Sögulegur lestur á Vísi í eldgosaviku Kolbeinn Tumi Daðason, Tinni Sveinsson og Þórir Guðmundsson skrifa 25. mars 2021 13:01 234 þúsund innlendir notendur sóttu Vísi heim á hverjum degi í síðustu viku. Þetta er um fimm prósentum meira en á næststærsta miðlinum, Mbl.is. Litlu munar í lestri á vef DV og RÚV en 125 þúsund innlendir notendur lásu þær vefsíður daglega. Vísir 234 þúsund íslenskir notendur heimsóttu Vísi að meðaltali á hverjum degi í liðinni viku og lásu, horfðu og hlustuðu á fréttir og annað efni. Eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall er helsta ástæðan fyrir þessum háu tölum. Gosið bætti í mikinn fréttaáhuga þjóðarinnar undanfarið vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi og kaflaskipti í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Þetta er næstmesta aðsókn sem mælst hefur í sögu Vísis sem fagnar 23 ára afmæli sínu um þessar mundir. Stærsti miðill á Íslandi Í skýrslum MMR um netmiðlanotkun Íslendinga kemur fram að Vísir hefur verið mest lesni miðill landsins allt frá síðasta hausti. Í mælingu á fyrsta ársfjórðungi kemur fram að 84% þjóðarinnar skoðar vefinn vikulega og 62% daglega. Þegar þessar tölur eru bornar saman við alla aðra miðla, hvort sem það er á vef, í útvarpi eða sjónvarpi, sést að Vísir er í fyrsta sæti. Í vikulegum lestrarmælingum Gallup kemur fram að Vísir hefur verið mest lesni miðill landsins í átta vikur af þeim ellefu sem liðnar eru af árinu. Á tímum þar sem falsfréttir og upplýsingaóreiða vaða uppi og óvissutímar eru fyrir hendi er full ástæða til að þakka það traust sem lesendur okkar hafa sýnt á þessum títtnefndu fordæmalausu tímum. 287 þúsund notendur á Íslandi Fjöldi innlendra notenda á Vísi í yfirstandandi viku hefur verið í kringum 250 þúsund daglega, mest í gær þegar 276 þúsund sóttu okkur heim. Flestir fylgdust með aukafréttatíma vegna kynningar á hörðustu aðgerðum hér á landi í kórónuveirufaraldrinum. Stærsti dagur ársins á Vísi var þó liðinn föstudag, gosdaginn sjálfan, þegar Vísir greindi fyrstur stóru fréttamiðlanna frá upphafi eldgoss. 287 þúsund innlendir notendur sóttu vefinn heim þann daginn og flestir lásu fréttina hér að neðan. Þessi frétt var reglulega uppfærð með textalýsingu yfir helgina og alls lesin um 550 þúsund sinnum. Meðal annarra frétta sem voru mikið lesnar var fréttaskýring um söngkonuna Britney Spears, hrakningasaga feðga sem ætluðu að skoða eldgosið, viðtal við Seltirning sem fann gamla byssu í garði sínum og fréttaskýring sem dró saman helstu upplýsingar um eldgosið aðfaranótt laugardags. Vönduð fréttamennska Starfsmenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar eflast við stöðuga fjölgun lesenda á öllum aldri. Okkar markmið er auk þess að vera fyrst með fréttirnar að standa vörð um gildi góðrar fréttamennsku eins og komið er inn á í ritstjórnarstefnu okkar. Þá minnum við lesendur á að þeir geta haft áhrif á umfjöllunarefni á hverjum tíma og hvetjum við þá til að láta í sér heyra. Margt má betur fara og þá eru fallegar sögur sem er full ástæða til að segja. Við tökum á móti ábendingum af öllum toga í ritstjórnarpóstinum okkar, ritstjorn@visir.is, og heitum fullum trúnaði varðandi þær. Þangað má sömuleiðis senda áhugaverðar myndir eða myndbönd. Beinn sími á ritstjórn er 512-5200. Allar fréttir á Vísi eru merktar fréttamönnum okkar. Með því að smella á nafnið ratar lesandi á heimasíðu blaðamannsins hvar finna má netfang hans og símanúmer til að hafa samband. Þá minnum við á skoðanavettvang okkar þar sem daglega fer fram lífleg umræða. Lesendur geta skrifað greinar og þannig látið til sín taka. Greinar sendast á netfangið greinar@visir.is ásamt höfundarmynd. Vísir fagnar 23 ára afmæli sínu þann 1. apríl. Sögu Vísis voru gerð skil á nítján ára afmælinu fyrir fjórum árum eins og lesa má um hér. Þá má geta þess að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var tilnefnd til þrennra blaðamannaverðlauna á dögunum. Fréttin hefur verið uppfærð og því haldið til haga að Víkurfréttir í Reykjanesbæ greindu frá því að gos væri hafið tveimur mínútum á undan Vísi. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fólkið á hinum vöðvastælta Vísi: Netið er bara svo geggjað Vefmiðillinn Vísir er 19 ára – hann á eitt ár til góða af táningaaldrinum. Það hefur gengið á ýmsu. 1. apríl 2017 08:00 Fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tilnefndir til þrennra blaðamannaverðlauna Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi hafa verið tilnefndar til blaðamannaverðlaunanna í flokknum Umfjöllun ársins fyrir áhrifamikla og afhjúpandi umfjöllun Kompáss um dulinn vanda kvenna með þroskahömlun sem leiðst hafa út í vændi. 19. mars 2021 14:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
Eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall er helsta ástæðan fyrir þessum háu tölum. Gosið bætti í mikinn fréttaáhuga þjóðarinnar undanfarið vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi og kaflaskipti í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Þetta er næstmesta aðsókn sem mælst hefur í sögu Vísis sem fagnar 23 ára afmæli sínu um þessar mundir. Stærsti miðill á Íslandi Í skýrslum MMR um netmiðlanotkun Íslendinga kemur fram að Vísir hefur verið mest lesni miðill landsins allt frá síðasta hausti. Í mælingu á fyrsta ársfjórðungi kemur fram að 84% þjóðarinnar skoðar vefinn vikulega og 62% daglega. Þegar þessar tölur eru bornar saman við alla aðra miðla, hvort sem það er á vef, í útvarpi eða sjónvarpi, sést að Vísir er í fyrsta sæti. Í vikulegum lestrarmælingum Gallup kemur fram að Vísir hefur verið mest lesni miðill landsins í átta vikur af þeim ellefu sem liðnar eru af árinu. Á tímum þar sem falsfréttir og upplýsingaóreiða vaða uppi og óvissutímar eru fyrir hendi er full ástæða til að þakka það traust sem lesendur okkar hafa sýnt á þessum títtnefndu fordæmalausu tímum. 287 þúsund notendur á Íslandi Fjöldi innlendra notenda á Vísi í yfirstandandi viku hefur verið í kringum 250 þúsund daglega, mest í gær þegar 276 þúsund sóttu okkur heim. Flestir fylgdust með aukafréttatíma vegna kynningar á hörðustu aðgerðum hér á landi í kórónuveirufaraldrinum. Stærsti dagur ársins á Vísi var þó liðinn föstudag, gosdaginn sjálfan, þegar Vísir greindi fyrstur stóru fréttamiðlanna frá upphafi eldgoss. 287 þúsund innlendir notendur sóttu vefinn heim þann daginn og flestir lásu fréttina hér að neðan. Þessi frétt var reglulega uppfærð með textalýsingu yfir helgina og alls lesin um 550 þúsund sinnum. Meðal annarra frétta sem voru mikið lesnar var fréttaskýring um söngkonuna Britney Spears, hrakningasaga feðga sem ætluðu að skoða eldgosið, viðtal við Seltirning sem fann gamla byssu í garði sínum og fréttaskýring sem dró saman helstu upplýsingar um eldgosið aðfaranótt laugardags. Vönduð fréttamennska Starfsmenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar eflast við stöðuga fjölgun lesenda á öllum aldri. Okkar markmið er auk þess að vera fyrst með fréttirnar að standa vörð um gildi góðrar fréttamennsku eins og komið er inn á í ritstjórnarstefnu okkar. Þá minnum við lesendur á að þeir geta haft áhrif á umfjöllunarefni á hverjum tíma og hvetjum við þá til að láta í sér heyra. Margt má betur fara og þá eru fallegar sögur sem er full ástæða til að segja. Við tökum á móti ábendingum af öllum toga í ritstjórnarpóstinum okkar, ritstjorn@visir.is, og heitum fullum trúnaði varðandi þær. Þangað má sömuleiðis senda áhugaverðar myndir eða myndbönd. Beinn sími á ritstjórn er 512-5200. Allar fréttir á Vísi eru merktar fréttamönnum okkar. Með því að smella á nafnið ratar lesandi á heimasíðu blaðamannsins hvar finna má netfang hans og símanúmer til að hafa samband. Þá minnum við á skoðanavettvang okkar þar sem daglega fer fram lífleg umræða. Lesendur geta skrifað greinar og þannig látið til sín taka. Greinar sendast á netfangið greinar@visir.is ásamt höfundarmynd. Vísir fagnar 23 ára afmæli sínu þann 1. apríl. Sögu Vísis voru gerð skil á nítján ára afmælinu fyrir fjórum árum eins og lesa má um hér. Þá má geta þess að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var tilnefnd til þrennra blaðamannaverðlauna á dögunum. Fréttin hefur verið uppfærð og því haldið til haga að Víkurfréttir í Reykjanesbæ greindu frá því að gos væri hafið tveimur mínútum á undan Vísi.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fólkið á hinum vöðvastælta Vísi: Netið er bara svo geggjað Vefmiðillinn Vísir er 19 ára – hann á eitt ár til góða af táningaaldrinum. Það hefur gengið á ýmsu. 1. apríl 2017 08:00 Fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tilnefndir til þrennra blaðamannaverðlauna Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi hafa verið tilnefndar til blaðamannaverðlaunanna í flokknum Umfjöllun ársins fyrir áhrifamikla og afhjúpandi umfjöllun Kompáss um dulinn vanda kvenna með þroskahömlun sem leiðst hafa út í vændi. 19. mars 2021 14:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
Fólkið á hinum vöðvastælta Vísi: Netið er bara svo geggjað Vefmiðillinn Vísir er 19 ára – hann á eitt ár til góða af táningaaldrinum. Það hefur gengið á ýmsu. 1. apríl 2017 08:00
Fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tilnefndir til þrennra blaðamannaverðlauna Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi hafa verið tilnefndar til blaðamannaverðlaunanna í flokknum Umfjöllun ársins fyrir áhrifamikla og afhjúpandi umfjöllun Kompáss um dulinn vanda kvenna með þroskahömlun sem leiðst hafa út í vændi. 19. mars 2021 14:42