Opna Píeta hús á Akureyri í sumar Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2021 14:03 Búið er að tryggja fjármagn fyrir rekstur hússins á Akureyri í eitt ár. Samsett Píeta samtökin munu opna sitt fyrsta útibú á landsbyggðinni í sumar þegar þau opna starfsstöð á Akureyri. Birgir Örn Steinarsson, sálfræðingur hjá Píeta samtökunum og listamaður, mun sinna stöðu forstöðumanns á Akureyri. Píeta eru forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfskaða og opnuðu fyrsta Píetahúsið á Íslandi árið 2018 við Baldursgötu 7 í Reykjavík. Samtökin starfa starfa eftir hugmyndafræði samnefndra samtaka á Írlandi og bjóða fólki 18 ára og eldri sem glíma við sjálfsvígshugsanir aðstoð frá fagfólki án endurgjalds. Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að það hafi verið á stefnuskrá þeirra frá stofnun þeirra á Íslandi að opna Píetahús í öllum landsfjórðungum. Verður fyrsta skrefið að því tekið á Akureyri þann 1. júlí næstkomandi. Birgir Örn, einnig þekktur sem Biggi í Maus, hefur starfað sem sálfræðingur fyrir Píeta í um þrjú ár. Hann gegndi einnig tímabundið stöðu fagstjóra samtakanna þar til Þórunn Finnsdóttir sálfræðingur tók við í febrúar á þessu ári. Þörfin alls staðar „Birgir er Píetamaður inn að hjarta og á eftir að vinna gott starf fyrir íbúa Norðurlands, það er ég fullviss um“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta, í tilkynningu. „Þörfin fyrir þjónustu samtakanna er alls staðar og höfum við mætt mikilli velvild og stuðningi frá Akureyrarbæ í tengslum við undirbúningsvinnuna. Því var ákveðið að opna útibú á Akureyri.“ Starsemi Píeta er rekin alfarið á styrkjum og hefur tekist hefur að tryggja rekstur Píeta á Akureyri í tólf mánuði. Auk þess að veita fólki með sjálfsvígshugsanir aðstoð bjóða Píeta samtökin einnig þeim hafa misst ástvin eða búa með einstaklingi í sjálfsvígshættu upp á stuðning. Píetasíminn 5522218 er opinn allan sólarhringinn og benda samtökin einnig á Hjálparsíma Rauða Krossins 1717. Í neyðartilvikum skal ávalt hringja í 112. Heilbrigðismál Geðheilbrigði Akureyri Tengdar fréttir Fjöldi sjálfsvíga svipaður og síðustu ár Alls sviptu átján manns sig lífi á Íslandi á fyrri hluta ársins 2020, eða 4,9 á hverja 100 þúsund íbúa. Fjöldinn samræmist þeim sem verið hefur síðustu ár. 12. nóvember 2020 10:20 Styrkir Píeta-samtökin um sex milljónir Heilbrigðisráðherra mun jafnframt tryggja tólf milljóna króna fjármagn fyrir stöðu verkefnastjóra sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis út næsta ár. 10. september 2020 13:30 Opna Píetasímann sem verður opinn allan sólarhringinn Píeta-samtökin opnuðu í dag fyrir nýja þjónustu, Píetasímann, sem verður opinn allan sólarhringinn og er liður í því að auka þjónustu við þá sem eru með sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra. 1. júlí 2020 14:45 Þrefalt fleiri leituðu til Píeta vegna sjálfsvígshugsana í apríl: Fleiri foreldrar leita til samtakanna Fjöldi þeirra sem leita til Píeta samtakanna vegna sjálfsvígshugsana er þrefalt meiri í apríl mánuði í ár en í sama mánuði í fyrra. Þá leita fleiri áhyggjufullir foreldrar til samtakanna vegna barna sinna. 14. maí 2020 20:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Píeta eru forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfskaða og opnuðu fyrsta Píetahúsið á Íslandi árið 2018 við Baldursgötu 7 í Reykjavík. Samtökin starfa starfa eftir hugmyndafræði samnefndra samtaka á Írlandi og bjóða fólki 18 ára og eldri sem glíma við sjálfsvígshugsanir aðstoð frá fagfólki án endurgjalds. Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að það hafi verið á stefnuskrá þeirra frá stofnun þeirra á Íslandi að opna Píetahús í öllum landsfjórðungum. Verður fyrsta skrefið að því tekið á Akureyri þann 1. júlí næstkomandi. Birgir Örn, einnig þekktur sem Biggi í Maus, hefur starfað sem sálfræðingur fyrir Píeta í um þrjú ár. Hann gegndi einnig tímabundið stöðu fagstjóra samtakanna þar til Þórunn Finnsdóttir sálfræðingur tók við í febrúar á þessu ári. Þörfin alls staðar „Birgir er Píetamaður inn að hjarta og á eftir að vinna gott starf fyrir íbúa Norðurlands, það er ég fullviss um“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta, í tilkynningu. „Þörfin fyrir þjónustu samtakanna er alls staðar og höfum við mætt mikilli velvild og stuðningi frá Akureyrarbæ í tengslum við undirbúningsvinnuna. Því var ákveðið að opna útibú á Akureyri.“ Starsemi Píeta er rekin alfarið á styrkjum og hefur tekist hefur að tryggja rekstur Píeta á Akureyri í tólf mánuði. Auk þess að veita fólki með sjálfsvígshugsanir aðstoð bjóða Píeta samtökin einnig þeim hafa misst ástvin eða búa með einstaklingi í sjálfsvígshættu upp á stuðning. Píetasíminn 5522218 er opinn allan sólarhringinn og benda samtökin einnig á Hjálparsíma Rauða Krossins 1717. Í neyðartilvikum skal ávalt hringja í 112.
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Akureyri Tengdar fréttir Fjöldi sjálfsvíga svipaður og síðustu ár Alls sviptu átján manns sig lífi á Íslandi á fyrri hluta ársins 2020, eða 4,9 á hverja 100 þúsund íbúa. Fjöldinn samræmist þeim sem verið hefur síðustu ár. 12. nóvember 2020 10:20 Styrkir Píeta-samtökin um sex milljónir Heilbrigðisráðherra mun jafnframt tryggja tólf milljóna króna fjármagn fyrir stöðu verkefnastjóra sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis út næsta ár. 10. september 2020 13:30 Opna Píetasímann sem verður opinn allan sólarhringinn Píeta-samtökin opnuðu í dag fyrir nýja þjónustu, Píetasímann, sem verður opinn allan sólarhringinn og er liður í því að auka þjónustu við þá sem eru með sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra. 1. júlí 2020 14:45 Þrefalt fleiri leituðu til Píeta vegna sjálfsvígshugsana í apríl: Fleiri foreldrar leita til samtakanna Fjöldi þeirra sem leita til Píeta samtakanna vegna sjálfsvígshugsana er þrefalt meiri í apríl mánuði í ár en í sama mánuði í fyrra. Þá leita fleiri áhyggjufullir foreldrar til samtakanna vegna barna sinna. 14. maí 2020 20:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Fjöldi sjálfsvíga svipaður og síðustu ár Alls sviptu átján manns sig lífi á Íslandi á fyrri hluta ársins 2020, eða 4,9 á hverja 100 þúsund íbúa. Fjöldinn samræmist þeim sem verið hefur síðustu ár. 12. nóvember 2020 10:20
Styrkir Píeta-samtökin um sex milljónir Heilbrigðisráðherra mun jafnframt tryggja tólf milljóna króna fjármagn fyrir stöðu verkefnastjóra sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis út næsta ár. 10. september 2020 13:30
Opna Píetasímann sem verður opinn allan sólarhringinn Píeta-samtökin opnuðu í dag fyrir nýja þjónustu, Píetasímann, sem verður opinn allan sólarhringinn og er liður í því að auka þjónustu við þá sem eru með sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra. 1. júlí 2020 14:45
Þrefalt fleiri leituðu til Píeta vegna sjálfsvígshugsana í apríl: Fleiri foreldrar leita til samtakanna Fjöldi þeirra sem leita til Píeta samtakanna vegna sjálfsvígshugsana er þrefalt meiri í apríl mánuði í ár en í sama mánuði í fyrra. Þá leita fleiri áhyggjufullir foreldrar til samtakanna vegna barna sinna. 14. maí 2020 20:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent