Höfnuðu beiðninni því endanlegur dómur í máli meints morðingja lá ekki fyrir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2021 11:51 Morð í Rauðagerði Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Albanskur karlmaður á fertugsaldri var ekki framseldur til Albaníu árið 2017 vegna þess að endanlegur dómur lá ekki fyrir í sakamáli hans í heimalandinu. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Karlmaðurinn er sagður hafa játað að hafa banað samlanda sínum í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Vísir greindi frá því í gær að albanski karlmaðurinn væri eftirlýstur í heimalandinu þar sem hann ætti eftir að afplána fimm ára dóm fyrir ránsbrot. Albönsk dómsmálayfirvöld óskuðu árið 2015 eftir framsali hans en beiðninni var hafnað. Fram kom í svari ríkissaksóknara á Vísi í gær að beiðnin hefði ekki uppfyllt skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum og alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að. Beiðinni hafi því verið hafnað tveimur árum síðar, eða árið 2017. Vísir spurðist í framhaldinu fyrir um nánari ástæður þess að beiðinni væri hafnað, ekki bara fyrrnefndar vísanir í lög. Í svari dómsmálaráðuneytisins við framhaldsfyrirspurn fréttastofu segir að Ísland og Albanía séu aðilar að samningi Evrópuráðsins um framsal sakamanna. Ekki sé þó í gildi sérstakur samningur milli landanna. Segja ekki unnt að veita frekari upplýsingar Beiðni albanskra yfirvalda hafi verið tekin til afgreiðslu í ráðuneytinu og svo send til ríkissaksóknara til frekari afgreiðslu. Meðferð málsins hafi leitt í ljós að hafna skyldi beiðninni þar sem endanlegur dómur í máli mannsins í Albaníu lá ekki fyrir þegar beiðnin var til meðferðar hjá íslenskum yfirvöldum. „Endanlegur dómur er dómur lægra dómstigs sem ekki hefur verið áfrýjað innan áfrýjunarfrests til æðra dómstigs, eða dómur æðra dómstigs sem áfrýjað hefur verið dómi lægra dómstigs til. Sé endanlegur dómur ekki fallinn á æðra dómstigi telst dómur lægra dómstigs því ekki fullnustuhæfur og því ekki hægt að verða við framsalsbeiðni á grundvelli fullnustu refsingar, fyrr en endanlegur dómur liggur fyrir,“ segir í svari ráðuneytisins. Vísir óskaði eftir afriti af samskiptum albanskra yfirvalda við íslensk yfirvöld vegna málsins en þeirri beiðni hafnaði dómsmálaráðuneytið á þeim forsendum að lög um meðferð sakamála gildi varðandi framsalsbeiðnir. Stjórnvöldum sé því óheimilt að afhenda öðrum en hinum eftirlýsta manni og lögmanni hans gögn málsins eða upplýsa um einstök atriði. „Er því ekki unnt að veita frekari upplýsingar vegna þessa máls,“ segir Hafliði Helgason upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð. Morð í Rauðagerði Albanía Lögreglumál Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
Karlmaðurinn er sagður hafa játað að hafa banað samlanda sínum í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Vísir greindi frá því í gær að albanski karlmaðurinn væri eftirlýstur í heimalandinu þar sem hann ætti eftir að afplána fimm ára dóm fyrir ránsbrot. Albönsk dómsmálayfirvöld óskuðu árið 2015 eftir framsali hans en beiðninni var hafnað. Fram kom í svari ríkissaksóknara á Vísi í gær að beiðnin hefði ekki uppfyllt skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum og alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að. Beiðinni hafi því verið hafnað tveimur árum síðar, eða árið 2017. Vísir spurðist í framhaldinu fyrir um nánari ástæður þess að beiðinni væri hafnað, ekki bara fyrrnefndar vísanir í lög. Í svari dómsmálaráðuneytisins við framhaldsfyrirspurn fréttastofu segir að Ísland og Albanía séu aðilar að samningi Evrópuráðsins um framsal sakamanna. Ekki sé þó í gildi sérstakur samningur milli landanna. Segja ekki unnt að veita frekari upplýsingar Beiðni albanskra yfirvalda hafi verið tekin til afgreiðslu í ráðuneytinu og svo send til ríkissaksóknara til frekari afgreiðslu. Meðferð málsins hafi leitt í ljós að hafna skyldi beiðninni þar sem endanlegur dómur í máli mannsins í Albaníu lá ekki fyrir þegar beiðnin var til meðferðar hjá íslenskum yfirvöldum. „Endanlegur dómur er dómur lægra dómstigs sem ekki hefur verið áfrýjað innan áfrýjunarfrests til æðra dómstigs, eða dómur æðra dómstigs sem áfrýjað hefur verið dómi lægra dómstigs til. Sé endanlegur dómur ekki fallinn á æðra dómstigi telst dómur lægra dómstigs því ekki fullnustuhæfur og því ekki hægt að verða við framsalsbeiðni á grundvelli fullnustu refsingar, fyrr en endanlegur dómur liggur fyrir,“ segir í svari ráðuneytisins. Vísir óskaði eftir afriti af samskiptum albanskra yfirvalda við íslensk yfirvöld vegna málsins en þeirri beiðni hafnaði dómsmálaráðuneytið á þeim forsendum að lög um meðferð sakamála gildi varðandi framsalsbeiðnir. Stjórnvöldum sé því óheimilt að afhenda öðrum en hinum eftirlýsta manni og lögmanni hans gögn málsins eða upplýsa um einstök atriði. „Er því ekki unnt að veita frekari upplýsingar vegna þessa máls,“ segir Hafliði Helgason upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Morð í Rauðagerði Albanía Lögreglumál Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira