Höfnuðu beiðninni því endanlegur dómur í máli meints morðingja lá ekki fyrir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2021 11:51 Morð í Rauðagerði Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Albanskur karlmaður á fertugsaldri var ekki framseldur til Albaníu árið 2017 vegna þess að endanlegur dómur lá ekki fyrir í sakamáli hans í heimalandinu. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Karlmaðurinn er sagður hafa játað að hafa banað samlanda sínum í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Vísir greindi frá því í gær að albanski karlmaðurinn væri eftirlýstur í heimalandinu þar sem hann ætti eftir að afplána fimm ára dóm fyrir ránsbrot. Albönsk dómsmálayfirvöld óskuðu árið 2015 eftir framsali hans en beiðninni var hafnað. Fram kom í svari ríkissaksóknara á Vísi í gær að beiðnin hefði ekki uppfyllt skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum og alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að. Beiðinni hafi því verið hafnað tveimur árum síðar, eða árið 2017. Vísir spurðist í framhaldinu fyrir um nánari ástæður þess að beiðinni væri hafnað, ekki bara fyrrnefndar vísanir í lög. Í svari dómsmálaráðuneytisins við framhaldsfyrirspurn fréttastofu segir að Ísland og Albanía séu aðilar að samningi Evrópuráðsins um framsal sakamanna. Ekki sé þó í gildi sérstakur samningur milli landanna. Segja ekki unnt að veita frekari upplýsingar Beiðni albanskra yfirvalda hafi verið tekin til afgreiðslu í ráðuneytinu og svo send til ríkissaksóknara til frekari afgreiðslu. Meðferð málsins hafi leitt í ljós að hafna skyldi beiðninni þar sem endanlegur dómur í máli mannsins í Albaníu lá ekki fyrir þegar beiðnin var til meðferðar hjá íslenskum yfirvöldum. „Endanlegur dómur er dómur lægra dómstigs sem ekki hefur verið áfrýjað innan áfrýjunarfrests til æðra dómstigs, eða dómur æðra dómstigs sem áfrýjað hefur verið dómi lægra dómstigs til. Sé endanlegur dómur ekki fallinn á æðra dómstigi telst dómur lægra dómstigs því ekki fullnustuhæfur og því ekki hægt að verða við framsalsbeiðni á grundvelli fullnustu refsingar, fyrr en endanlegur dómur liggur fyrir,“ segir í svari ráðuneytisins. Vísir óskaði eftir afriti af samskiptum albanskra yfirvalda við íslensk yfirvöld vegna málsins en þeirri beiðni hafnaði dómsmálaráðuneytið á þeim forsendum að lög um meðferð sakamála gildi varðandi framsalsbeiðnir. Stjórnvöldum sé því óheimilt að afhenda öðrum en hinum eftirlýsta manni og lögmanni hans gögn málsins eða upplýsa um einstök atriði. „Er því ekki unnt að veita frekari upplýsingar vegna þessa máls,“ segir Hafliði Helgason upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð. Morð í Rauðagerði Albanía Lögreglumál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Karlmaðurinn er sagður hafa játað að hafa banað samlanda sínum í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Vísir greindi frá því í gær að albanski karlmaðurinn væri eftirlýstur í heimalandinu þar sem hann ætti eftir að afplána fimm ára dóm fyrir ránsbrot. Albönsk dómsmálayfirvöld óskuðu árið 2015 eftir framsali hans en beiðninni var hafnað. Fram kom í svari ríkissaksóknara á Vísi í gær að beiðnin hefði ekki uppfyllt skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum og alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að. Beiðinni hafi því verið hafnað tveimur árum síðar, eða árið 2017. Vísir spurðist í framhaldinu fyrir um nánari ástæður þess að beiðinni væri hafnað, ekki bara fyrrnefndar vísanir í lög. Í svari dómsmálaráðuneytisins við framhaldsfyrirspurn fréttastofu segir að Ísland og Albanía séu aðilar að samningi Evrópuráðsins um framsal sakamanna. Ekki sé þó í gildi sérstakur samningur milli landanna. Segja ekki unnt að veita frekari upplýsingar Beiðni albanskra yfirvalda hafi verið tekin til afgreiðslu í ráðuneytinu og svo send til ríkissaksóknara til frekari afgreiðslu. Meðferð málsins hafi leitt í ljós að hafna skyldi beiðninni þar sem endanlegur dómur í máli mannsins í Albaníu lá ekki fyrir þegar beiðnin var til meðferðar hjá íslenskum yfirvöldum. „Endanlegur dómur er dómur lægra dómstigs sem ekki hefur verið áfrýjað innan áfrýjunarfrests til æðra dómstigs, eða dómur æðra dómstigs sem áfrýjað hefur verið dómi lægra dómstigs til. Sé endanlegur dómur ekki fallinn á æðra dómstigi telst dómur lægra dómstigs því ekki fullnustuhæfur og því ekki hægt að verða við framsalsbeiðni á grundvelli fullnustu refsingar, fyrr en endanlegur dómur liggur fyrir,“ segir í svari ráðuneytisins. Vísir óskaði eftir afriti af samskiptum albanskra yfirvalda við íslensk yfirvöld vegna málsins en þeirri beiðni hafnaði dómsmálaráðuneytið á þeim forsendum að lög um meðferð sakamála gildi varðandi framsalsbeiðnir. Stjórnvöldum sé því óheimilt að afhenda öðrum en hinum eftirlýsta manni og lögmanni hans gögn málsins eða upplýsa um einstök atriði. „Er því ekki unnt að veita frekari upplýsingar vegna þessa máls,“ segir Hafliði Helgason upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Morð í Rauðagerði Albanía Lögreglumál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira