Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2021 08:51 Áhuginn á eldsumbrotum í Geldingadölum er mikill. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. „Klukkutíma fyrir opnun var fólk, ekki í miklum mæli þó, farið að mæta á staðinn og bíða eftir opnun,“ segir Gunnar Schram yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi nú í morgun. Opnað er fyrir umferð á svæðinu klukkan sex, og því ljóst að aðeins mestu morgunhanar hafa tök á því að mæta klukkutíma fyrir opnun. Gunnar segir það hafa gerst alla dagana að einhverjir gosáhugamenn mæti vel fyrir opnun, til að geta gengið svo til hindrunarlaust að gosstöðvunum og verið þar í sem mestu næði áður en umferðin byrjar fyrir alvöru. Gekk vel meðan bjart var Aðspurður segir Gunnar að engin meiriháttar slys hafi orðið á gönguleiðinni eða við gosstöðvarnar í gær. Dagurinn hafi gengið sérstaklega vel, en eitthvað hafi verið um minniháttar meiðsli þegar tók að rökkva. „Í birtingu var ekkert um það en eftir að fór að rökkva og fólk farið að tínast niður frá gosstöðvunum var eitt og eitt tilvik, eitthvað gönguhnjask og þreyta. Þá þurftum við að aðstoða fólk af fjallinu.“ Gunnari telst til að einn hafi þurft að flytja með sjúkrabíl af svæðinu, en hann væri þó ekki alvarlega slasaður. Hugur í hópnum Eins og áður hefur verið fjallað um veldur umferðin á gosstöðvarnar talsverðu álagi á lögreglu og björgunarsveitir. Gunnar segir hug í hópnum sem sér um gæslu á svæðinu, þó traffíkin reyni á kerfið. „Við erum alltaf að bregðast við breytilegum aðstæðum og reyna að færa okkur í réttari átt með skipulagið. Þetta gekk mjög vel í gær og svo gefur okkur ákveðin fyrirheit. Fram undan er páskahelgi og frídagar hjá fólki, við eigum eftir að sjá hvernig þetta kerfi ræður við það,“ segir Gunnar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Ræða grímuskyldu við gosstöðvarnar Almannavarnir skoða nú hvort tekin verði upp grímuskylda við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Tugir þúsunda manna hafa lagt leið sína að gosinu undanfarna viku en engin grunur hefur komið upp um að kórónuveira hafi smitast á milli fólks þar enn sem komið er. 31. mars 2021 18:43 RAX yfir eldgosinu í 360° myndbandi Þegar náttúran lætur til sín taka er ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, best þekktur sem RAX, ekki langt undan. Hann hefur flogið fjórum sinnum yfir eldgosinu í Geldingadal til að mynda en gosið tekur stöðugum breytingum. 31. mars 2021 15:46 Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. 31. mars 2021 11:51 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
„Klukkutíma fyrir opnun var fólk, ekki í miklum mæli þó, farið að mæta á staðinn og bíða eftir opnun,“ segir Gunnar Schram yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi nú í morgun. Opnað er fyrir umferð á svæðinu klukkan sex, og því ljóst að aðeins mestu morgunhanar hafa tök á því að mæta klukkutíma fyrir opnun. Gunnar segir það hafa gerst alla dagana að einhverjir gosáhugamenn mæti vel fyrir opnun, til að geta gengið svo til hindrunarlaust að gosstöðvunum og verið þar í sem mestu næði áður en umferðin byrjar fyrir alvöru. Gekk vel meðan bjart var Aðspurður segir Gunnar að engin meiriháttar slys hafi orðið á gönguleiðinni eða við gosstöðvarnar í gær. Dagurinn hafi gengið sérstaklega vel, en eitthvað hafi verið um minniháttar meiðsli þegar tók að rökkva. „Í birtingu var ekkert um það en eftir að fór að rökkva og fólk farið að tínast niður frá gosstöðvunum var eitt og eitt tilvik, eitthvað gönguhnjask og þreyta. Þá þurftum við að aðstoða fólk af fjallinu.“ Gunnari telst til að einn hafi þurft að flytja með sjúkrabíl af svæðinu, en hann væri þó ekki alvarlega slasaður. Hugur í hópnum Eins og áður hefur verið fjallað um veldur umferðin á gosstöðvarnar talsverðu álagi á lögreglu og björgunarsveitir. Gunnar segir hug í hópnum sem sér um gæslu á svæðinu, þó traffíkin reyni á kerfið. „Við erum alltaf að bregðast við breytilegum aðstæðum og reyna að færa okkur í réttari átt með skipulagið. Þetta gekk mjög vel í gær og svo gefur okkur ákveðin fyrirheit. Fram undan er páskahelgi og frídagar hjá fólki, við eigum eftir að sjá hvernig þetta kerfi ræður við það,“ segir Gunnar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Ræða grímuskyldu við gosstöðvarnar Almannavarnir skoða nú hvort tekin verði upp grímuskylda við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Tugir þúsunda manna hafa lagt leið sína að gosinu undanfarna viku en engin grunur hefur komið upp um að kórónuveira hafi smitast á milli fólks þar enn sem komið er. 31. mars 2021 18:43 RAX yfir eldgosinu í 360° myndbandi Þegar náttúran lætur til sín taka er ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, best þekktur sem RAX, ekki langt undan. Hann hefur flogið fjórum sinnum yfir eldgosinu í Geldingadal til að mynda en gosið tekur stöðugum breytingum. 31. mars 2021 15:46 Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. 31. mars 2021 11:51 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
Ræða grímuskyldu við gosstöðvarnar Almannavarnir skoða nú hvort tekin verði upp grímuskylda við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Tugir þúsunda manna hafa lagt leið sína að gosinu undanfarna viku en engin grunur hefur komið upp um að kórónuveira hafi smitast á milli fólks þar enn sem komið er. 31. mars 2021 18:43
RAX yfir eldgosinu í 360° myndbandi Þegar náttúran lætur til sín taka er ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, best þekktur sem RAX, ekki langt undan. Hann hefur flogið fjórum sinnum yfir eldgosinu í Geldingadal til að mynda en gosið tekur stöðugum breytingum. 31. mars 2021 15:46
Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. 31. mars 2021 11:51