Landsmenn eigi að ferðast í svefnherberginu í sumar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. apríl 2021 13:29 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, hvatti frjósemisgyðjuna til dáða í ræðu sinni á Alþingi í dag. vísir/Vilhelm Landsmenn ættu ekki að gleyma því að ferðast í svefnherberginu í sumar að mati Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar. Fæðingartíðnin sé of lág til þess að viðhalda velferðarkerfi Íslendinga til framtíðar. Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag vakti Þorbjörg Sigríður athygli á því að fæðingartíðni íslenskra kvenna hafi aldrei verið lægri, eða dregist saman um því sem nemur að meðaltali hálfu barni á hverja konu á tíu árum. Fram til árisns 2010 hafi fæðingartíðnin hér á landi verið sú hæsta í Evópu en sé nú í sjötta sæti. Þegar Ísland hafi verið á toppnum hafi meðaltalið verið 2,2 börn á hverja konu. Hún vísaði til þess að Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hafi í nýársávarpi sínu hvatt landsmenn til þess að eignast fleiri börn. Þetta ætti einnig að gera hér á landi til þess að viðhalda megi velferðarkerfinu til framtíðar. „Aldurspíramídi sem er á hvolfi getur ekki staðið undir velferðinni og á Íslandi fæðast í dag of fá börn til þess að halda jafnvæginu til lengri tíma litið. Kappsmál stjórnvalda á þess vegna að vera að stuðla að frekari barneignum og þess vegna er það beinlínis í hag okkar að reka fjölskylduvæna pólitík,“ sagði Þorbjörg. Mynd/ Getty. „Við þurfum nefnilega fleiri vinnandi hendur til lengri tíma litið og fleiri lítil börn munu til lengri tíma litið beinlínis bæta lífskjör okkar allra.“ Því væri rétt að hvetja frjósemisgyðjuna til dáða. „Um þetta ættu landsmenn að hugsa núna þegar þeir ferðast innanhúss og innanlands í sumar, að gleyma þá ekki að ferðast kannski bara dálítið svefnherberginu,“ sagði Þorbjörg. „Ömmum okkar öfum tókst að fjölga sér um tvö hundruð þúsund á tíu árum. Og með þetta í huga, og það í huga að verja velferðina og efnahaginn með fleiri börnum, ættum við líka að hlusta á Ernu [Solberg]. Fyrir land og þjóð og fyrir ríkiskassann,“ sagði Þorbjörg. Alþingi Frjósemi Tengdar fréttir Fleiri börn en fæðingartíðnin lækkar Fleiri börn fæddust á Íslandi á síðasta ári en á árinu á undan. Fæðingartíðni íslenskra kvenna lækkar hins vegar milli ára og er nú 1,72 börn á hverja konu. 9. apríl 2021 09:59 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag vakti Þorbjörg Sigríður athygli á því að fæðingartíðni íslenskra kvenna hafi aldrei verið lægri, eða dregist saman um því sem nemur að meðaltali hálfu barni á hverja konu á tíu árum. Fram til árisns 2010 hafi fæðingartíðnin hér á landi verið sú hæsta í Evópu en sé nú í sjötta sæti. Þegar Ísland hafi verið á toppnum hafi meðaltalið verið 2,2 börn á hverja konu. Hún vísaði til þess að Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hafi í nýársávarpi sínu hvatt landsmenn til þess að eignast fleiri börn. Þetta ætti einnig að gera hér á landi til þess að viðhalda megi velferðarkerfinu til framtíðar. „Aldurspíramídi sem er á hvolfi getur ekki staðið undir velferðinni og á Íslandi fæðast í dag of fá börn til þess að halda jafnvæginu til lengri tíma litið. Kappsmál stjórnvalda á þess vegna að vera að stuðla að frekari barneignum og þess vegna er það beinlínis í hag okkar að reka fjölskylduvæna pólitík,“ sagði Þorbjörg. Mynd/ Getty. „Við þurfum nefnilega fleiri vinnandi hendur til lengri tíma litið og fleiri lítil börn munu til lengri tíma litið beinlínis bæta lífskjör okkar allra.“ Því væri rétt að hvetja frjósemisgyðjuna til dáða. „Um þetta ættu landsmenn að hugsa núna þegar þeir ferðast innanhúss og innanlands í sumar, að gleyma þá ekki að ferðast kannski bara dálítið svefnherberginu,“ sagði Þorbjörg. „Ömmum okkar öfum tókst að fjölga sér um tvö hundruð þúsund á tíu árum. Og með þetta í huga, og það í huga að verja velferðina og efnahaginn með fleiri börnum, ættum við líka að hlusta á Ernu [Solberg]. Fyrir land og þjóð og fyrir ríkiskassann,“ sagði Þorbjörg.
Alþingi Frjósemi Tengdar fréttir Fleiri börn en fæðingartíðnin lækkar Fleiri börn fæddust á Íslandi á síðasta ári en á árinu á undan. Fæðingartíðni íslenskra kvenna lækkar hins vegar milli ára og er nú 1,72 börn á hverja konu. 9. apríl 2021 09:59 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Fleiri börn en fæðingartíðnin lækkar Fleiri börn fæddust á Íslandi á síðasta ári en á árinu á undan. Fæðingartíðni íslenskra kvenna lækkar hins vegar milli ára og er nú 1,72 börn á hverja konu. 9. apríl 2021 09:59