„Ráðherralufsa sem ekki einu sinni á sæti á Alþingi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2021 23:46 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra fékk viðurnefnið ráðerralufsa í ræðu Kolbeins Óttarssonar Proppé á þingi í kvöld. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, uppskar hlátrasköll í þingsal í kvöld þegar hann kallaði Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra og flokksbróður í Vinstri grænum, „ráðherralufsu sem ekki einu sinni á sæti á Alþingi.“ Orðin lét Kolbeinn falla í pontu þingsins í kvöld þegar fram fór umræða um frumvarp umhverfisráðherra um breytingu á skipulagslögum er varða uppbyggingu innviða og íbúðarhúsnæðis. Frumvarpið tengist meðal annars innviðauppbyggingu í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir landið í desember 2019, einkum hvað varðar framkvæmdir við flutningskerfi raforku. Nokkrir þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tóku þátt í umræðunni, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem lýsti efasemdum um ákveðin atriði frumvarpsins. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm „Það frumvarp sem við ræðum hér er hins vegar, eins og fram hefur komið í máli allra ræðumanna, inngrip í sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Inngrip í þann rétt fólks til að hafa áhrif á nærsamfélag sitt og það er upplýsandi að lesa umsagnir við þetta mál,“ sagði Andrés Ingi meðal annars, og vitnaði máli sínu til stuðnings í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem að sögn Andrésar „beri með sér að það sé með nokkrum semingi sem að það sættir sig við þessa leið og það gerir það með þeim fyrirvara að hér á Alþingi verði sá skilningur staðfestur að ekki séu áform um frekari skref í þá átt að færa skipulags hlutverkið frá sveitarfélögum, líkt og Andrés Ingi orðaði það. Þessu brást Kolbeinn við í fyrrnefndri ræðu sinni en Kolbeini þótti Andrés teygja sig fulllangt í túlkun sinni á umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vitnaði Kolbeinn þá stuttlega í umrædda umsögn þar sem segir að ekki hafi þótt tilefni til mikilla efnislegra athugasemda við frumvarpið. „Ég held að við eigum aðeins að gæta þess hvernig við tölum um fólk sem er ekki í þessum þingsal og túlkum orðs þess,“ sagði Kolbeinn. „Mér þykir heldur mikil umræða hjá háttvirtum þingmanni núna, minnimáttarkennd hjá löggjafanum, þó einhver ráðherralufsa sem ekki einu sinni á sæti á Alþingi, hafi einhverja skoðun um eitthvað. Erum við ekki löggjafinn? takk fyrir,“ sagði Kolbeinn og uppskar hlátur í salnum. Ummælin lætur Kolbeinn falla undir lok ræðunnar sem heyra má í spilaranum hér að ofan. Skiptir máli þegar „meint lufsa“ er ráðherra málaflokksins Kolbeinn er framsögumaður málsins í nefnd en líkt og kunnugt er á Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ekki sæti á Alþingi. Og þessu var Andrés ekki lengi að bregðast við. „Ég skal viðurkenna það að „semingur“ var kannski fulldjúpt í árinni tekið. En Samband íslenskra sveitarfélaga undirstrikar að þetta frumvarp sé verulegt frávik og í því ljósi verði að staðfesta þann skilning að ekki séu áform um frekari skref í þessa átt. Hvað einhver ráðherralufsa segir skiptir máli þegar sú meinta lufsa er ráðherra málaflokksins sem um ræðir og er til dæmis samflokksmaður framsögumanns málsins sem er búinn að hnýta þetta haganlega inn í nefndarálit en það hefur ekki skilað sér til ráðherrans,“ sagði Andrés í næstu ræðu sem sjá má í spilaranum hér að neðan. Alþingi Vinstri græn Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Orðin lét Kolbeinn falla í pontu þingsins í kvöld þegar fram fór umræða um frumvarp umhverfisráðherra um breytingu á skipulagslögum er varða uppbyggingu innviða og íbúðarhúsnæðis. Frumvarpið tengist meðal annars innviðauppbyggingu í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir landið í desember 2019, einkum hvað varðar framkvæmdir við flutningskerfi raforku. Nokkrir þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tóku þátt í umræðunni, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem lýsti efasemdum um ákveðin atriði frumvarpsins. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm „Það frumvarp sem við ræðum hér er hins vegar, eins og fram hefur komið í máli allra ræðumanna, inngrip í sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Inngrip í þann rétt fólks til að hafa áhrif á nærsamfélag sitt og það er upplýsandi að lesa umsagnir við þetta mál,“ sagði Andrés Ingi meðal annars, og vitnaði máli sínu til stuðnings í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem að sögn Andrésar „beri með sér að það sé með nokkrum semingi sem að það sættir sig við þessa leið og það gerir það með þeim fyrirvara að hér á Alþingi verði sá skilningur staðfestur að ekki séu áform um frekari skref í þá átt að færa skipulags hlutverkið frá sveitarfélögum, líkt og Andrés Ingi orðaði það. Þessu brást Kolbeinn við í fyrrnefndri ræðu sinni en Kolbeini þótti Andrés teygja sig fulllangt í túlkun sinni á umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vitnaði Kolbeinn þá stuttlega í umrædda umsögn þar sem segir að ekki hafi þótt tilefni til mikilla efnislegra athugasemda við frumvarpið. „Ég held að við eigum aðeins að gæta þess hvernig við tölum um fólk sem er ekki í þessum þingsal og túlkum orðs þess,“ sagði Kolbeinn. „Mér þykir heldur mikil umræða hjá háttvirtum þingmanni núna, minnimáttarkennd hjá löggjafanum, þó einhver ráðherralufsa sem ekki einu sinni á sæti á Alþingi, hafi einhverja skoðun um eitthvað. Erum við ekki löggjafinn? takk fyrir,“ sagði Kolbeinn og uppskar hlátur í salnum. Ummælin lætur Kolbeinn falla undir lok ræðunnar sem heyra má í spilaranum hér að ofan. Skiptir máli þegar „meint lufsa“ er ráðherra málaflokksins Kolbeinn er framsögumaður málsins í nefnd en líkt og kunnugt er á Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ekki sæti á Alþingi. Og þessu var Andrés ekki lengi að bregðast við. „Ég skal viðurkenna það að „semingur“ var kannski fulldjúpt í árinni tekið. En Samband íslenskra sveitarfélaga undirstrikar að þetta frumvarp sé verulegt frávik og í því ljósi verði að staðfesta þann skilning að ekki séu áform um frekari skref í þessa átt. Hvað einhver ráðherralufsa segir skiptir máli þegar sú meinta lufsa er ráðherra málaflokksins sem um ræðir og er til dæmis samflokksmaður framsögumanns málsins sem er búinn að hnýta þetta haganlega inn í nefndarálit en það hefur ekki skilað sér til ráðherrans,“ sagði Andrés í næstu ræðu sem sjá má í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Vinstri græn Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira