Hideki Matsuyama skrifaði nýjan kafla í sögu Masters Arnar Geir Halldórsson skrifar 11. apríl 2021 23:04 Hideki Matsuyama. vísir/Getty Japaninn Hideki Matsuyama varð í kvöld fyrsti Asíumaðurinn til að sigra hið goðsagnakennda Masters mót í golfi. Mótið fór fram á Augusta golfvellinum í Georgíufylki Bandaríkjanna um helgina og var lokahringsins beðið með mikilli eftirvæntingu enda hafði enginn af þeim sem voru meðal fimm efstu fyrir lokahringinn unnið Masters mótið áður og raunar Justin Rose sá eini sem hafði áður unnið risamót. Hinn 29 ára gamli Matsuyama hafði fjögurra högga forystu þegar lokahringurinn hófst og var stöðu hans á toppnum ekki ógnað að verulegu leyti. Four birdies in a row for Xander Schauffele puts him within striking distance with three holes to play. #themasters pic.twitter.com/khTsjqKZ4j— The Masters (@TheMasters) April 11, 2021 Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele komst næst því að ógna Matsuyama og munaði aðeins tveimur höggum á þeim þegar átti eftir að leika þrjár holur. Á 16.holu fór Schauffele hins vegar illa að ráði sínu og klúðraði sínu tækifæri með því að skjóta ofan í vatn. Annar Bandaríkjamaður, hinn 24 ára gamli Will Zalatoris, setti pressu á Matsuyama fyrir síðustu tvær holurnar en Zalatoris kláraði mótið á undan Matsuyama og lauk keppni á samtals níu höggum undir pari. Matsuyama stóðst pressuna á lokametrunum og stóð uppi sem sigurvegari á samtals tíu höggum undur pari. Hann vann þar með sitt fyrsta risamót á ferlinum. Varð hann jafnframt fyrsti Asíumaðurinn í 85 ára sögu Masters mótsins til að vinna mótið. pic.twitter.com/jjCr6y4rff— The Masters (@TheMasters) April 11, 2021 Golf Japan Bandaríkin Masters-mótið Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Mótið fór fram á Augusta golfvellinum í Georgíufylki Bandaríkjanna um helgina og var lokahringsins beðið með mikilli eftirvæntingu enda hafði enginn af þeim sem voru meðal fimm efstu fyrir lokahringinn unnið Masters mótið áður og raunar Justin Rose sá eini sem hafði áður unnið risamót. Hinn 29 ára gamli Matsuyama hafði fjögurra högga forystu þegar lokahringurinn hófst og var stöðu hans á toppnum ekki ógnað að verulegu leyti. Four birdies in a row for Xander Schauffele puts him within striking distance with three holes to play. #themasters pic.twitter.com/khTsjqKZ4j— The Masters (@TheMasters) April 11, 2021 Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele komst næst því að ógna Matsuyama og munaði aðeins tveimur höggum á þeim þegar átti eftir að leika þrjár holur. Á 16.holu fór Schauffele hins vegar illa að ráði sínu og klúðraði sínu tækifæri með því að skjóta ofan í vatn. Annar Bandaríkjamaður, hinn 24 ára gamli Will Zalatoris, setti pressu á Matsuyama fyrir síðustu tvær holurnar en Zalatoris kláraði mótið á undan Matsuyama og lauk keppni á samtals níu höggum undir pari. Matsuyama stóðst pressuna á lokametrunum og stóð uppi sem sigurvegari á samtals tíu höggum undur pari. Hann vann þar með sitt fyrsta risamót á ferlinum. Varð hann jafnframt fyrsti Asíumaðurinn í 85 ára sögu Masters mótsins til að vinna mótið. pic.twitter.com/jjCr6y4rff— The Masters (@TheMasters) April 11, 2021
Golf Japan Bandaríkin Masters-mótið Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira