De Gea fær dágóða upphæð ákveði Man United að losa sig við hann í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2021 10:01 David De Gea gæti verið á förum frá Manchester United. EPA-EFE/Andy Rain Nýjasta slúðrið á Bretlandseyjum er að Manchester United gæti reynt að losa sig við spænska markvörðinn David De Gea í sumar. Það er ljóst að ef svo fer mun félagið þurfa borga De Gea ágætis summu enda er hann talinn launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Það er ljóst að ef svo fer mun félagið þurfa borga De Gea ágætis summu enda er hann talinn launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Samkvæmt helgarslúðrinu – sem er nú oft lítið sem ekkert að marka – gæti Ole Gunnar Solskjær tekið til í markvarðarmálum Manchester United í sumar. Sem stendur eru David De Gea og Dean Henderson að berjast um stöðu aðalmarkvarðar. Englendingurinn ungi hefur heillað í fjarveru De Gea og er talið að sá spænski gæti viljað flytja aftur til Spánar eftir að kærasta hans, söngkonan Edurne, eignaðist þeirra fyrsta barn nýverið. Sjálfur hefur De Gea þó ekki gefið slíkum sögusögnum undir fótinn. We are grateful for your wishes! New red devil comes to the family https://t.co/B9XEtEVH5X— David de Gea (@D_DeGea) March 6, 2021 Hinn 38 ára gamli Lee Grant er þriðji markvörður liðsins sem stendur en hann rennur út á samning í sumar líkt og Sergio Romero sem er enn hjá félaginu þó svo að hann hafi hvorki verið skráðu í leikmannahóp liðsins í ensku úrvalsdeildinni né Evrópudeildinni. Hinn 24 ára gamli Joel Pereira á láni hjá Huddersfield Town í ensku B-deildinni. Þar fær hann að verma bekkinn en ef verður af þessari miklu hreinsun hjá Man Utd gæti hann setið á varamannabekk Old Trafford á næstu leiktíð. Samningur De Gea rennur ekki út fyrr en sumarið 2023 og þá getur United framlengt hann um ár til viðbótar. Miðað við stöðu flestra knattspyrnuliða í heiminum í dag vegna Covid-19 er erfitt að sjá eitthvað lið punga út tugum milljónum punda sem og himinháum launum fyrir markvörð sem er talinn vera á leiðinni niður hæðina. Reports claim that Manchester United will have to hand top earner David de Gea a sizeable pay-off if he were to lead a huge keeper clear-out at Old Trafford in the summer.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 4, 2021 Ef Man Utd tekst að selja hann er nær öruggt að félagið þarf að borga hann út. Það er borga hluta af laununum sem hann verður af með því að skrifa undir hjá öðru félagi. Það er eitthvað sem hefur einkennt Manchester United undanfarin ár en félagið hefur oftar en ekki skotið sig í fótinn þegar kemur að himinháum samningum við leikmenn sem eru einfaldlega búnir á hæsta stigi. Man Utd borgaði til að mynda upp samning Wayne Rooney og Bastian Schweinsteiger áður en þeir héldu í MLS-deildina í Bandaríkjunum. Þá þurfti að borga upp allavega hluta af samning Alexis Sanchez áður en hann samdi við Inter Milan. Það gæti því vel verið að Solskjær ákveði einfaldlega að henda De Gea á bekkinn og vona að hann biðji um sölu þegar félagaskiptaglugginn opnar. Það verður einfaldlega bara að koma í ljós. David De Gea var ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Brighton í gær. Aðspurður sagði Ole Gunnar Solskjaer að það eina sem það þýddi væri að liðið væri með tvo virkilega góða markmenn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Það er ljóst að ef svo fer mun félagið þurfa borga De Gea ágætis summu enda er hann talinn launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Samkvæmt helgarslúðrinu – sem er nú oft lítið sem ekkert að marka – gæti Ole Gunnar Solskjær tekið til í markvarðarmálum Manchester United í sumar. Sem stendur eru David De Gea og Dean Henderson að berjast um stöðu aðalmarkvarðar. Englendingurinn ungi hefur heillað í fjarveru De Gea og er talið að sá spænski gæti viljað flytja aftur til Spánar eftir að kærasta hans, söngkonan Edurne, eignaðist þeirra fyrsta barn nýverið. Sjálfur hefur De Gea þó ekki gefið slíkum sögusögnum undir fótinn. We are grateful for your wishes! New red devil comes to the family https://t.co/B9XEtEVH5X— David de Gea (@D_DeGea) March 6, 2021 Hinn 38 ára gamli Lee Grant er þriðji markvörður liðsins sem stendur en hann rennur út á samning í sumar líkt og Sergio Romero sem er enn hjá félaginu þó svo að hann hafi hvorki verið skráðu í leikmannahóp liðsins í ensku úrvalsdeildinni né Evrópudeildinni. Hinn 24 ára gamli Joel Pereira á láni hjá Huddersfield Town í ensku B-deildinni. Þar fær hann að verma bekkinn en ef verður af þessari miklu hreinsun hjá Man Utd gæti hann setið á varamannabekk Old Trafford á næstu leiktíð. Samningur De Gea rennur ekki út fyrr en sumarið 2023 og þá getur United framlengt hann um ár til viðbótar. Miðað við stöðu flestra knattspyrnuliða í heiminum í dag vegna Covid-19 er erfitt að sjá eitthvað lið punga út tugum milljónum punda sem og himinháum launum fyrir markvörð sem er talinn vera á leiðinni niður hæðina. Reports claim that Manchester United will have to hand top earner David de Gea a sizeable pay-off if he were to lead a huge keeper clear-out at Old Trafford in the summer.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 4, 2021 Ef Man Utd tekst að selja hann er nær öruggt að félagið þarf að borga hann út. Það er borga hluta af laununum sem hann verður af með því að skrifa undir hjá öðru félagi. Það er eitthvað sem hefur einkennt Manchester United undanfarin ár en félagið hefur oftar en ekki skotið sig í fótinn þegar kemur að himinháum samningum við leikmenn sem eru einfaldlega búnir á hæsta stigi. Man Utd borgaði til að mynda upp samning Wayne Rooney og Bastian Schweinsteiger áður en þeir héldu í MLS-deildina í Bandaríkjunum. Þá þurfti að borga upp allavega hluta af samning Alexis Sanchez áður en hann samdi við Inter Milan. Það gæti því vel verið að Solskjær ákveði einfaldlega að henda De Gea á bekkinn og vona að hann biðji um sölu þegar félagaskiptaglugginn opnar. Það verður einfaldlega bara að koma í ljós. David De Gea var ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Brighton í gær. Aðspurður sagði Ole Gunnar Solskjaer að það eina sem það þýddi væri að liðið væri með tvo virkilega góða markmenn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira