Réttarríki á tímum Covid-19 Berglind Svavarsdóttir skrifar 9. apríl 2021 16:31 Í réttarríkishugtakinu í sínum víðasta skilningi felst að samfélög skuli lúta sameiginlegum og almennum lögum sem skuli gilda jafnt um valdhafana sem aðra og séu ekki byggð á geðþóttavaldi. Lögin verða að vera framkvæmanleg, skiljanleg, aðgengileg, framvirk og almenn. Þá verður að tryggja aðgengi borgaranna að réttlátri málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstólum. Vegna Covid-19 faraldursins hafa ríki um allan heim gripið til ýmissa aðgerða til að hægja á útbreiðslu veirunnar og til að tryggja heilsu og öryggi almennings. Þær aðgerðir hafa í mörgum tilvikum varðað veruleg inngrip í stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna en viðurkennt er að heildarhagsmunir kunni í vissum tilvikum að ganga framar einstaklingshagsmunum. Þrátt fyrir það gildir sú grundvallarregla í réttarríki að þær ráðstafanir sem stjórnvöld grípa til verða eftir sem áður að rúmast innan ramma laganna og þær verða að vera gegnsæjar og tímabundnar.Þá þarf auk þess að uppfylla almennar kröfur um nauðsyn og meðalhóf. Öryggi almennings verður þannig best tryggt í lýðræðisríkjum þar sem reglur réttarríkisins eru í heiðri hafðar. Nýlega voru kveðnir upp úrskurðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í málum þar sem niðurstaðan var sú að ákvæði reglugerðar stjórnvalda um skyldusóttkví skorti lagastoð og ákvarðanir sóttvarnaryfirvalda hefðu þar af leiðandi gengið lengra en heimilt var samkvæmt lögum. Viðbrögð heilbrigðisyfirvalda og aðila innan heilbrigðiskerfisins við niðurstöðu dómstólsins hafa um margt verið sérstök og umræðan þeim ekki til framdráttar. Þau viðbrögð undirstrika enn frekar nauðsyn hlutverks lögmanna og dómstóla, sem er að standa vörð um réttarríkið. Mannréttindi, lýðræði og réttarríki eru hvorki léttvæg né innantóm hugtök, þau skipta máli og aldrei eins miklu máli og þegar ógn steðjar að. Lýðræði, mannréttindi og réttarríkið eru ekki andstæða við vernd og öryggi almennings, heldur trygging fyrir því að almenningur njóti verndar og öryggis. Höfundur er formaður Lögmannafélag Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Í réttarríkishugtakinu í sínum víðasta skilningi felst að samfélög skuli lúta sameiginlegum og almennum lögum sem skuli gilda jafnt um valdhafana sem aðra og séu ekki byggð á geðþóttavaldi. Lögin verða að vera framkvæmanleg, skiljanleg, aðgengileg, framvirk og almenn. Þá verður að tryggja aðgengi borgaranna að réttlátri málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstólum. Vegna Covid-19 faraldursins hafa ríki um allan heim gripið til ýmissa aðgerða til að hægja á útbreiðslu veirunnar og til að tryggja heilsu og öryggi almennings. Þær aðgerðir hafa í mörgum tilvikum varðað veruleg inngrip í stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna en viðurkennt er að heildarhagsmunir kunni í vissum tilvikum að ganga framar einstaklingshagsmunum. Þrátt fyrir það gildir sú grundvallarregla í réttarríki að þær ráðstafanir sem stjórnvöld grípa til verða eftir sem áður að rúmast innan ramma laganna og þær verða að vera gegnsæjar og tímabundnar.Þá þarf auk þess að uppfylla almennar kröfur um nauðsyn og meðalhóf. Öryggi almennings verður þannig best tryggt í lýðræðisríkjum þar sem reglur réttarríkisins eru í heiðri hafðar. Nýlega voru kveðnir upp úrskurðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í málum þar sem niðurstaðan var sú að ákvæði reglugerðar stjórnvalda um skyldusóttkví skorti lagastoð og ákvarðanir sóttvarnaryfirvalda hefðu þar af leiðandi gengið lengra en heimilt var samkvæmt lögum. Viðbrögð heilbrigðisyfirvalda og aðila innan heilbrigðiskerfisins við niðurstöðu dómstólsins hafa um margt verið sérstök og umræðan þeim ekki til framdráttar. Þau viðbrögð undirstrika enn frekar nauðsyn hlutverks lögmanna og dómstóla, sem er að standa vörð um réttarríkið. Mannréttindi, lýðræði og réttarríki eru hvorki léttvæg né innantóm hugtök, þau skipta máli og aldrei eins miklu máli og þegar ógn steðjar að. Lýðræði, mannréttindi og réttarríkið eru ekki andstæða við vernd og öryggi almennings, heldur trygging fyrir því að almenningur njóti verndar og öryggis. Höfundur er formaður Lögmannafélag Íslands.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun