Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2021 18:11 Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins. RÚV Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. Siðanefnd RÚV taldi Helga hafa brotið siðareglur með ummælum sínum um Samherja á samfélagsmiðlum í áliti vegna kvörtunar Samherja í síðustu viku. Tíu aðrir fréttamenn sem Samherji kvartaði undan voru ekki taldir hafa brotið siðareglur. Helgi hefur meðal annars fjallað ítarlega um ásakanir um spillta viðskiptahætti útgerðarfyrirtækisins í Namibíu. Fyrirtækið greip til þess ráðs að framleiða myndbönd með ásökunum á hendur Helga og RÚV sem það greiddi fyrir að birta á samfélagsmiðlum í fyrra. Stjórn RÚV greindi frá því í dag að hún ætlaði ekki að bregðast við kröfu Samherja um að Helga yrði meinað að fjalla frekar um fyrirtækið. Hún taldi það ekki á sínu verksviði að hlutast til um störf fréttamanna. Í yfirlýsingu á vef RÚV segir Rakel fréttastjóri að stjórn opinbera hlutafélagsins hafi ekki getað komist að annarri niðurstöðu þar sem hún eigi enga aðkomu að ritstjórn. Umfjöllun Helga og fréttaskýringarþáttarins Kveiks standi. Telur Rakel ómögulegt að slíta ummæli Helga sem voru talin stríða gegn siðareglum úr samhengi við það sem hún kallar „aðför eða herferð“ sem fulltrúar Samherja hafi skipulagt gegn frétta- og blaðamönnum sem hafa fjallað um málefni fyrirtækisins síðustu misseri. „Aðför sem hefur þann eina tilgang að kæfa gagnrýna umræðu og koma í veg fyrir að fréttamenn geti sinnt starfi sínu. Að skjóta sendiboðann svo upplýsingar skili sér ekki til almennings,“ segir fréttastjórinn. Vísar hún til myndbandanna sem Samherji lét vinna með ásökunum gegn fréttamönnum RÚV. Lýsir hún þeim sem kerfisbundinni atlögu fyrirtækis sem sé einsdæmi á Íslandi og grafalvarleg. „Í persónulegum árásum stórfyrirtækja gegn einstaklingum felst ofbeldi sem ekki verður við unað. Það er ógerningur að slíta þau ummæli Helga, sem nefndin taldi brotleg, úr samhengi við þessa aðför,“ segir í yfirlýsingu Rakelar. Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00 Gamla siðanefndin taldi ekki búandi við siðareglur RÚV Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður var formaður siðanefndar Ríkisútvarpsins en nefndin hætti störfum vegna vankanta á siðareglunum. 31. mars 2021 10:56 Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. 29. mars 2021 13:08 Stjórn Félags fréttamanna: „Samherji kastaði stóru neti og veiddi eina siðanefnd“ Stjórn Félags fréttamanna, stéttafélags fréttamanna á RÚV, sendi í dag frá sér ályktun vegna niðurstöðu siðanefndar RÚV vegna kæru Samherja á hendur ellefu fréttamönnum. Þar lýsir stjórnin vonbrigðum með niðurstöðuna og segist hafa áhyggjur af því hvaða afleiðingar niðurstaðan geti haft á gagnrýna fjölmiðlun. 27. mars 2021 18:42 Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. 26. mars 2021 16:21 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Siðanefnd RÚV taldi Helga hafa brotið siðareglur með ummælum sínum um Samherja á samfélagsmiðlum í áliti vegna kvörtunar Samherja í síðustu viku. Tíu aðrir fréttamenn sem Samherji kvartaði undan voru ekki taldir hafa brotið siðareglur. Helgi hefur meðal annars fjallað ítarlega um ásakanir um spillta viðskiptahætti útgerðarfyrirtækisins í Namibíu. Fyrirtækið greip til þess ráðs að framleiða myndbönd með ásökunum á hendur Helga og RÚV sem það greiddi fyrir að birta á samfélagsmiðlum í fyrra. Stjórn RÚV greindi frá því í dag að hún ætlaði ekki að bregðast við kröfu Samherja um að Helga yrði meinað að fjalla frekar um fyrirtækið. Hún taldi það ekki á sínu verksviði að hlutast til um störf fréttamanna. Í yfirlýsingu á vef RÚV segir Rakel fréttastjóri að stjórn opinbera hlutafélagsins hafi ekki getað komist að annarri niðurstöðu þar sem hún eigi enga aðkomu að ritstjórn. Umfjöllun Helga og fréttaskýringarþáttarins Kveiks standi. Telur Rakel ómögulegt að slíta ummæli Helga sem voru talin stríða gegn siðareglum úr samhengi við það sem hún kallar „aðför eða herferð“ sem fulltrúar Samherja hafi skipulagt gegn frétta- og blaðamönnum sem hafa fjallað um málefni fyrirtækisins síðustu misseri. „Aðför sem hefur þann eina tilgang að kæfa gagnrýna umræðu og koma í veg fyrir að fréttamenn geti sinnt starfi sínu. Að skjóta sendiboðann svo upplýsingar skili sér ekki til almennings,“ segir fréttastjórinn. Vísar hún til myndbandanna sem Samherji lét vinna með ásökunum gegn fréttamönnum RÚV. Lýsir hún þeim sem kerfisbundinni atlögu fyrirtækis sem sé einsdæmi á Íslandi og grafalvarleg. „Í persónulegum árásum stórfyrirtækja gegn einstaklingum felst ofbeldi sem ekki verður við unað. Það er ógerningur að slíta þau ummæli Helga, sem nefndin taldi brotleg, úr samhengi við þessa aðför,“ segir í yfirlýsingu Rakelar.
Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00 Gamla siðanefndin taldi ekki búandi við siðareglur RÚV Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður var formaður siðanefndar Ríkisútvarpsins en nefndin hætti störfum vegna vankanta á siðareglunum. 31. mars 2021 10:56 Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. 29. mars 2021 13:08 Stjórn Félags fréttamanna: „Samherji kastaði stóru neti og veiddi eina siðanefnd“ Stjórn Félags fréttamanna, stéttafélags fréttamanna á RÚV, sendi í dag frá sér ályktun vegna niðurstöðu siðanefndar RÚV vegna kæru Samherja á hendur ellefu fréttamönnum. Þar lýsir stjórnin vonbrigðum með niðurstöðuna og segist hafa áhyggjur af því hvaða afleiðingar niðurstaðan geti haft á gagnrýna fjölmiðlun. 27. mars 2021 18:42 Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. 26. mars 2021 16:21 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00
Gamla siðanefndin taldi ekki búandi við siðareglur RÚV Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður var formaður siðanefndar Ríkisútvarpsins en nefndin hætti störfum vegna vankanta á siðareglunum. 31. mars 2021 10:56
Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. 29. mars 2021 13:08
Stjórn Félags fréttamanna: „Samherji kastaði stóru neti og veiddi eina siðanefnd“ Stjórn Félags fréttamanna, stéttafélags fréttamanna á RÚV, sendi í dag frá sér ályktun vegna niðurstöðu siðanefndar RÚV vegna kæru Samherja á hendur ellefu fréttamönnum. Þar lýsir stjórnin vonbrigðum með niðurstöðuna og segist hafa áhyggjur af því hvaða afleiðingar niðurstaðan geti haft á gagnrýna fjölmiðlun. 27. mars 2021 18:42
Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. 26. mars 2021 16:21