Þrettán í sóttkví vegna smits í Krónunni: „Það fór strax allt í gang hjá okkur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. apríl 2021 10:59 Ásta segir fyrirtækið hafa unnið markvisst að því að upplýsa starfsmenn sem eru af erlendum uppruna um skimunina vegna Covid-19, að hún sé aðgengileg og gjaldfrjáls. Vísir/Egill Þrettán starfsmenn Krónunnar eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður verslanakeðjunar í Austurveri greindist með Covid-19 í gær. Smitið tengist því hópsmitinu sem upp er komið á leikskólanum Jöfra. Að sögn Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra Krónunnar, var starfsmaðurinn ekki með einkenni og algjörlega grunlaus þegar smitrakningarteymið hafði samband við hann seint á laugardag. Starfsmaðurinn fór í skimun á í gær og fékk niðurstöðurnar í gærkvöldi. Hann lét yfirmenn sína hjá Krónunni samstundis vita og unnið var að sótthreinsun í versluninni fram eftir nóttu. „Það fór strax allt í gang hjá okkur,“ segir Ásta. Hún segist ekki hafa sérstakar áhyggur af stöðunni, þar sem starfsmenn séu með grímur og þá séu aukin þrif í verslununum vegna kórónuveirufaraldursins. Enginn annar starfsmaður sé með einkenni eins og er en öllum sem voru í tengslum við smitaða starfsmanninn hafi verið bent á að fara í sóttkví og skimun. „Við erum í mjög góðum samskiptum,“ segir hún um starfsmannahópinn og smitrakningarteymið. Viðkomandi er hlutastarfsmaður hjá Krónunni og var að störfum í versluninni í Austurveri seinnipart dags miðvikudag, föstudag og laugardag. Ásta segir smitrakningateymið ekki hafa talið ástæðu til að vara viðskiptavini sérstaklega við, þar sem ítrustu sóttvarna hefur verið gætt í verslununum. Farið sé að tillögum teymisins í einu og öllu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Verslun Reykjavík Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Þrettán starfsmenn Krónunnar eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður verslanakeðjunar í Austurveri greindist með Covid-19 í gær. Smitið tengist því hópsmitinu sem upp er komið á leikskólanum Jöfra. Að sögn Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra Krónunnar, var starfsmaðurinn ekki með einkenni og algjörlega grunlaus þegar smitrakningarteymið hafði samband við hann seint á laugardag. Starfsmaðurinn fór í skimun á í gær og fékk niðurstöðurnar í gærkvöldi. Hann lét yfirmenn sína hjá Krónunni samstundis vita og unnið var að sótthreinsun í versluninni fram eftir nóttu. „Það fór strax allt í gang hjá okkur,“ segir Ásta. Hún segist ekki hafa sérstakar áhyggur af stöðunni, þar sem starfsmenn séu með grímur og þá séu aukin þrif í verslununum vegna kórónuveirufaraldursins. Enginn annar starfsmaður sé með einkenni eins og er en öllum sem voru í tengslum við smitaða starfsmanninn hafi verið bent á að fara í sóttkví og skimun. „Við erum í mjög góðum samskiptum,“ segir hún um starfsmannahópinn og smitrakningarteymið. Viðkomandi er hlutastarfsmaður hjá Krónunni og var að störfum í versluninni í Austurveri seinnipart dags miðvikudag, föstudag og laugardag. Ásta segir smitrakningateymið ekki hafa talið ástæðu til að vara viðskiptavini sérstaklega við, þar sem ítrustu sóttvarna hefur verið gætt í verslununum. Farið sé að tillögum teymisins í einu og öllu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Verslun Reykjavík Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira