Svefn á ekki að vera afgangsstærð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. apríl 2021 21:02 Vinkonurnar og samstarfskonurnar, talið frá vinstri, Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og lýðheilsufræðingur, Kristín Sigurðardóttir slysa- og bráðalæknir og Gyða Dröfn Tryggvadóttir, sem starfar sem meðvirkniráðgjafi, kennari og fyrirlesari á sviði meðvirkni og núvitundar stóðu fyrir námskeiðinu í Grímsborgum. Þær verða með annað námskeið þar í byrjun maí. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er ekki flott að sofa lítið, við eigum að virða svefninn og gefum okkur tíma til að sofa.“ . Þetta segir heimilislæknir, sem vinnur meðal annars með svefn fólks. Nýlega var haldið fimm daga námskeið fyrir lækna á Grímsborgum í Grímsnes- og Grafningshreppi þar sem megin áherslan var lögð á streitu, seiglu, svefn og líkamsklukkuna, álag og ósjálfráða taugakerfið og um meðvirkni svo eitthvað sé nefnt. Góður svefn er eitt af því sem læknar ráðleggja skjólstæðingum sínum og þetta er eitt af ráðunum. „Virða svefninn, virða svefntímann, þetta er ekki einhver afgangsstærð, þar sem þykir flott að sofa lítið, það er mikill misskilningur. Þannig að virðum svefntímann og gefur okkur tíma til að sofa og búum til þær aðstæður í okkar lífi að við getum sofið,“ segir Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir og lýðheilsufræðingur og einn af fyrirlesurum á námskeiðinu. Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og lýðheilsufræðingur , sem var einn af fyrirlesurum á námskeiðinu fyrir lækna, sem haldið var nýlega í Grímsborgum. Hún fjallaði m.a. um svefn og líkamsklukkuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað eigum við að sofa mikið ? „Meðalmaðurinn þarf sjö til átta tíma að nóttu til. Minna er ekki gott og meira er ekki gott heldur. Það eru margir sem átta sig ekki á því að það er ekki heldur gott að sofa of mikið, þannig að yfir níu tíma er ekki eðlilegt, þannig að sjö til átta fær vinninginn“, segir Erla og bætir við að henni finnist fólk oft kærulaust með svefninn. „Já, það finnst mér oft á tíðum. Þetta hefur kannski ekki fengið alveg það mikilvægi, sem mér finnst svefninn eiga skilið. Þannig að mig langar svo að fólk átti sig á því hvað það eru ótrúlega merkilegir hlutir að gerst í líkama okkar og heilanum þegar við sofum, sem er bara mjög nauðsynlegur hluti af góðri heilsu.“ Á námskeiðinu var m.a. fjallað um svefn og líkamsklukkuna, álag og ósjálfráða taugakerfið og um meðvirkni svo eitthvað sé nefnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Heilsa Heilbrigðismál Svefn Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Nýlega var haldið fimm daga námskeið fyrir lækna á Grímsborgum í Grímsnes- og Grafningshreppi þar sem megin áherslan var lögð á streitu, seiglu, svefn og líkamsklukkuna, álag og ósjálfráða taugakerfið og um meðvirkni svo eitthvað sé nefnt. Góður svefn er eitt af því sem læknar ráðleggja skjólstæðingum sínum og þetta er eitt af ráðunum. „Virða svefninn, virða svefntímann, þetta er ekki einhver afgangsstærð, þar sem þykir flott að sofa lítið, það er mikill misskilningur. Þannig að virðum svefntímann og gefur okkur tíma til að sofa og búum til þær aðstæður í okkar lífi að við getum sofið,“ segir Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir og lýðheilsufræðingur og einn af fyrirlesurum á námskeiðinu. Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og lýðheilsufræðingur , sem var einn af fyrirlesurum á námskeiðinu fyrir lækna, sem haldið var nýlega í Grímsborgum. Hún fjallaði m.a. um svefn og líkamsklukkuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað eigum við að sofa mikið ? „Meðalmaðurinn þarf sjö til átta tíma að nóttu til. Minna er ekki gott og meira er ekki gott heldur. Það eru margir sem átta sig ekki á því að það er ekki heldur gott að sofa of mikið, þannig að yfir níu tíma er ekki eðlilegt, þannig að sjö til átta fær vinninginn“, segir Erla og bætir við að henni finnist fólk oft kærulaust með svefninn. „Já, það finnst mér oft á tíðum. Þetta hefur kannski ekki fengið alveg það mikilvægi, sem mér finnst svefninn eiga skilið. Þannig að mig langar svo að fólk átti sig á því hvað það eru ótrúlega merkilegir hlutir að gerst í líkama okkar og heilanum þegar við sofum, sem er bara mjög nauðsynlegur hluti af góðri heilsu.“ Á námskeiðinu var m.a. fjallað um svefn og líkamsklukkuna, álag og ósjálfráða taugakerfið og um meðvirkni svo eitthvað sé nefnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Heilsa Heilbrigðismál Svefn Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira