„Þetta er bara rothögg“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2021 10:22 Skíðasvæði landsins eru lokuð vegna hertra samkomutakmarkana. Vísir/Vilhelm Egill Rögnvaldsson sem rekur skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal segir að hertar sóttvarnaaðgerðir séu rothögg fyrir reksturinn. Skíðasvæðinu hefur verið lokað en framundan voru páskarnir þar sem von var á fjölda gesta norður á skíði. „Þetta er bara rothögg, það er ekkert annað, það er eiginlega ekkert annað orð yfir það. Þetta er búið að vera flott í vetur hérna á skíðasvæðunum og vetrarfríin voru frábær. Þúsundir manna hérna fyrir norðan og svo var maður farinn að hlakka til og átti auðvitað von á þúsundum manna hér á næstu tveimur, þremur vikum og þá er bara skellt í lás og þetta er bara allt í lagi finnst mönnum,“ sagði Egill í Bítinu í morgun. Hann sagði ljóst að skíðasvæðin yrðu fyrir miklu tekjutapi en fyrir norðan er ekki aðeins Siglufjörður undir heldur áttu Dalvíkingar og Akureyringar einnig von á mörgum gestum. „Þetta er tekjutap, ég get eiginlega ekki nefnt þá tölu, þetta eru tugir milljóna sem tapast þarna á skíðasvæðunum, það er alveg ljóst.“ Egill sagði ástæðuna fyrir því að skíðasvæðum væri gert að loka væru sameiginlegir snertifletir í skíðalyftunum; diskarnir og stólarnir. Þessa fleti þyrfti að þrífa milli gesta sem Egill sagði að væri nær ómögulegt nema þá með gríðarlegum tilkostnaði. Þá vissi hann ekki til þess að hægt væri að rekja nokkuð einasta smit til vetrarfríanna fyrir norðan þegar fólk flykktist þangað á skíði fyrr í vetur. Allir væru með hanska, hjálma og gleraugu auk þess sem það væri grímuskylda. Egill kvaðst mjög ósáttur við að þurfa að loka skíðasvæðinu og telur vandann liggja á landamærunum þar sem landinu hafi ekki verið lokað. „Það er bara þannig að ég er mjög ósáttur við þessi rök en ég skil mjög vel að við verðum að taka á þessari veiru, ég skil það mjög vel. Við erum því miður búin að klúðra þessu. Þetta er komið inn og þetta er komið alltof víða og eins og ég sagði áðan, vandinn er landamærin. Það er bara klárt. Hún verður ekki til hér á Íslandi þessi veira. Þannig að þetta er rothögg,“ sagði Egill. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Skíðasvæði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fjallabyggð Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Þetta er bara rothögg, það er ekkert annað, það er eiginlega ekkert annað orð yfir það. Þetta er búið að vera flott í vetur hérna á skíðasvæðunum og vetrarfríin voru frábær. Þúsundir manna hérna fyrir norðan og svo var maður farinn að hlakka til og átti auðvitað von á þúsundum manna hér á næstu tveimur, þremur vikum og þá er bara skellt í lás og þetta er bara allt í lagi finnst mönnum,“ sagði Egill í Bítinu í morgun. Hann sagði ljóst að skíðasvæðin yrðu fyrir miklu tekjutapi en fyrir norðan er ekki aðeins Siglufjörður undir heldur áttu Dalvíkingar og Akureyringar einnig von á mörgum gestum. „Þetta er tekjutap, ég get eiginlega ekki nefnt þá tölu, þetta eru tugir milljóna sem tapast þarna á skíðasvæðunum, það er alveg ljóst.“ Egill sagði ástæðuna fyrir því að skíðasvæðum væri gert að loka væru sameiginlegir snertifletir í skíðalyftunum; diskarnir og stólarnir. Þessa fleti þyrfti að þrífa milli gesta sem Egill sagði að væri nær ómögulegt nema þá með gríðarlegum tilkostnaði. Þá vissi hann ekki til þess að hægt væri að rekja nokkuð einasta smit til vetrarfríanna fyrir norðan þegar fólk flykktist þangað á skíði fyrr í vetur. Allir væru með hanska, hjálma og gleraugu auk þess sem það væri grímuskylda. Egill kvaðst mjög ósáttur við að þurfa að loka skíðasvæðinu og telur vandann liggja á landamærunum þar sem landinu hafi ekki verið lokað. „Það er bara þannig að ég er mjög ósáttur við þessi rök en ég skil mjög vel að við verðum að taka á þessari veiru, ég skil það mjög vel. Við erum því miður búin að klúðra þessu. Þetta er komið inn og þetta er komið alltof víða og eins og ég sagði áðan, vandinn er landamærin. Það er bara klárt. Hún verður ekki til hér á Íslandi þessi veira. Þannig að þetta er rothögg,“ sagði Egill. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Skíðasvæði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fjallabyggð Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira