Segja halla mjög á Íslendinga í samningum við Norðmenn Kristján Már Unnarsson skrifar 30. mars 2021 23:26 Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað. Einar Árnason Forystumenn loðnuútgerða og skipstjórar eru afar ósáttir við hversu hátt hlutfall Norðmenn fá af loðnukvótanum og segja að mjög halli á Íslendinga í skiptisamningi um þorskveiðar í Barentshafi. Á nýliðinni loðnuvertíð fengu íslensk skip 55 prósent af loðnukvótanum. 45 prósent kvótans fóru til norskra, grænlenskra og færeyskra skipa. Endanlegur kvóti reyndist 127 þúsund tonn en af honum fóru 57 þúsund tonn til erlendra skipa. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni.Egill Aðalsteinsson „Við erum ekki sátt við það,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Í fréttum Stöðvar 2 segir hann samninginn við Norðmenn mjög sérkennilegan; að Íslendingar séu að versla loðnu í eigin lögsögu fyrir þorsk í Barentshafi. Fréttir voru í byrjun vertíðar í ár um að íslenskar vinnslustöðvar væru að kaupa loðnu af norskum skipum sem þau veiddu í íslenskri lögsögu fyrir vel yfir 200 krónur kílóið. Skipstjórar íslenskra skipa eru svekktir að sjá kannski tíu milljarða króna loðnuverðmæti falla til erlendra útgerða. Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK.Sigurjón Ólason „Allt of mikið,“ segir Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK. „Ágætt fyrir þá sem eru að veiða þorsk, sjálfsagt.“ „Við erum í raun og veru að fá ekki nema 55 prósent af heildaraflanum. Við vorum að fá 78 prósent af aflanum áður. Þetta er svolítið umhugsunarefni,“ segir Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Kap VE. Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Kap VE.Vísir/Egill Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir nágrannaþjóðir í gegnum strandríkjasamning um loðnustofninn eiga sína hlutdeild í loðnunni. „En síðan aftur á móti svekkir það okkur dálítið – við erum með gamlan samning um Barentshafið, eftir að Íslendingar hættu að veiða þorsk í Smugunni, þá sömdum við um að fá að veiða í Barentshafinu – sem okkur finnst halla töluvert orðið mikið á Íslendinga í. Þeir fá gríðarlega mikið af loðnu. Og núna eftir að loðnukvótar eru orðnir þetta litlir þá hafa bara verðmætin margfaldast í loðnunni. Þannig að það hallar orðið mjög á Íslendinga í þeirri jöfnu,“ segir Gunnþór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Sjávarútvegur Noregur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Tengdar fréttir Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56 Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Búist er við að íslensk fiskiskip hefji loðnuveiðar um miðja vikuna en útgerðir skipanna hafa beðið átekta meðan hrognafylling loðnunnar er að aukast og þar með verðmæti hennar. Fyrstu íslensku skipin eru farin að undirbúa brottför. 8. febrúar 2021 21:44 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Á nýliðinni loðnuvertíð fengu íslensk skip 55 prósent af loðnukvótanum. 45 prósent kvótans fóru til norskra, grænlenskra og færeyskra skipa. Endanlegur kvóti reyndist 127 þúsund tonn en af honum fóru 57 þúsund tonn til erlendra skipa. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni.Egill Aðalsteinsson „Við erum ekki sátt við það,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Í fréttum Stöðvar 2 segir hann samninginn við Norðmenn mjög sérkennilegan; að Íslendingar séu að versla loðnu í eigin lögsögu fyrir þorsk í Barentshafi. Fréttir voru í byrjun vertíðar í ár um að íslenskar vinnslustöðvar væru að kaupa loðnu af norskum skipum sem þau veiddu í íslenskri lögsögu fyrir vel yfir 200 krónur kílóið. Skipstjórar íslenskra skipa eru svekktir að sjá kannski tíu milljarða króna loðnuverðmæti falla til erlendra útgerða. Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK.Sigurjón Ólason „Allt of mikið,“ segir Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK. „Ágætt fyrir þá sem eru að veiða þorsk, sjálfsagt.“ „Við erum í raun og veru að fá ekki nema 55 prósent af heildaraflanum. Við vorum að fá 78 prósent af aflanum áður. Þetta er svolítið umhugsunarefni,“ segir Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Kap VE. Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Kap VE.Vísir/Egill Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir nágrannaþjóðir í gegnum strandríkjasamning um loðnustofninn eiga sína hlutdeild í loðnunni. „En síðan aftur á móti svekkir það okkur dálítið – við erum með gamlan samning um Barentshafið, eftir að Íslendingar hættu að veiða þorsk í Smugunni, þá sömdum við um að fá að veiða í Barentshafinu – sem okkur finnst halla töluvert orðið mikið á Íslendinga í. Þeir fá gríðarlega mikið af loðnu. Og núna eftir að loðnukvótar eru orðnir þetta litlir þá hafa bara verðmætin margfaldast í loðnunni. Þannig að það hallar orðið mjög á Íslendinga í þeirri jöfnu,“ segir Gunnþór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Sjávarútvegur Noregur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Tengdar fréttir Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56 Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Búist er við að íslensk fiskiskip hefji loðnuveiðar um miðja vikuna en útgerðir skipanna hafa beðið átekta meðan hrognafylling loðnunnar er að aukast og þar með verðmæti hennar. Fyrstu íslensku skipin eru farin að undirbúa brottför. 8. febrúar 2021 21:44 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56
Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Búist er við að íslensk fiskiskip hefji loðnuveiðar um miðja vikuna en útgerðir skipanna hafa beðið átekta meðan hrognafylling loðnunnar er að aukast og þar með verðmæti hennar. Fyrstu íslensku skipin eru farin að undirbúa brottför. 8. febrúar 2021 21:44