Inter gæti þurft að selja Lukaku vegna bágrar fjárhagsstöðu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2021 12:00 Lukaku kann vel við sig hjá Inter en gæti verið seldur í sumar vegna fjárhagsstöðu félagsins. Chris Ricco/Getty Images Inter Milan virðist loks vera búið að stöðva einokun Juventus á ítalska meistaratitlinum. Fátt virðist geta stöðvað liðið sem trónir nú á toppi Serie A-deildarinnar en slæm fjárhagsstaða liðsins gæti þýtt að bestu menn þess séu til sölu í sumar. Þar á meðal er belgíski markahrókurinn Romelu Lukaku sem hefur verið frábær síðan hann gekk í raðir Inter sumarið 2019. Ítalski miðillinn Corriere dello Sport greindi frá. Antonio Conte, þjálfari Inter, hefur sótt hvern leikmanninn á fætur öðrum síðan hann tók við og nú loksins virðist sem 11 ára bið félagsins sé á enda. Meistaratitillinn er í augsýn en ef marka má fregnir frá meginlandinu verður erfitt fyrir Inter að berjast um titilinn á næsta ári. Kórónufaraldurinn hefur haft slæmt áhrif á félagið sem er talið koma út úr núverandi leiktíð rúmar 120 til 140 milljónir evra í mínus. Kínverskir eigendur Inter þurftu að leggja niður liðið sem þeir áttu í heimalandinu, og það aðeins þremur mánuðum eftir að það varð meistari þar í landi. Til að bæta gráu ofan á svart þá ku Inter enn skulda Manchester United 43 punda fyrir Lukaku og því gæti eina lausnin verið selja hinn 27 ára gamla framherja. Talið er að Inter vilji 120 milljónir evra í sinn vasa en eins og staðan er í dag er erfitt að sjá hvaða lið ætti að punga út þeirri upphæð. Lukaku er ekki eini leikmaður Inter sem er orðaður við önnur félög en varnarmaðurinn Milan Skriniar er sífellt orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni. Lautaro Martinez, hinn framherji Inter, var orðaður við Barcelona síðasta sumar en fór á endanum ekki fet og gerir það eflaust ekki í sumar þar sem Börsungar eru á barmi gjaldþrots. Þá var Daninn Christian Eriksen orðaður frá félaginu en hann hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og virðist í plönum Conte í dag. Lukaku hefur sjálfur sagt að hann hafi engan áhuga á því að fara. Hann njóti sín hjá Inter og vilji vera þar áfram. Belginn hefur skorað 19 mörk í Serie á leiktíðinni ásamt því að leggja upp sjö mörk til viðbótar. Þá er hann orðinn markahæsti leikmaður belgíska landsliðsins frá upphafi. Inter Milan heimsækir Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Sjá meira
Þar á meðal er belgíski markahrókurinn Romelu Lukaku sem hefur verið frábær síðan hann gekk í raðir Inter sumarið 2019. Ítalski miðillinn Corriere dello Sport greindi frá. Antonio Conte, þjálfari Inter, hefur sótt hvern leikmanninn á fætur öðrum síðan hann tók við og nú loksins virðist sem 11 ára bið félagsins sé á enda. Meistaratitillinn er í augsýn en ef marka má fregnir frá meginlandinu verður erfitt fyrir Inter að berjast um titilinn á næsta ári. Kórónufaraldurinn hefur haft slæmt áhrif á félagið sem er talið koma út úr núverandi leiktíð rúmar 120 til 140 milljónir evra í mínus. Kínverskir eigendur Inter þurftu að leggja niður liðið sem þeir áttu í heimalandinu, og það aðeins þremur mánuðum eftir að það varð meistari þar í landi. Til að bæta gráu ofan á svart þá ku Inter enn skulda Manchester United 43 punda fyrir Lukaku og því gæti eina lausnin verið selja hinn 27 ára gamla framherja. Talið er að Inter vilji 120 milljónir evra í sinn vasa en eins og staðan er í dag er erfitt að sjá hvaða lið ætti að punga út þeirri upphæð. Lukaku er ekki eini leikmaður Inter sem er orðaður við önnur félög en varnarmaðurinn Milan Skriniar er sífellt orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni. Lautaro Martinez, hinn framherji Inter, var orðaður við Barcelona síðasta sumar en fór á endanum ekki fet og gerir það eflaust ekki í sumar þar sem Börsungar eru á barmi gjaldþrots. Þá var Daninn Christian Eriksen orðaður frá félaginu en hann hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og virðist í plönum Conte í dag. Lukaku hefur sjálfur sagt að hann hafi engan áhuga á því að fara. Hann njóti sín hjá Inter og vilji vera þar áfram. Belginn hefur skorað 19 mörk í Serie á leiktíðinni ásamt því að leggja upp sjö mörk til viðbótar. Þá er hann orðinn markahæsti leikmaður belgíska landsliðsins frá upphafi. Inter Milan heimsækir Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Sjá meira