Rafhlaupahjól í umferð Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 14. apríl 2021 10:31 Nú er vor í lofti og hjól af ýmsu tagi algengari í umferðinni. Rafhlaupahjól hafa á skömmum tíma náð miklum vinsældum hér á landi líkt og annars staðar í heiminum. Víða má sjá vegfarendur á þeysireið um stíga borgar og bæja og margir hafa tileinkað sér þennan einfalda og umhverfisvæna fararmáta. Um fimmti hver Reykvíkingur notar rafhlaupahjól, notkunin er mest í aldurshópnum 18 til 24 ára en hlutfallslega flestir úr aldurshópnum 25 til 34 ára nota rafhlaupahjólin eitthvað. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Gallup fyrir Reykjavíkurborg. Með aukinni notkun verða þó fleiri óhöpp og slysum á rafhlaupahjólum fjölgar. Hvernig má stuðla að öruggari notkun og bættri umferð mismunandi vegfarenda? Brunandi um stíga og stræti Samkvæmt umferðarlögum mega rafhlaupahjól eingöngu vera á gangstéttum og göngustígum, ekki á akbraut, en þau lúta að öðru leyti sömu reglum og reiðhjól. En þar eru líka gangandi vegfarendur og taka þarf tillit til þeirra. Eðli málsins samkvæmt komast hjólin mun hraðar en tveir jafnfljótir og því þurfa hjólreiðamenn og rafskútuknapar að vera meðvitaðir um umhverfi sitt og sýna tillitssemi á göngustígum. Gott er að láta þá sem gangandi eru vita tímanlega þegar hjólið nálgast, til dæmis með því að hringja bjöllu. Sumir hafa reyndar bent á að gangandi vegfarendur hrökkvi stundum í kút þegar bjöllunni er hringt og stökkvi jafnvel í veg fyrir hjólið. Þá er mögulega ráð að hringja henni fyrr. Vissulega fer þetta eftir aðstæðum hverju sinni en allir þurfa að vera meðvitaðir um að fjölbreytt umferð fer orðið um göngu- og hjólreiðarstíga og gangandi vegfarendur þurfa líka að virða merkta hjólreiðarstíga. Hins vegar er reglan sú að á göngustígum eiga gangandi vegfarendur réttinn. Þannig sá sem er á rafhlaupahjóli á alltaf að víkja fyrir gangandi vegfaranda á göngustígum. Einnig er vert að hafa í huga þegar rafhlaupahjól er tekið á leigu að skilja vel við hjólið þannig að það sé ekki fyrir og valdi öðrum vegfarendum óþægindum. Ef allir leggjast á eitt við að sýna tillitssemi þá gengur öll umferð betur og viðhorf til mismunandi fararmáta verður jákvæðara. Aldurstakmörk Ekkert aldurstakmark er á rafhlaupahjól sem fara hæst í 25 km á klst en þó skal ávallt fara eftir þeim viðmiðum og leiðbeiningum sem framleiðandi hjólsins leggur til. Því er mjög mikilvægt að foreldrar kynni sér leiðbeiningarnar áður en fjárfest er í gripnum, athugi fyrir hvaða aldur hjólið er ætlað og fari vel yfir umferðarreglur með börnunum og hvernig haga skuli akstrinum. Rafskútuleigur eru yfirleitt með aldurstakmark á notkun hjólanna og miðast það þá oftast við 18 ára aldurstakmark. Ólöglegt er að eiga við rafhlaupahjól þannig að þau komist hraðar en 25 km á klst og getur það haft áhrif á tryggingar. Þá þarf hjólið að vera skráð og vátryggt. Annars geta rafhlaupahjól fallið undir aðrar tryggingar eins og til dæmis fjölskyldutryggingar. Öryggisbúnaður Hjálmaskylda er fyrir alla undir 16 ára aldri á rafhlaupahjólum, vespum og reiðhjólum. Þó er skynsamlegt fyrir alla, óháð aldri, að nota hjálm öryggisins vegna. Í Danmörku og Noregi hefur mikið verið rætt um aukið regluverk í kringum vélknúin hlaupahjól og þá meðal annars að setja hjálmaskyldu á alla sem ferðast um á þeim. Einnig er mikilvægt að átta sig á að það er með öllu óheimilt að vera með farþega nema ökumaður sé 20 ára eða eldri. Því miður er það allt of algeng sjón að sjá unga ökumenn með farþega á vélknúnum hjólum og oft er enginn með hjálm. Mikil slysahætta skapast við þessar aðstæður og ef eitthvað kemur upp á eru ökumaður og farþegar algjörlega óvarin. Hjálmur er í raun mikilvægasti öryggisbúnaðurinn til varnar alvarlegum höfuðmeiðslum og getur skipt sköpum ef slys verður. Hjólin skulu búin ljósum, hvítum að framan og rauðum að aftan, og hafa skal þau kveikt eftir að skyggja tekur. Einnig á að vera endurskin að framan og aftanverðu. Ekki má nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis eða vímuefna og búast má við sektum í slíkum tilvikum. Einnig er bannað að nota farsíma á ferð. Ekki þarf nema augnabliks gáleysi eða að athyglin flögri burt í sekúndubrot til þess að hjólaferðin endi á ljósastaur, svo raunverulegt dæmi sé tekið. Farsæl ferð Við höfum öll hag af því að afstýra slysum og því er mikilvægt að sinna forvörnum í umferðinni. Nú standa til boða mismunandi fararskjótar fyrir fólk á öllum aldri og því enn meiri ástæða til að sýna tillitssemi og fylgja umferðarreglum. Á vef Samgöngustofu má finna gagnlegt fræðsluefni um rafhlaupahjól en einnig er fjallað um þau í Sjóvá spjallinu, nýju hlaðvarpi Sjóvár. Hægt er að nálgast það á vefsíðu Sjóvá og helstu efnisveitum svo sem Spotify og Apple Podcast. Foreldrar bera ábyrgð á hvaða tæki börnin þeirra fá í hendurnar og að undirbúa þau vel fyrir notkun þeirra en yfirvöld bera einnig ábyrgð á að regluverk sé skýrt og samgöngur í lagi. Við þurfum því öll að leggjast á eitt við að stuðla að góðri umferðarmenningu og að allir skili sér heilir heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er vor í lofti og hjól af ýmsu tagi algengari í umferðinni. Rafhlaupahjól hafa á skömmum tíma náð miklum vinsældum hér á landi líkt og annars staðar í heiminum. Víða má sjá vegfarendur á þeysireið um stíga borgar og bæja og margir hafa tileinkað sér þennan einfalda og umhverfisvæna fararmáta. Um fimmti hver Reykvíkingur notar rafhlaupahjól, notkunin er mest í aldurshópnum 18 til 24 ára en hlutfallslega flestir úr aldurshópnum 25 til 34 ára nota rafhlaupahjólin eitthvað. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Gallup fyrir Reykjavíkurborg. Með aukinni notkun verða þó fleiri óhöpp og slysum á rafhlaupahjólum fjölgar. Hvernig má stuðla að öruggari notkun og bættri umferð mismunandi vegfarenda? Brunandi um stíga og stræti Samkvæmt umferðarlögum mega rafhlaupahjól eingöngu vera á gangstéttum og göngustígum, ekki á akbraut, en þau lúta að öðru leyti sömu reglum og reiðhjól. En þar eru líka gangandi vegfarendur og taka þarf tillit til þeirra. Eðli málsins samkvæmt komast hjólin mun hraðar en tveir jafnfljótir og því þurfa hjólreiðamenn og rafskútuknapar að vera meðvitaðir um umhverfi sitt og sýna tillitssemi á göngustígum. Gott er að láta þá sem gangandi eru vita tímanlega þegar hjólið nálgast, til dæmis með því að hringja bjöllu. Sumir hafa reyndar bent á að gangandi vegfarendur hrökkvi stundum í kút þegar bjöllunni er hringt og stökkvi jafnvel í veg fyrir hjólið. Þá er mögulega ráð að hringja henni fyrr. Vissulega fer þetta eftir aðstæðum hverju sinni en allir þurfa að vera meðvitaðir um að fjölbreytt umferð fer orðið um göngu- og hjólreiðarstíga og gangandi vegfarendur þurfa líka að virða merkta hjólreiðarstíga. Hins vegar er reglan sú að á göngustígum eiga gangandi vegfarendur réttinn. Þannig sá sem er á rafhlaupahjóli á alltaf að víkja fyrir gangandi vegfaranda á göngustígum. Einnig er vert að hafa í huga þegar rafhlaupahjól er tekið á leigu að skilja vel við hjólið þannig að það sé ekki fyrir og valdi öðrum vegfarendum óþægindum. Ef allir leggjast á eitt við að sýna tillitssemi þá gengur öll umferð betur og viðhorf til mismunandi fararmáta verður jákvæðara. Aldurstakmörk Ekkert aldurstakmark er á rafhlaupahjól sem fara hæst í 25 km á klst en þó skal ávallt fara eftir þeim viðmiðum og leiðbeiningum sem framleiðandi hjólsins leggur til. Því er mjög mikilvægt að foreldrar kynni sér leiðbeiningarnar áður en fjárfest er í gripnum, athugi fyrir hvaða aldur hjólið er ætlað og fari vel yfir umferðarreglur með börnunum og hvernig haga skuli akstrinum. Rafskútuleigur eru yfirleitt með aldurstakmark á notkun hjólanna og miðast það þá oftast við 18 ára aldurstakmark. Ólöglegt er að eiga við rafhlaupahjól þannig að þau komist hraðar en 25 km á klst og getur það haft áhrif á tryggingar. Þá þarf hjólið að vera skráð og vátryggt. Annars geta rafhlaupahjól fallið undir aðrar tryggingar eins og til dæmis fjölskyldutryggingar. Öryggisbúnaður Hjálmaskylda er fyrir alla undir 16 ára aldri á rafhlaupahjólum, vespum og reiðhjólum. Þó er skynsamlegt fyrir alla, óháð aldri, að nota hjálm öryggisins vegna. Í Danmörku og Noregi hefur mikið verið rætt um aukið regluverk í kringum vélknúin hlaupahjól og þá meðal annars að setja hjálmaskyldu á alla sem ferðast um á þeim. Einnig er mikilvægt að átta sig á að það er með öllu óheimilt að vera með farþega nema ökumaður sé 20 ára eða eldri. Því miður er það allt of algeng sjón að sjá unga ökumenn með farþega á vélknúnum hjólum og oft er enginn með hjálm. Mikil slysahætta skapast við þessar aðstæður og ef eitthvað kemur upp á eru ökumaður og farþegar algjörlega óvarin. Hjálmur er í raun mikilvægasti öryggisbúnaðurinn til varnar alvarlegum höfuðmeiðslum og getur skipt sköpum ef slys verður. Hjólin skulu búin ljósum, hvítum að framan og rauðum að aftan, og hafa skal þau kveikt eftir að skyggja tekur. Einnig á að vera endurskin að framan og aftanverðu. Ekki má nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis eða vímuefna og búast má við sektum í slíkum tilvikum. Einnig er bannað að nota farsíma á ferð. Ekki þarf nema augnabliks gáleysi eða að athyglin flögri burt í sekúndubrot til þess að hjólaferðin endi á ljósastaur, svo raunverulegt dæmi sé tekið. Farsæl ferð Við höfum öll hag af því að afstýra slysum og því er mikilvægt að sinna forvörnum í umferðinni. Nú standa til boða mismunandi fararskjótar fyrir fólk á öllum aldri og því enn meiri ástæða til að sýna tillitssemi og fylgja umferðarreglum. Á vef Samgöngustofu má finna gagnlegt fræðsluefni um rafhlaupahjól en einnig er fjallað um þau í Sjóvá spjallinu, nýju hlaðvarpi Sjóvár. Hægt er að nálgast það á vefsíðu Sjóvá og helstu efnisveitum svo sem Spotify og Apple Podcast. Foreldrar bera ábyrgð á hvaða tæki börnin þeirra fá í hendurnar og að undirbúa þau vel fyrir notkun þeirra en yfirvöld bera einnig ábyrgð á að regluverk sé skýrt og samgöngur í lagi. Við þurfum því öll að leggjast á eitt við að stuðla að góðri umferðarmenningu og að allir skili sér heilir heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun