Fjarlækningar á Suðurlandi reynast vel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2021 13:09 Fjarlækningar eru alltaf stundaðar meira og meira hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Samsett „Fjarlækningar eru framtíðin“, segir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands en stofnunin er að færa sig jafnt og þétt meira út í slíkar lækningar. Nýjasta dæmið er augnlækniþjónusta í Vestmannaeyjum með fjarlækningum. Starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands nær yfir svæðið allt frá Þorlákshöfn austur að Höfn í Hornafirði þar sem heilsugæslustöðvar eru á flestum þéttbýlisstöðum. Íbúafjöldi stofnunarinnar er um 30 þúsund, þar af eru 10 þúsund á Selfossi. Fjarlækningar eru alltaf að verða meira og meira áberandi í starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Díana Óskarsdóttir er forstjóri stofnunarinnar. „Þetta snýst í raun um að geta veitt sérfræðiþjónustu án þess að hafa læknana á staðnum. Þannig að við fáum þjónustuna til einstaklinganna og þeir þurfa ekki að fara langar leiðir til að sækja þjónustuna. Þetta virkar þannig að við erum með ákveðin tæki, sem við köllum Agnesi og í þeim er hægt að gera hinar ýmsu mælingar og taka myndir og senda yfir. Það er læknir á hinum endanum, sem getur þá séð það sem við erum að skoða og getur þá veitt ráðleggingar til baka. Þannig að þetta sparar ferðalögin, fyrir lækninn að koma á staðinn og fyrir einstaklinginn að fara til lækna,“ segir Díana. Díana segir að nú sé verið að innleiða fjarlækningar víða um Suðurland en stofnunin á fimm Agnesar tæki, sem hafa reynst mjög vel. Síðan er verið að fara af stað með verkefni í Vestmannaeyjum, sem eru fjaraugnlækningar. „Og þar eru við búin að fá gríðarlega flotta aðkomu frá Lionsmönnum og fleirum, sem hafa styrkt okkur um 25 milljónir króna til þess að kaupa þessi tæki til að veita þessa þjónustu. Læknarnir koma ekki á staðinn heldur verða þeir á hinum endanum og fá myndir sendar til sín og geta þá gefið ráðleggingar.“ Díana segir að fjarlækningar séu framtíðin. „Já það myndi ég segja, það eru gríðarleg tækifæri á því sviði.“ Athyglisvert verkefni er að fara af stað í Vestmannaeyjum á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands nær yfir svæðið allt frá Þorlákshöfn austur að Höfn í Hornafirði þar sem heilsugæslustöðvar eru á flestum þéttbýlisstöðum. Íbúafjöldi stofnunarinnar er um 30 þúsund, þar af eru 10 þúsund á Selfossi. Fjarlækningar eru alltaf að verða meira og meira áberandi í starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Díana Óskarsdóttir er forstjóri stofnunarinnar. „Þetta snýst í raun um að geta veitt sérfræðiþjónustu án þess að hafa læknana á staðnum. Þannig að við fáum þjónustuna til einstaklinganna og þeir þurfa ekki að fara langar leiðir til að sækja þjónustuna. Þetta virkar þannig að við erum með ákveðin tæki, sem við köllum Agnesi og í þeim er hægt að gera hinar ýmsu mælingar og taka myndir og senda yfir. Það er læknir á hinum endanum, sem getur þá séð það sem við erum að skoða og getur þá veitt ráðleggingar til baka. Þannig að þetta sparar ferðalögin, fyrir lækninn að koma á staðinn og fyrir einstaklinginn að fara til lækna,“ segir Díana. Díana segir að nú sé verið að innleiða fjarlækningar víða um Suðurland en stofnunin á fimm Agnesar tæki, sem hafa reynst mjög vel. Síðan er verið að fara af stað með verkefni í Vestmannaeyjum, sem eru fjaraugnlækningar. „Og þar eru við búin að fá gríðarlega flotta aðkomu frá Lionsmönnum og fleirum, sem hafa styrkt okkur um 25 milljónir króna til þess að kaupa þessi tæki til að veita þessa þjónustu. Læknarnir koma ekki á staðinn heldur verða þeir á hinum endanum og fá myndir sendar til sín og geta þá gefið ráðleggingar.“ Díana segir að fjarlækningar séu framtíðin. „Já það myndi ég segja, það eru gríðarleg tækifæri á því sviði.“ Athyglisvert verkefni er að fara af stað í Vestmannaeyjum á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira