Valsmenn eiga tvenn verstu félagaskipti tímabilsins að mati Jóhanns Gunnars Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2021 12:30 Jóhann Gunnar Einarsson valdi fimm félagaskipti sem hafa ekki gengið upp í Olís-deild karla. stöð 2 sport Í Seinni bylgjunni á mánudaginn valdi Jóhann Gunnar Einarsson fimm hálf mislukkuð félagaskipti í Olís-deild karla í vetur. Valsmenn skipa tvö efstu sætin á listanum. „Til að reyna að orða þetta fallega eru þetta félagaskipti sem hafa kannski ekki gengið eins vel og menn vonuðst eftir,“ sagði Jóhann Gunnar. „Það er samt smá hrós að komast á þennan lista því þetta eru leikmenn sem mér finnst góðir en ekki hafa komið með það inn í sín nýju lið sem ég vonaðist eftir og veit að þeir geta.“ Í sætum fimm og fjögur eru tveir fyrrverandi leikmenn Fjölnis sem söðluðu um í sumar, Björgvin Páll Rúnarsson, sem gekk í raðir ÍR, og Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, sem fór í Aftureldingu. Í 3. sætinu er stórt nafn, Ólafur Gústafsson, sem KA fékk úr atvinnumennsku fyrir tímabilið. „Þetta er dálítið leiðinlegt. Hann kom með miklum krafti inn í deildina, raðaði inn mörkum og var aðalgæinn þarna. Þetta hefur ekki mikið með frammistöðu að gera, Óli er þekktur fyrir að vera meiddur og er búinn að missa af 7-8 leikjum í röð,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan - Topp 5 vonbrigðafélagaskipti Annað sætið á lista Jóhanns Gunnars skipar Tumi Steinn Rúnarsson sem fór aftur heim í Val fyrir tímabilið eftir tveggja ára dvöl hjá Aftureldingu. „Ég veit ekki hvort Valsararnir eru eitthvað pirraðir út í hann en hann er að spila rosalega lítið. Ég hélt hann myndi spila miklu meira. Mér finnst hann bara spila þegar þeir eru einum fleiri og ef Róbert Aron [Hostert] er meiddur. Annars fær hann ekki margar mínútur,“ sagði Jóhann Gunnar. Hann minntist á frábæra frammistöðu Tuma í sigri Vals á FH en sagði að hann hefði ekki náð að fylgja henni eftir. Á toppi listans er svo samherji Tuma hjá Val, ungverski markvörðurinn Martin Nagy. „Menn voru spenntir og töluðu um að hann væri að verja vel á æfingum og liti vel út. En hann varði ekki blöðru fyrstu tíu umferðirnar, ekki neitt. Þetta var það slæmt að Hreiðar Levý [Guðmundsson] þurfti að koma inn á æfingar,“ sagði Jóhann Gunnar. „Hingað til, ef maður tekur allt saman, hefur hann ekki staðið sig nógu vel. Undanfarnar 2-3 umferðir hefur hann verið frábær en það vantar meira upp á. Ég set meiri kröfur á útlending sem kemur í deildina. En þeir þurfa tíma.“ Topp fimm lista Jóhanns Gunnars má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
„Til að reyna að orða þetta fallega eru þetta félagaskipti sem hafa kannski ekki gengið eins vel og menn vonuðst eftir,“ sagði Jóhann Gunnar. „Það er samt smá hrós að komast á þennan lista því þetta eru leikmenn sem mér finnst góðir en ekki hafa komið með það inn í sín nýju lið sem ég vonaðist eftir og veit að þeir geta.“ Í sætum fimm og fjögur eru tveir fyrrverandi leikmenn Fjölnis sem söðluðu um í sumar, Björgvin Páll Rúnarsson, sem gekk í raðir ÍR, og Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, sem fór í Aftureldingu. Í 3. sætinu er stórt nafn, Ólafur Gústafsson, sem KA fékk úr atvinnumennsku fyrir tímabilið. „Þetta er dálítið leiðinlegt. Hann kom með miklum krafti inn í deildina, raðaði inn mörkum og var aðalgæinn þarna. Þetta hefur ekki mikið með frammistöðu að gera, Óli er þekktur fyrir að vera meiddur og er búinn að missa af 7-8 leikjum í röð,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan - Topp 5 vonbrigðafélagaskipti Annað sætið á lista Jóhanns Gunnars skipar Tumi Steinn Rúnarsson sem fór aftur heim í Val fyrir tímabilið eftir tveggja ára dvöl hjá Aftureldingu. „Ég veit ekki hvort Valsararnir eru eitthvað pirraðir út í hann en hann er að spila rosalega lítið. Ég hélt hann myndi spila miklu meira. Mér finnst hann bara spila þegar þeir eru einum fleiri og ef Róbert Aron [Hostert] er meiddur. Annars fær hann ekki margar mínútur,“ sagði Jóhann Gunnar. Hann minntist á frábæra frammistöðu Tuma í sigri Vals á FH en sagði að hann hefði ekki náð að fylgja henni eftir. Á toppi listans er svo samherji Tuma hjá Val, ungverski markvörðurinn Martin Nagy. „Menn voru spenntir og töluðu um að hann væri að verja vel á æfingum og liti vel út. En hann varði ekki blöðru fyrstu tíu umferðirnar, ekki neitt. Þetta var það slæmt að Hreiðar Levý [Guðmundsson] þurfti að koma inn á æfingar,“ sagði Jóhann Gunnar. „Hingað til, ef maður tekur allt saman, hefur hann ekki staðið sig nógu vel. Undanfarnar 2-3 umferðir hefur hann verið frábær en það vantar meira upp á. Ég set meiri kröfur á útlending sem kemur í deildina. En þeir þurfa tíma.“ Topp fimm lista Jóhanns Gunnars má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira