Rökræddu stöðuna í stjórnmálum: „Eigum að ná miklu meiri árangri sem sjálfstæð þjóð“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. apríl 2021 12:11 Stjórnmálamennirnir og fyrrverandi ráðherrarnir Þorsteinn Pálsson og Guðni Ágústsson tókust á í eldhressu spjalli um stöðuna í íslenskri pólitík. Íslenskir stjórnmálamenn standa sig betur á krepputímum og stjórnvöldum er vel treystandi til að takast á við áföllin af völdum heimsfaraldurs innanlands að mati Guðna Ágústssonar. Þorsteinn Pálsson vill hins vegar hefja gjaldmiðlasamstarf við Evrópusambandið samhliða endurreisn ríkisfjármála. Stjórnmálamennirnir og fyrrverandi ráðherrarnir Þorsteinn Pálsson og Guðni Ágústsson tókust á í eldhressu spjalli um stöðuna í íslenskri pólitík á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Endurreisn ríkisfjármála og viðspyrn atvinnulífsins er stærsta málið á dagskrá að mati Þorsteins. Evrópusamstarf eða ekki „Ég hef bara séð eina tillögu á móti þessum ráðstöfun ríkisstjórnarinnar og það er tillaga Viðreisnar um að við hefjum þegar í stað gjaldeyrissamstarf við Evrópusambandið um það að halda krónunni en tyggja stöðugleika með svipuðum hætti og í Danmörku og þannig komast hjá því að hækka skatta eða skerða lífeyri,“ sagði Þorsteinn, en líkt og kunnugt er sagði Þorsteinn skilið við sinn gamla flokk Sjálfstæðisflokksins og gekk til liðs við Viðreisn þegar sá síðastnefndi var stofnaður. Engan skyldi undra að Framsóknarmaðurinn Guðni Ágústsson kvaðst ósammála því að aukið samstarf við Evrópusambandið væri rétta leiðin. „Evrópusambandsaðildin á ekki að vera hér deiluefni við þessar aðstæður. Og það er ekki á dagskrá. Við erum hluti af harmi heimsins,“ sagði Guðni og vísaði þar til áhrifanna af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Hann lýsti sérstaklega áhyggjum af því höggi sem ferðaþjónustan hefur orðið fyrir í heimsfaraldrinum. „Hvað gerist þá? Guð almáttugur kemur með eldgos eins og Eyjafjallagos, og nú blasir við, að ég held, bjartir tímar. Við erum grænt land, við eigum að ná miklu meiri árangri sem sjálfstæð þjóð. Á að verja okkar land fyrir covid og þetta gos, ég er búin að fara og sjá það, þetta er eins og falleg þjóðhátíð,“ sagði Guðni. Sterkari í kreppu og sundruð stjórnarandstaða Mikilvægast sé að huga að því að hægt sé að opna landið. „Íslendingar eru miklu betri stjórnmálamenn í kreppu heldur en í uppgangi og í kreppunum vinna þeir stærstu sigra,“ sagði Guðni. Þorsteinn ítrekaði mikilvægi Evrópusamstarfs. „Við erum aðilar að innri markaði Evrópusambandsins og öll efnahagsstarfsemi í landinu hún byggir á lögum Evrópusambandsins. Þannig að öll dagleg pólitík er auðvitað um leið Evrópupólitík,“ sagði Þorsteinn. Þá vildi Guðni meina að stjórnarandstaðan sé bitlaus en hann kveðst hafa mikla trú á þeim sem nú halda um stjórnartaumana. „Mér finnst að stjórnvöldin hafi tök á þessu og mér finnst að landið liggi með ríkisstjórnarflokkunum því að það er sundrung hinu megin, það er ekki ein stjórnarandstaða. Þannig ég er á því að við munum eiga góð næstu sjö ár, eldgosið hjálpar í því,“ sagði Guðni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Evrópusambandið Alþingiskosningar 2021 Sprengisandur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Stjórnmálamennirnir og fyrrverandi ráðherrarnir Þorsteinn Pálsson og Guðni Ágústsson tókust á í eldhressu spjalli um stöðuna í íslenskri pólitík á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Endurreisn ríkisfjármála og viðspyrn atvinnulífsins er stærsta málið á dagskrá að mati Þorsteins. Evrópusamstarf eða ekki „Ég hef bara séð eina tillögu á móti þessum ráðstöfun ríkisstjórnarinnar og það er tillaga Viðreisnar um að við hefjum þegar í stað gjaldeyrissamstarf við Evrópusambandið um það að halda krónunni en tyggja stöðugleika með svipuðum hætti og í Danmörku og þannig komast hjá því að hækka skatta eða skerða lífeyri,“ sagði Þorsteinn, en líkt og kunnugt er sagði Þorsteinn skilið við sinn gamla flokk Sjálfstæðisflokksins og gekk til liðs við Viðreisn þegar sá síðastnefndi var stofnaður. Engan skyldi undra að Framsóknarmaðurinn Guðni Ágústsson kvaðst ósammála því að aukið samstarf við Evrópusambandið væri rétta leiðin. „Evrópusambandsaðildin á ekki að vera hér deiluefni við þessar aðstæður. Og það er ekki á dagskrá. Við erum hluti af harmi heimsins,“ sagði Guðni og vísaði þar til áhrifanna af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Hann lýsti sérstaklega áhyggjum af því höggi sem ferðaþjónustan hefur orðið fyrir í heimsfaraldrinum. „Hvað gerist þá? Guð almáttugur kemur með eldgos eins og Eyjafjallagos, og nú blasir við, að ég held, bjartir tímar. Við erum grænt land, við eigum að ná miklu meiri árangri sem sjálfstæð þjóð. Á að verja okkar land fyrir covid og þetta gos, ég er búin að fara og sjá það, þetta er eins og falleg þjóðhátíð,“ sagði Guðni. Sterkari í kreppu og sundruð stjórnarandstaða Mikilvægast sé að huga að því að hægt sé að opna landið. „Íslendingar eru miklu betri stjórnmálamenn í kreppu heldur en í uppgangi og í kreppunum vinna þeir stærstu sigra,“ sagði Guðni. Þorsteinn ítrekaði mikilvægi Evrópusamstarfs. „Við erum aðilar að innri markaði Evrópusambandsins og öll efnahagsstarfsemi í landinu hún byggir á lögum Evrópusambandsins. Þannig að öll dagleg pólitík er auðvitað um leið Evrópupólitík,“ sagði Þorsteinn. Þá vildi Guðni meina að stjórnarandstaðan sé bitlaus en hann kveðst hafa mikla trú á þeim sem nú halda um stjórnartaumana. „Mér finnst að stjórnvöldin hafi tök á þessu og mér finnst að landið liggi með ríkisstjórnarflokkunum því að það er sundrung hinu megin, það er ekki ein stjórnarandstaða. Þannig ég er á því að við munum eiga góð næstu sjö ár, eldgosið hjálpar í því,“ sagði Guðni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Evrópusambandið Alþingiskosningar 2021 Sprengisandur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira