Varamaðurinn Icardi hélt titilvonum PSG á lífi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2021 21:45 Leikmenn PSG fagna sigurmarkinu í dag. @brfootball Þó Paris Saint-Germain sé komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þá hafa yfirburðir þeirra heima fyrir dvínað og er liðið sem stendur í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. PSG tók á móti Saint-Étienne í dag. Segja má að leikurinn hafi verið vægast sagt kaflaskiptur en staðan var markalaus í hálfleik. Mauricio Pochettino gerði fjölda skiptinga í síðari hálfleik til að reyna sækja stigin þrjú og segja má að það hafi gengið eftir. Þeir Angel Di Maria, Marco Veratti, Mauro Icardi og Colin Dagba komu allir inn af bekknum um miðbik síðari hálfleiks en þá var staðan enn markalaus. Það voru hins vegar gestirnir sem tóku forystuna á 78. mínútu með marki Denis Bouanga. Það virðist hafa vakið heimamenn af værum blundi en Kylian Mbappé jafnaði metin strax í næstu sókn eftir undirbúning Ander Herrera. Mbappé fiskaði svo víti sem hann skoraði sjálfur úr þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Staðan orðin 2-1 og þannig var hún þegar uppbótartími leiksins hófst. Romain Hamouma jafnaði metin fyrir St. Étienne og staðan orðin 2-2 þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Það var svo á fjórðu mínútu uppbótartíma sem Icardi tryggði PSG 3-2 sigur eftir sendingu Di Maria. Argentísku varamennirnir allt í öllu er Parísarliðið tryggði sér dýrmætan sigur í toppbaráttunni. 78 : PSG 0-1 Saint-Etienne79 : PSG 1-1 Saint-Etienne87 : PSG 2-1 Saint-Etienne90+2 : PSG 2-2 Saint-Etienne90+5 : PSG 3-2 Saint-EtiennePSG win it at the death to get within a point of first-place Lille in the Ligue 1 title race pic.twitter.com/xvoJMogLAT— B/R Football (@brfootball) April 18, 2021 Þegar fimm umferðir eru eftir af Ligue 1, frönsku úrvalsdeildinni, er PSG í 2. sæti með 69 stig en Lille trónir á toppi deildarinnar með 70 stig. Lille mætir Lyon, sem situr í 3. sæti, í næstu umferð og því gætu lærisveinar Pochettino verið komnir á toppinn áður en langt um líður. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira
PSG tók á móti Saint-Étienne í dag. Segja má að leikurinn hafi verið vægast sagt kaflaskiptur en staðan var markalaus í hálfleik. Mauricio Pochettino gerði fjölda skiptinga í síðari hálfleik til að reyna sækja stigin þrjú og segja má að það hafi gengið eftir. Þeir Angel Di Maria, Marco Veratti, Mauro Icardi og Colin Dagba komu allir inn af bekknum um miðbik síðari hálfleiks en þá var staðan enn markalaus. Það voru hins vegar gestirnir sem tóku forystuna á 78. mínútu með marki Denis Bouanga. Það virðist hafa vakið heimamenn af værum blundi en Kylian Mbappé jafnaði metin strax í næstu sókn eftir undirbúning Ander Herrera. Mbappé fiskaði svo víti sem hann skoraði sjálfur úr þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Staðan orðin 2-1 og þannig var hún þegar uppbótartími leiksins hófst. Romain Hamouma jafnaði metin fyrir St. Étienne og staðan orðin 2-2 þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Það var svo á fjórðu mínútu uppbótartíma sem Icardi tryggði PSG 3-2 sigur eftir sendingu Di Maria. Argentísku varamennirnir allt í öllu er Parísarliðið tryggði sér dýrmætan sigur í toppbaráttunni. 78 : PSG 0-1 Saint-Etienne79 : PSG 1-1 Saint-Etienne87 : PSG 2-1 Saint-Etienne90+2 : PSG 2-2 Saint-Etienne90+5 : PSG 3-2 Saint-EtiennePSG win it at the death to get within a point of first-place Lille in the Ligue 1 title race pic.twitter.com/xvoJMogLAT— B/R Football (@brfootball) April 18, 2021 Þegar fimm umferðir eru eftir af Ligue 1, frönsku úrvalsdeildinni, er PSG í 2. sæti með 69 stig en Lille trónir á toppi deildarinnar með 70 stig. Lille mætir Lyon, sem situr í 3. sæti, í næstu umferð og því gætu lærisveinar Pochettino verið komnir á toppinn áður en langt um líður.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira