Páskaskrautið: Stærstu mistökin að ofhlaða Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 2. apríl 2021 15:00 Innanhússráðgjafinn og útstillingarhönnuðurinn Elva Ágústsdóttir gefur lesendum Vísis góð ráð varðandi páskaskreytingar. „Ég er almennt frekar íhaldssöm þegar kemur að skreytingum fyrir hátíðardaga eins og páska og jól og fer alls ekki fram úr mér þegar kemur að skrauti,“ segir Elva Ágústsdóttir innanhússráðgjafi og útstillingahönnuður. Elva býr ásamt strákunum sínum þremur í Kópavogi og sjálf segist hún ekki skreyta mikið heima fyrir. Elva segist leggja áherslu á það að skreyta matarborðið þegar kemur að því að skreyta fyrir páskana. Sostrene Grene „Ég legg samt sem áður mikla áherslu á matarborðið og held fast í þá hefð að útbúa girnilegan bröns á páskadag þar sem ég elska að nostra við útkomu borðsins. Það gleður einstaklega mikið að heyra viðbrögðin hjá þeim sem setjast til borðs og ég trúi því að við njótum matarins og samverunnar örlítið betur þegar borðið er fallega skreytt. Á páskunum vel ég ljósan pastellitaðan hördúk, kerti og umfram allt eru lifandi blóm á borðinu sem binda þetta allt saman.“ Hvernig skreytir þú hjá þér fyrir þessa páska? „Ég vel að setja nokkrar greinar í vasa sem springa út en einnig fersk blóm sem gefa góðan angan og fylla heimilið af vori sem er rétt handan við hornið. Ég keypti til að mynda fölbleikar Oriental liljur og Valmúa þetta árið, ásamt öðrum litlum vöndum sem enda á matarborðinu og skreyta þannig borðhaldið alla páskahátíðina. Það er gaman að taka beygju frá hefðbundnum blómum enda er úrvalið glæsilegt í betri blómabúðum bæjarins.“ Snúningskerti í allskonar litum eru mjög vinsæl þessa dagana. Signebay Heldur þú að það geti verið að fólk mikli það fyrir sér að skreyta? “Já og nei – ég held að það séu margir sem sleppa því alfarið að punta hjá sér fyrir páskana á meðan aðrir fara alla leið. Fólk er meira afslappað á þessum tíma í samanburði við jólin, þannig á það að vera – ekkert stress, bara eintóm notalegheit, málshættir og samvera.“ Hver finnst þér persónulega vera helstu mistökin hjá fólki þegar það skreytir? „Að ofhlaða. Sumir eru gjarnir á að ofhlaða allskyns skrauti og dreifa þá skrautinu um allt hús í stað þess að grúppa það betur saman. Það getur verið fallegt að nota bakka og raða á hann skrauti og jafnvel kertum þar sem uppstillingin myndar ákveðna stemningu og má þá flytja á milli staða eftir þörfum.“ Getur þú gefið nokkrar hugmyndir varðandi páskaskreytingar? „Það má leika sér á ótal vegu til dæmis með tauservíettur – búa til lítil eyru eða binda þær upp með ólíkum hnútum og leggja jafnvel blóm þar á. Setja blóm í nokkra misháa vasa til að hafa á borði ásamt litlum skálum með sætum syndum til að narta í. Klassískt er að mála á egg og hengja upp á greinar, en það má líka fara í skógarbað með fjölskyldunni og ná sér í leiðinni í nokkrar stærri greinar til að hengja upp yfir matarborðið eða út í glugga – það kemur mjög skemmtilega út.“ Pastellitir, fersk blóm og egg setja fallegan svip á páskaveisluborðið. Stonegableblog.com Er eitthvað sérstakt sem er í tísku núna þegar kemur að páskaskreytingum? „Greinar, blóm og lítil egg í öllum stærðum og gerðum – allt frá hangandi á grein yfir í lítil súkkulaðiegg sem prýða eftirréttinn. Eins eru pastellituð snúningskerti vinsæl þessi dægrin og má finna í fjölda verslana. Og ekki má gleyma marengsbombum! Marengs telst kannski ekki sem „tískuvara“, en er engu að síður vinsæll á páskum því hann má skreyta á marga ólíka vegu sem og baka í minni útgáfum og þá hugsuð sem lítil hreiður.“ Færðu þér sjálf páskaegg? „Einfalda svarið er „já“ – en flókna svarið er að ég fæ gríðarlegan valkvíða á hverju ári með val á eggi. Ég væri helst til í miniature af öllum eggjum til að geta smakkað þau sem flest. Annars er ég búin að háma í mig ógrynni af páskalakkrísinum frá Johan Bülow, sem kallast Banana Twist en ég verð óstöðvandi þegar lakkrísinn lendir fyrir framan mig.“ Það er gaman að leika sér með formið á tauservíettum þegar skreyta á matarborðið. Unalife.de Margengs og lítil páskaegg eru skemmtileg skreyting sem gestirnir geta svo lagt sér til munns. Sayyes.com Blómið Valbúi. Signebay Páskar Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Elva býr ásamt strákunum sínum þremur í Kópavogi og sjálf segist hún ekki skreyta mikið heima fyrir. Elva segist leggja áherslu á það að skreyta matarborðið þegar kemur að því að skreyta fyrir páskana. Sostrene Grene „Ég legg samt sem áður mikla áherslu á matarborðið og held fast í þá hefð að útbúa girnilegan bröns á páskadag þar sem ég elska að nostra við útkomu borðsins. Það gleður einstaklega mikið að heyra viðbrögðin hjá þeim sem setjast til borðs og ég trúi því að við njótum matarins og samverunnar örlítið betur þegar borðið er fallega skreytt. Á páskunum vel ég ljósan pastellitaðan hördúk, kerti og umfram allt eru lifandi blóm á borðinu sem binda þetta allt saman.“ Hvernig skreytir þú hjá þér fyrir þessa páska? „Ég vel að setja nokkrar greinar í vasa sem springa út en einnig fersk blóm sem gefa góðan angan og fylla heimilið af vori sem er rétt handan við hornið. Ég keypti til að mynda fölbleikar Oriental liljur og Valmúa þetta árið, ásamt öðrum litlum vöndum sem enda á matarborðinu og skreyta þannig borðhaldið alla páskahátíðina. Það er gaman að taka beygju frá hefðbundnum blómum enda er úrvalið glæsilegt í betri blómabúðum bæjarins.“ Snúningskerti í allskonar litum eru mjög vinsæl þessa dagana. Signebay Heldur þú að það geti verið að fólk mikli það fyrir sér að skreyta? “Já og nei – ég held að það séu margir sem sleppa því alfarið að punta hjá sér fyrir páskana á meðan aðrir fara alla leið. Fólk er meira afslappað á þessum tíma í samanburði við jólin, þannig á það að vera – ekkert stress, bara eintóm notalegheit, málshættir og samvera.“ Hver finnst þér persónulega vera helstu mistökin hjá fólki þegar það skreytir? „Að ofhlaða. Sumir eru gjarnir á að ofhlaða allskyns skrauti og dreifa þá skrautinu um allt hús í stað þess að grúppa það betur saman. Það getur verið fallegt að nota bakka og raða á hann skrauti og jafnvel kertum þar sem uppstillingin myndar ákveðna stemningu og má þá flytja á milli staða eftir þörfum.“ Getur þú gefið nokkrar hugmyndir varðandi páskaskreytingar? „Það má leika sér á ótal vegu til dæmis með tauservíettur – búa til lítil eyru eða binda þær upp með ólíkum hnútum og leggja jafnvel blóm þar á. Setja blóm í nokkra misháa vasa til að hafa á borði ásamt litlum skálum með sætum syndum til að narta í. Klassískt er að mála á egg og hengja upp á greinar, en það má líka fara í skógarbað með fjölskyldunni og ná sér í leiðinni í nokkrar stærri greinar til að hengja upp yfir matarborðið eða út í glugga – það kemur mjög skemmtilega út.“ Pastellitir, fersk blóm og egg setja fallegan svip á páskaveisluborðið. Stonegableblog.com Er eitthvað sérstakt sem er í tísku núna þegar kemur að páskaskreytingum? „Greinar, blóm og lítil egg í öllum stærðum og gerðum – allt frá hangandi á grein yfir í lítil súkkulaðiegg sem prýða eftirréttinn. Eins eru pastellituð snúningskerti vinsæl þessi dægrin og má finna í fjölda verslana. Og ekki má gleyma marengsbombum! Marengs telst kannski ekki sem „tískuvara“, en er engu að síður vinsæll á páskum því hann má skreyta á marga ólíka vegu sem og baka í minni útgáfum og þá hugsuð sem lítil hreiður.“ Færðu þér sjálf páskaegg? „Einfalda svarið er „já“ – en flókna svarið er að ég fæ gríðarlegan valkvíða á hverju ári með val á eggi. Ég væri helst til í miniature af öllum eggjum til að geta smakkað þau sem flest. Annars er ég búin að háma í mig ógrynni af páskalakkrísinum frá Johan Bülow, sem kallast Banana Twist en ég verð óstöðvandi þegar lakkrísinn lendir fyrir framan mig.“ Það er gaman að leika sér með formið á tauservíettum þegar skreyta á matarborðið. Unalife.de Margengs og lítil páskaegg eru skemmtileg skreyting sem gestirnir geta svo lagt sér til munns. Sayyes.com Blómið Valbúi. Signebay
Páskar Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira