Aflýsa öllum flugferðum vegna smits flugmanns Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. mars 2021 13:49 Smit hefur greinst hjá flugfélaginu Ernir og er þorri starfsfólks flugfélagsins nú í sóttkví. Vísir/Vilhelm Þorri starfsfólks flugfélagsins Ernis er í sóttkví eftir að kórónuveiru smit „læddist inn fyrir dyrnar“ líkt og það er orðað í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu flugfélagsins. Flugfélagið kveðst hafa viðhaft miklar og góðar sóttvarnir en þó hafi smit greinst. Sökum þessa verður öllum flugferðum aflýst til 30. mars. Stefnan er sett á að hefja flug að nýju miðvikudaginn 31. mars. Nú er unnið að því að ná sambandi við alla sem áttu bókað flug til upplýsa um stöðuna sem upp er komin. Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis, segir í samtali við Vísi að flugstjóri hjá félaginu hafi greinst smitaður í gær. Sá hafi mætt á námskeið með öðrum flugmönnum á þriðjudaginn og verið í samneyti við þá. Fyrir vikið séu allir flugmenn komnir í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í hádeginu að smitið sem greindist utan sóttkvíar tengist með einhverjum hætti gosstöðvunum. Hörður skilur ekki alveg hvernig það tengist. Nema þá að því leyti að aðrir flugmenn hafi farið í starfsmannaflug saman til að skoða gosstöðvarnar. Síðar hafi komið í ljós að þeir voru útsettir fyrir smiti. Hinn smitaði hafi ekki farið í það flug enda verið veikur heima síðustu tvo daga þar til hann fékk staðfestingu á smiti í gær. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjuefni að sá sem greindist utan sóttkvíar tengist hópferðum á gosstöðvarnar Sóttvarnalæknir segir að ekki sé hægt að tengja smitið sem greindist utan sóttkvíar í gær við önnur tilfelli sem hafi komið upp síðustu daga. Tilefni sé til að hafa áhyggjur af því að kórónuveiran finnist víðar en innan þess hóps sem tengist grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og reynt hefur verið að ná utan um. 26. mars 2021 11:50 Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn utan sóttkvíar. 26. mars 2021 10:52 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Flugfélagið kveðst hafa viðhaft miklar og góðar sóttvarnir en þó hafi smit greinst. Sökum þessa verður öllum flugferðum aflýst til 30. mars. Stefnan er sett á að hefja flug að nýju miðvikudaginn 31. mars. Nú er unnið að því að ná sambandi við alla sem áttu bókað flug til upplýsa um stöðuna sem upp er komin. Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis, segir í samtali við Vísi að flugstjóri hjá félaginu hafi greinst smitaður í gær. Sá hafi mætt á námskeið með öðrum flugmönnum á þriðjudaginn og verið í samneyti við þá. Fyrir vikið séu allir flugmenn komnir í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í hádeginu að smitið sem greindist utan sóttkvíar tengist með einhverjum hætti gosstöðvunum. Hörður skilur ekki alveg hvernig það tengist. Nema þá að því leyti að aðrir flugmenn hafi farið í starfsmannaflug saman til að skoða gosstöðvarnar. Síðar hafi komið í ljós að þeir voru útsettir fyrir smiti. Hinn smitaði hafi ekki farið í það flug enda verið veikur heima síðustu tvo daga þar til hann fékk staðfestingu á smiti í gær. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjuefni að sá sem greindist utan sóttkvíar tengist hópferðum á gosstöðvarnar Sóttvarnalæknir segir að ekki sé hægt að tengja smitið sem greindist utan sóttkvíar í gær við önnur tilfelli sem hafi komið upp síðustu daga. Tilefni sé til að hafa áhyggjur af því að kórónuveiran finnist víðar en innan þess hóps sem tengist grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og reynt hefur verið að ná utan um. 26. mars 2021 11:50 Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn utan sóttkvíar. 26. mars 2021 10:52 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Áhyggjuefni að sá sem greindist utan sóttkvíar tengist hópferðum á gosstöðvarnar Sóttvarnalæknir segir að ekki sé hægt að tengja smitið sem greindist utan sóttkvíar í gær við önnur tilfelli sem hafi komið upp síðustu daga. Tilefni sé til að hafa áhyggjur af því að kórónuveiran finnist víðar en innan þess hóps sem tengist grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og reynt hefur verið að ná utan um. 26. mars 2021 11:50
Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn utan sóttkvíar. 26. mars 2021 10:52