Erlent

Hundur Bidens beit starfsmann Hvíta hússins

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Major er þýskur fjárhundur og sést hér úti að hlaupa í görðunum við Hvíta húsið.
Major er þýskur fjárhundur og sést hér úti að hlaupa í görðunum við Hvíta húsið. EPA-EFE/ADAM SCHULTZ

Major, annar hunda Joe Biden Bandaríkjaforseta og Jill Biden konu hans, beit starfsmann Hvíta hússins á mánudaginn var. Þetta er í annað sinn sem Major, sem er þýskur fjárhundur, bítur frá sér eftir komuna í Hvíta húsið.

Raunar er hann nýsnúinn aftur heim eftir að hafa sótt sérstakt námskeið í Delaware sem átti að venja hann af þeim ósið að glefsa í fólk.

Major er annar af tveimur hundum forsetahjónanna sem björguðu þeim úr hundaskýli fyrir nokkrum árum en til stóð að lóga þeim.

Biden segir að Major sé góður hundur en að honum gangi illa að venjast nýja heimilinu og öllu því fólki sem streymir í gegnum Hvíta húsið á hverjum degi. 

Hinum hundinum, Champ, sem er eldri, hefur gengið betur að aðlagast enda varði hann miklum tíma í Hvíta húsinu þegar Joe Biden var varaforseti í tíð Baracks Obama sem Bandaríkjaforseta.


Tengdar fréttir

Hundur Joes Biden til vand­ræða og sendur burt úr Hvíta húsinu

Tveimur hundum bandarísku forsetahjónanna Joe og Jill Biden, hefur verið vísað burt úr Hvíta húsinu í Washington og þeir sendir aftur til heimilis Biden-hjónanna í Delaware. Þetta var gert í síðustu viku eftir að annar hundanna, Major Biden, sýndi af sér árásargjarna hegðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×