautján ríki sem áður höfðu verið undanþegin innan gildissviðs í reglugerðarinnar. Ísland er eitt þessara sautján ríkja. Líta málið alvarlegum augum Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að þessu hafi íslensk stjórnvöld strax mótmælt. „Við höfum fengið staðfestingu á því frá von der Leyen [forseta framkvæmdastjórnar ESB] að þetta eigi ekki við um okkur. En það breytir því ekki að þetta er ekki boðlegt. Við komum okkar mótmælum strax á framfæri. Þetta er náttúrlega skýrt brot á EES-samningnum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Vísi. „Þeim skilaboðum var komið strax á framfæri en við höfum fengið, íslensk stjórnvöld, persónuleg skilaboð frá forseta framkvæmdastjórnar ESB, um að þetta eigi ekki við um Ísland. Það sama á við um Noreg.“ Þannig eigi þær nýju reglur sem ESB kynnti í dag um útflutningshöft á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu ekki að hafa áhrif á fyrirliggjandi afhendingaráætlun á bóluefni til Íslands, né frekari innflutning á bóluefni frá ESB til Íslands. Ekki boðlegt „Við höfum fylgt þessu eftir og ég talaði við utanríkisviðskiptaráðherra Svíþjóðar í dag og utanríkisráðherra Noregs en Norðmenn eru náttúrlega á sama báti og við,“ segir Guðlaugur Þór sem gerir ráð fyrir að ræða við fleiri evrópska ráðamenn á morgun vegna málsins. „Þetta er ekki boðlegt. Við lítum þetta alvarlegum augum. Hér er einfaldlega um það að ræða að við erum með samning sem heitir EES-samningurinn og það liggur alveg fyrir að þetta er ekki í samræmi við hann,“ segir Guðlaugur Þór. Aðspurður segir hann að íslensk stjórnvöld krefjist þess að það sem ráða megi af fréttatilkynningu sambandsins verði leiðrétt formlega. Hefur ekki áhrif á afhendingaráætlun „Íslensk stjórnvöld hafa gengið úr skugga um að ákvörðun Evrópusambandsins um að banna útflutning bóluefna gegn Covid-19 frá ríkjum sambandsins til landa utan þess mun ekki raska afhendingu bóluefna til Íslands. Ísland er aðili að samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bóluefnum og situr við sama borð og ríki Evrópusambandsins varðandi þau bóluefni sem samningar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins taka til og afhendingu þeirra. Bóluefnunum er útdeilt hlutfallslega jafnt þeirra þjóða sem aðild eiga að samningunum miðað við íbúafjölda og Ísland er aðili að þeim samningum,“ segir ennfremur um málið í tilkynningu frá stjórnarráðinu sem barst fjölmiðlum nú í kvöld. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi í dag fengið skýr skilaboð frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, um að nýjar reglur um útflutningshömlur á bóluefni muni ekki hafa áhrif á afhendingar bóluefna til Íslands frá aðildarríkjum ESB, í samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið. Fréttin hefur verið uppfærð. Utanríkismál Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Fleiri fréttir Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Sjá meira
Ráða mátti af fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins frá því fyrr í dag að Ísland sé á lista yfir þau ríki sem Evrópusambandið hefur ákveðið að hefta útflutning til á bóluefni gegn covid-19. Samkvæmt ákvörðun sambandsins þurfa ríki utan ESB nú sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni gegn kórónuveirunni frá ESB. Þannig verður útflutningur bóluefnis frá sambandinu ekki bannaður heldur skilyrtur við það hvernig bólusetningu miðar í viðkomandi ríki og því hvernig útflutningi á bóluefni þaðan er háttað. Sigríður Andersen, formaður utanríkismálanefndar og fyrrverandi dómsmálaráðherra, vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni í kvöld að Ísland sé á „bannlista ESB.“ Í tilkynningunni frá ESB sem Sigríður vísar til segir, að auk fyrrnefndra skilyrða um útflutning til ríkja utan sambandsins, nái nýjar reglur einnig yfir þau sautján ríki sem áður höfðu verið undanþegin innan gildissviðs í reglugerðarinnar. Ísland er eitt þessara sautján ríkja. Líta málið alvarlegum augum Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að þessu hafi íslensk stjórnvöld strax mótmælt. „Við höfum fengið staðfestingu á því frá von der Leyen [forseta framkvæmdastjórnar ESB] að þetta eigi ekki við um okkur. En það breytir því ekki að þetta er ekki boðlegt. Við komum okkar mótmælum strax á framfæri. Þetta er náttúrlega skýrt brot á EES-samningnum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Vísi. „Þeim skilaboðum var komið strax á framfæri en við höfum fengið, íslensk stjórnvöld, persónuleg skilaboð frá forseta framkvæmdastjórnar ESB, um að þetta eigi ekki við um Ísland. Það sama á við um Noreg.“ Þannig eigi þær nýju reglur sem ESB kynnti í dag um útflutningshöft á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu ekki að hafa áhrif á fyrirliggjandi afhendingaráætlun á bóluefni til Íslands, né frekari innflutning á bóluefni frá ESB til Íslands. Ekki boðlegt „Við höfum fylgt þessu eftir og ég talaði við utanríkisviðskiptaráðherra Svíþjóðar í dag og utanríkisráðherra Noregs en Norðmenn eru náttúrlega á sama báti og við,“ segir Guðlaugur Þór sem gerir ráð fyrir að ræða við fleiri evrópska ráðamenn á morgun vegna málsins. „Þetta er ekki boðlegt. Við lítum þetta alvarlegum augum. Hér er einfaldlega um það að ræða að við erum með samning sem heitir EES-samningurinn og það liggur alveg fyrir að þetta er ekki í samræmi við hann,“ segir Guðlaugur Þór. Aðspurður segir hann að íslensk stjórnvöld krefjist þess að það sem ráða megi af fréttatilkynningu sambandsins verði leiðrétt formlega. Hefur ekki áhrif á afhendingaráætlun „Íslensk stjórnvöld hafa gengið úr skugga um að ákvörðun Evrópusambandsins um að banna útflutning bóluefna gegn Covid-19 frá ríkjum sambandsins til landa utan þess mun ekki raska afhendingu bóluefna til Íslands. Ísland er aðili að samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bóluefnum og situr við sama borð og ríki Evrópusambandsins varðandi þau bóluefni sem samningar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins taka til og afhendingu þeirra. Bóluefnunum er útdeilt hlutfallslega jafnt þeirra þjóða sem aðild eiga að samningunum miðað við íbúafjölda og Ísland er aðili að þeim samningum,“ segir ennfremur um málið í tilkynningu frá stjórnarráðinu sem barst fjölmiðlum nú í kvöld. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi í dag fengið skýr skilaboð frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, um að nýjar reglur um útflutningshömlur á bóluefni muni ekki hafa áhrif á afhendingar bóluefna til Íslands frá aðildarríkjum ESB, í samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Utanríkismál Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Fleiri fréttir Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent