Handbolti

Olís deildin hefst 22. apríl

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Selfyssingar unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil vorið 2019. Seinasta tímabil var ekki klárað svo bikarinn er enn í Hleðsluhöllinni á Selfossi.
Selfyssingar unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil vorið 2019. Seinasta tímabil var ekki klárað svo bikarinn er enn í Hleðsluhöllinni á Selfossi. Vísir/Vilhelm

Að beiðni formannafundar HSÍ hefur verið tekin ákvörðun um það að breyta leikjafyrirkomulagi Íslandsmótsins í Olís deild karla. Mótið mun hefjast að nýju þann 22. apríl næstkomandi.

Á heimasíðu HSÍ segir að fyrri ákvörðun hafi verið tekin að teknu tilliti til sjónarmiða formanna félaganna um að byrja ekki of fljótt vegna meiðslahættu og að ekki yrði spilað í landleikjahléi til að gæta jafnræðis milli félaga.

Í ljósi umræðu undanfarna daga óskuðu félögin á formannafundi í dag að falla frá fyrri ákvörðun og hefja deildina samkvæmt fyrri tillögu HSÍ og jafnframt spila í landsleikjahléi. Alla jafna er ekki spilað í landsleikjahléum, en í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu verður horft fram hjá því.

Mótið mun því hefjast að nýju þann 22. apríl og deildinni mun ljóka viku fyrr, eða þann 27. maí. Eftir það tekur við átta liða úrslitakeppni.

Yfirlýsingu formanna félaganna í Olís deild karla má finna hér. Einnig má finna nýja leikjaniðurröðun hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×