Kaupa Útilíf af Högum Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2021 08:37 Útilíf var stofnað árið 1974 og starfa þar um fjörutíu manns. Aðsend Íslensk fjárfesting og J.S. Gunnarsson hafa í sameiningu keypt Útilíf af Högum. Eftir kaupin er Íslensk fjárfesting 60 prósent hluthafi en J.S. Gunnarsson heldur á 40 prósent hlut í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem eftir að kaupin séu gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Ekkert kemur fram um kaupverð. Hörður Magnússon hefur verið framkvæmdastjóri Útilífs undanfarin ár og hann mun halda áfram starfinu áfram. Haft er eftir Finni Oddssyni, forstjóra Haga, að með sölunni á Útilíf sé félagið að einfalda reksturinn og einbeita sér í ríkari mæli að skilgreindri kjarnastarfsemi, á dagvöru- og eldsneytismarkaði. „Við óskum nýjum eigendum til hamingju með kaupin og velfarnaðar í rekstri Útilífs. Einnig þökkum við starfsfólki Útilífs fyrir frábært samstarf á liðnum árum og óskum þeim góðs gengis í nýrri sókn,“ segir Finnur. Haft er eftir Herði að hann sé spenntur fyrir næsta kafla í sögu Útilífs: „Smásölumarkaðurinn er á fleygiferð um þessar mundir. Það eru í gangi miklar breytingar á lífsstíl og áhugamálum þjóðarinnar og síauknar kröfur eru gerðar um vandaða vöru og rétta persónulega þjónustu á sama tíma og hinn stafræni heimur er að bylta samskiptum við viðskiptavinina. Framtíðin hefur aldrei verið jafn spennandi og full af tækifærum. Stjórnendur og nýir eigendur hafa metnað og vilja til að grípa þessi tækifæri tveim höndum,” segir Hörður. Einar Þór Steindórsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá Íslenskri fjárfestingu, segir að markmið nýrra eigenda sé að byggja á góðum grunni Útilífs sem útivistar- og íþróttaverslun en á sama tíma leggja áherslu á sókn í útivistarvörum bæði í verslunum Útilífs og í gegnum vefverslun. Starfsmenn um fjörutíu Íslensk fjárfesting er fjárfestingarfélag í eigu Arnars Þórissonar og Þóris Kjartanssonar. Fjárfestingar félagsins hafa einkum verið á sviði ferðaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og fasteignaþróunar. J.S. Gunnarsson er innflutningsfyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi og sölu á útivistar-, sport- og skófatnaði og er í eigu Heiðu Gunnarsdóttur, Jóhanns Inga Gunnarssonar og Steindórs Gunnarssonar. Útilíf var stofnað árið 1974 og starfa þar um fjörutíu manns, Útilíf rekur tvær verslanir á höfuðborgarsvæðinu, í Kringlunni og í Smáralind auk vefverslunar. Markaðir Verslun Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem eftir að kaupin séu gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Ekkert kemur fram um kaupverð. Hörður Magnússon hefur verið framkvæmdastjóri Útilífs undanfarin ár og hann mun halda áfram starfinu áfram. Haft er eftir Finni Oddssyni, forstjóra Haga, að með sölunni á Útilíf sé félagið að einfalda reksturinn og einbeita sér í ríkari mæli að skilgreindri kjarnastarfsemi, á dagvöru- og eldsneytismarkaði. „Við óskum nýjum eigendum til hamingju með kaupin og velfarnaðar í rekstri Útilífs. Einnig þökkum við starfsfólki Útilífs fyrir frábært samstarf á liðnum árum og óskum þeim góðs gengis í nýrri sókn,“ segir Finnur. Haft er eftir Herði að hann sé spenntur fyrir næsta kafla í sögu Útilífs: „Smásölumarkaðurinn er á fleygiferð um þessar mundir. Það eru í gangi miklar breytingar á lífsstíl og áhugamálum þjóðarinnar og síauknar kröfur eru gerðar um vandaða vöru og rétta persónulega þjónustu á sama tíma og hinn stafræni heimur er að bylta samskiptum við viðskiptavinina. Framtíðin hefur aldrei verið jafn spennandi og full af tækifærum. Stjórnendur og nýir eigendur hafa metnað og vilja til að grípa þessi tækifæri tveim höndum,” segir Hörður. Einar Þór Steindórsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá Íslenskri fjárfestingu, segir að markmið nýrra eigenda sé að byggja á góðum grunni Útilífs sem útivistar- og íþróttaverslun en á sama tíma leggja áherslu á sókn í útivistarvörum bæði í verslunum Útilífs og í gegnum vefverslun. Starfsmenn um fjörutíu Íslensk fjárfesting er fjárfestingarfélag í eigu Arnars Þórissonar og Þóris Kjartanssonar. Fjárfestingar félagsins hafa einkum verið á sviði ferðaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og fasteignaþróunar. J.S. Gunnarsson er innflutningsfyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi og sölu á útivistar-, sport- og skófatnaði og er í eigu Heiðu Gunnarsdóttur, Jóhanns Inga Gunnarssonar og Steindórs Gunnarssonar. Útilíf var stofnað árið 1974 og starfa þar um fjörutíu manns, Útilíf rekur tvær verslanir á höfuðborgarsvæðinu, í Kringlunni og í Smáralind auk vefverslunar.
Markaðir Verslun Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira