Með „einhver örlítil einkenni“ sem hann tengdi engan veginn við Covid Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. mars 2021 20:00 Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis. Vísir/Friðrik Þór Tvöfalt fleiri eru í sóttkví í dag en í gær eða um þrettánhundruð manns. Einn þeirra sex sem greindist smitaður af kórónuveirunni í gær var utan sóttkvíar. Flugmaður hjá flugfélaginu Erni smitaðist í gær og var utan sóttkvíar. Kórónuveirumit hafa nú komið upp í sex skólum á höfuðborgarsvæðinu nú síðast í Víðistaðaskóla og Öldutúnsskóla í Hafnarfirði þar sem 400 nemendur eru í sóttkví. Öll smitin tengjast klasasmiti sem kom upp í Laugarnesskóla fyrir nokkrum dögum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af því að smit sé farið að breiðast út í samfélaginu eftir að einn þeirra sem sem greindist smitaður í gær tengist ekki klasasmitinu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur fólk til að gæta áfram að sér og passa vel upp á persónulegar sóttvarnir.Vísir/Arnar „Hann var bara úti í bæ þannig að við getum ekki tengt þetta smit við þetta stóra smit sem tengist grunnskólum hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þórólfur. Þórólfur hefur enn fremur áhyggjur af þeim fjölda sem hefur farið að gosinu síðustu daga. „Það eru þúsundir að fara á eldsstöðvarnar og fólk verður að gæta vel að sóttvörnum og passa uppá allar hópamyndanir þar,“ segir Þórólfur. Flugfélagið Ernir aflýsti öllu flugi hjá sér í dag vegna smits hjá starfsmanni. Hörður Guðmundsson forstjóri segir að um sé að ræða flugmann sem kom á námskeið á þriðjudag ásamt öðrum flugmönnum og greindist í gærkvöldi. Allir flugmenn og starfsfólki þurftu að fara í sóttkví þar til á þriðjudag. „Hann var með einhver örlítil einkenni sem hann tengdi engan veginn við Covid-19 og kom á námskeið til okkar. Hann fann svo meiri einkenni í gær og fór í sýnatöku og í ljós kom að hann var sýktur. Enn hefur ekki komið í ljós hvað hann veiktist en rakningarteymið er að rannsaka ferðir hans,“ segir Hörður. Sóttvarnarlæknir sagði í hádegisfréttum að smitið utan sóttkvíar í gær tengdist gosstöðvum. „Við flugum eina yfirlitsferð á þriðjudag eftir námskeiðið að öðru leyti hefur verið lítið um flug hjá okkur yfir eldsstöðvarnar. Það voru um 10 manns í því flugi en flugstjórarnir eru í lokuðu rými,“ segir Hörður. Hann segir að Ernir hafi passað afar vel upp á allar sóttvarnir frá því faraldurinn hófst og því séu þetta vonbrigði en það sem má búast við í heimsfaraldri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos í Fagradalsfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira
Kórónuveirumit hafa nú komið upp í sex skólum á höfuðborgarsvæðinu nú síðast í Víðistaðaskóla og Öldutúnsskóla í Hafnarfirði þar sem 400 nemendur eru í sóttkví. Öll smitin tengjast klasasmiti sem kom upp í Laugarnesskóla fyrir nokkrum dögum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af því að smit sé farið að breiðast út í samfélaginu eftir að einn þeirra sem sem greindist smitaður í gær tengist ekki klasasmitinu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur fólk til að gæta áfram að sér og passa vel upp á persónulegar sóttvarnir.Vísir/Arnar „Hann var bara úti í bæ þannig að við getum ekki tengt þetta smit við þetta stóra smit sem tengist grunnskólum hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þórólfur. Þórólfur hefur enn fremur áhyggjur af þeim fjölda sem hefur farið að gosinu síðustu daga. „Það eru þúsundir að fara á eldsstöðvarnar og fólk verður að gæta vel að sóttvörnum og passa uppá allar hópamyndanir þar,“ segir Þórólfur. Flugfélagið Ernir aflýsti öllu flugi hjá sér í dag vegna smits hjá starfsmanni. Hörður Guðmundsson forstjóri segir að um sé að ræða flugmann sem kom á námskeið á þriðjudag ásamt öðrum flugmönnum og greindist í gærkvöldi. Allir flugmenn og starfsfólki þurftu að fara í sóttkví þar til á þriðjudag. „Hann var með einhver örlítil einkenni sem hann tengdi engan veginn við Covid-19 og kom á námskeið til okkar. Hann fann svo meiri einkenni í gær og fór í sýnatöku og í ljós kom að hann var sýktur. Enn hefur ekki komið í ljós hvað hann veiktist en rakningarteymið er að rannsaka ferðir hans,“ segir Hörður. Sóttvarnarlæknir sagði í hádegisfréttum að smitið utan sóttkvíar í gær tengdist gosstöðvum. „Við flugum eina yfirlitsferð á þriðjudag eftir námskeiðið að öðru leyti hefur verið lítið um flug hjá okkur yfir eldsstöðvarnar. Það voru um 10 manns í því flugi en flugstjórarnir eru í lokuðu rými,“ segir Hörður. Hann segir að Ernir hafi passað afar vel upp á allar sóttvarnir frá því faraldurinn hófst og því séu þetta vonbrigði en það sem má búast við í heimsfaraldri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos í Fagradalsfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira