Segir aumingjaskap að beina þvingunaraðgerðum gegn almennum borgara Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. apríl 2021 20:31 Helgi Steinar Gunnlaugsson, alþjóðastjórnmálafræðingur. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir það aumingjaskap af hálfu kínverskra stjórnvalda að beina þvingunaraðgerðum gegn almennum borgara hér á landi. Um sé að ræða ágreining sem eigi að ræða á vettvangi stjórnmála. Líkt og fjallað var um í gær var íslenskur lögmaður beittur refsiaðgerðum og settur á svokallaðan svartan lista í Kína. Refsiaðgerðirnar byggja á þeirri ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir það vekja sérstakan óhug að aðgerðir Kínverja beinist gegn almennum borgara. „Þetta er kannski svolítið hart til orða tekið en fyrir þjóð sem er að reyna að selja sig sem þetta stóra, mikla og sterka heimsveldi þá er svona ekkert annað en aumingjaskapur. Ef að gremja kínverskra stjórnvalda beinist að Íslenskum stjórnvöldum fyrir það að taka þátt í þvingunaraðgerðum þá eiga það að vera íslensk stjórnvöld, sem geta varið sig með pólítískum hætti, þau sem taka á sig skellinn ekki einhver lögfræðingur úti í bæ sem gerði í rauninni ekkert annað en að skrifa nokkra pistla,“ sagði Helgi Steinar Gunnlaugsson, alþjóðastjórnmálafræðingur. Í harðorðri yfirlýsingu sem fulltrúi sendiráðsins í Kína sendi frá sér síðdegis í gær kemur fram að ástæður þess að Ísland fylgi einhliða refsiaðgerðum ESB gagnvart Kínverskum embættismönnum séu byggðar á lygum og misvísandi upplýsingum undir yfirskyni svokallaðra mannréttindamála í Xinjiang héraðinu eins og það er orðað. „Orðalagið í þessari yfirlýsingu fannst mér vera svolítið ódiplómatískt og tónninn fannst mér svolítið „passive aggressive“ fyrir ríkisstjórn.“ Meginefnið í yfirlýsingunni, að aðrar þjóðir eigi ekki að skipta sér af innanríkismálum Kína, sé þó gömul saga og ný. Sendiherra Kína á Íslandi vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar fréttastofa leitaðist eftir því. Kína Utanríkismál Tengdar fréttir Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. 16. apríl 2021 16:27 Segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu og öllum þeim grundvallarréttinum sem undir það heyra. Nefndin mun ræða mál Kínverja á næstunni. 17. apríl 2021 14:00 Segir óboðlegt að kínversk stjórnvöld refsi Íslendingi fyrir að nýta málfrelsið Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er kominn á svartan lista í Kína. Hann má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16. apríl 2021 08:37 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Líkt og fjallað var um í gær var íslenskur lögmaður beittur refsiaðgerðum og settur á svokallaðan svartan lista í Kína. Refsiaðgerðirnar byggja á þeirri ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir það vekja sérstakan óhug að aðgerðir Kínverja beinist gegn almennum borgara. „Þetta er kannski svolítið hart til orða tekið en fyrir þjóð sem er að reyna að selja sig sem þetta stóra, mikla og sterka heimsveldi þá er svona ekkert annað en aumingjaskapur. Ef að gremja kínverskra stjórnvalda beinist að Íslenskum stjórnvöldum fyrir það að taka þátt í þvingunaraðgerðum þá eiga það að vera íslensk stjórnvöld, sem geta varið sig með pólítískum hætti, þau sem taka á sig skellinn ekki einhver lögfræðingur úti í bæ sem gerði í rauninni ekkert annað en að skrifa nokkra pistla,“ sagði Helgi Steinar Gunnlaugsson, alþjóðastjórnmálafræðingur. Í harðorðri yfirlýsingu sem fulltrúi sendiráðsins í Kína sendi frá sér síðdegis í gær kemur fram að ástæður þess að Ísland fylgi einhliða refsiaðgerðum ESB gagnvart Kínverskum embættismönnum séu byggðar á lygum og misvísandi upplýsingum undir yfirskyni svokallaðra mannréttindamála í Xinjiang héraðinu eins og það er orðað. „Orðalagið í þessari yfirlýsingu fannst mér vera svolítið ódiplómatískt og tónninn fannst mér svolítið „passive aggressive“ fyrir ríkisstjórn.“ Meginefnið í yfirlýsingunni, að aðrar þjóðir eigi ekki að skipta sér af innanríkismálum Kína, sé þó gömul saga og ný. Sendiherra Kína á Íslandi vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar fréttastofa leitaðist eftir því.
Kína Utanríkismál Tengdar fréttir Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. 16. apríl 2021 16:27 Segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu og öllum þeim grundvallarréttinum sem undir það heyra. Nefndin mun ræða mál Kínverja á næstunni. 17. apríl 2021 14:00 Segir óboðlegt að kínversk stjórnvöld refsi Íslendingi fyrir að nýta málfrelsið Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er kominn á svartan lista í Kína. Hann má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16. apríl 2021 08:37 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. 16. apríl 2021 16:27
Segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu og öllum þeim grundvallarréttinum sem undir það heyra. Nefndin mun ræða mál Kínverja á næstunni. 17. apríl 2021 14:00
Segir óboðlegt að kínversk stjórnvöld refsi Íslendingi fyrir að nýta málfrelsið Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er kominn á svartan lista í Kína. Hann má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16. apríl 2021 08:37