Býst við talsvert minni og styttri bylgju en í haust Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2021 21:01 Ekki hefur tekist að rekja þau kórónuveirusmit sem greindust utan sóttkvíar um helgina. Sóttvarnalæknir býst þó við styttri bylgju nú en í haust. Tíu greindust með kórónuveiruna um helgina; sex á laugardag og fjórir á sunnudag. Þar af voru þrír utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þessi smit utan sóttkvíar áhyggjuefni. „Þessir þrír sem eru að greinast utan sóttkvíar virðast vera með mismunandi tegundir af breska afbrigðinu sem við höfum ekki fundið á landamærum, sem þýðir að einhvern veginn hafa þessi smit komist inn í landið fram hjá þeim girðingum sem við erum með á landamærum og það vekur ákveðnar áhyggjur.“ Rakning er enn í gangi og miðar vel, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Þá hafa fáir þurft að fara í sóttkví út frá smitunum. „Það er ekki hægt að rekja þetta, tengja þetta við önnur smit, og það er svona ákveðið áhyggjuefni.“ Hér má sjá muninn á þeim aðgerðum sem gripið var til í upphafi þriðju bylgju annars vegar og hins vegar þeirrar fjórðu.Stöð 2 Þó að smit hafi greinst utan sóttkvíar undanfarna daga fer fjórða bylgja faraldursins öllu hægar af stað en sú síðasta. Þriðja bylgjan hófst fimmtánda september en samkomutakmarkanir voru ekki hertar að ráði fyrr en tuttugu dögum síðar, 5. október. Við upphaf bylgjunnar nú liðu aðeins tveir dagar frá því að smitum fjölgaði 23. mars og þar til aðgerðir voru hertar. Þórólfur býst við talsvert styttri og minni bylgju nú en í haust. „Bylgjan var komin á verulegt skrið þegar við gripum til þessara aðgerða um mánaðamótin október, nóvember. Ég held að þetta þýði að við munum ná fyrr utan um þetta.“ Þriðja bylgja á móti þeirri fjórðu.Stöð 2 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Tíu greindust með kórónuveiruna um helgina; sex á laugardag og fjórir á sunnudag. Þar af voru þrír utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þessi smit utan sóttkvíar áhyggjuefni. „Þessir þrír sem eru að greinast utan sóttkvíar virðast vera með mismunandi tegundir af breska afbrigðinu sem við höfum ekki fundið á landamærum, sem þýðir að einhvern veginn hafa þessi smit komist inn í landið fram hjá þeim girðingum sem við erum með á landamærum og það vekur ákveðnar áhyggjur.“ Rakning er enn í gangi og miðar vel, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Þá hafa fáir þurft að fara í sóttkví út frá smitunum. „Það er ekki hægt að rekja þetta, tengja þetta við önnur smit, og það er svona ákveðið áhyggjuefni.“ Hér má sjá muninn á þeim aðgerðum sem gripið var til í upphafi þriðju bylgju annars vegar og hins vegar þeirrar fjórðu.Stöð 2 Þó að smit hafi greinst utan sóttkvíar undanfarna daga fer fjórða bylgja faraldursins öllu hægar af stað en sú síðasta. Þriðja bylgjan hófst fimmtánda september en samkomutakmarkanir voru ekki hertar að ráði fyrr en tuttugu dögum síðar, 5. október. Við upphaf bylgjunnar nú liðu aðeins tveir dagar frá því að smitum fjölgaði 23. mars og þar til aðgerðir voru hertar. Þórólfur býst við talsvert styttri og minni bylgju nú en í haust. „Bylgjan var komin á verulegt skrið þegar við gripum til þessara aðgerða um mánaðamótin október, nóvember. Ég held að þetta þýði að við munum ná fyrr utan um þetta.“ Þriðja bylgja á móti þeirri fjórðu.Stöð 2
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira