Þrettán í sóttkví vegna smits í Krónunni: „Það fór strax allt í gang hjá okkur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. apríl 2021 10:59 Ásta segir fyrirtækið hafa unnið markvisst að því að upplýsa starfsmenn sem eru af erlendum uppruna um skimunina vegna Covid-19, að hún sé aðgengileg og gjaldfrjáls. Vísir/Egill Þrettán starfsmenn Krónunnar eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður verslanakeðjunar í Austurveri greindist með Covid-19 í gær. Smitið tengist því hópsmitinu sem upp er komið á leikskólanum Jöfra. Að sögn Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra Krónunnar, var starfsmaðurinn ekki með einkenni og algjörlega grunlaus þegar smitrakningarteymið hafði samband við hann seint á laugardag. Starfsmaðurinn fór í skimun á í gær og fékk niðurstöðurnar í gærkvöldi. Hann lét yfirmenn sína hjá Krónunni samstundis vita og unnið var að sótthreinsun í versluninni fram eftir nóttu. „Það fór strax allt í gang hjá okkur,“ segir Ásta. Hún segist ekki hafa sérstakar áhyggur af stöðunni, þar sem starfsmenn séu með grímur og þá séu aukin þrif í verslununum vegna kórónuveirufaraldursins. Enginn annar starfsmaður sé með einkenni eins og er en öllum sem voru í tengslum við smitaða starfsmanninn hafi verið bent á að fara í sóttkví og skimun. „Við erum í mjög góðum samskiptum,“ segir hún um starfsmannahópinn og smitrakningarteymið. Viðkomandi er hlutastarfsmaður hjá Krónunni og var að störfum í versluninni í Austurveri seinnipart dags miðvikudag, föstudag og laugardag. Ásta segir smitrakningateymið ekki hafa talið ástæðu til að vara viðskiptavini sérstaklega við, þar sem ítrustu sóttvarna hefur verið gætt í verslununum. Farið sé að tillögum teymisins í einu og öllu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Verslun Reykjavík Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira
Þrettán starfsmenn Krónunnar eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður verslanakeðjunar í Austurveri greindist með Covid-19 í gær. Smitið tengist því hópsmitinu sem upp er komið á leikskólanum Jöfra. Að sögn Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra Krónunnar, var starfsmaðurinn ekki með einkenni og algjörlega grunlaus þegar smitrakningarteymið hafði samband við hann seint á laugardag. Starfsmaðurinn fór í skimun á í gær og fékk niðurstöðurnar í gærkvöldi. Hann lét yfirmenn sína hjá Krónunni samstundis vita og unnið var að sótthreinsun í versluninni fram eftir nóttu. „Það fór strax allt í gang hjá okkur,“ segir Ásta. Hún segist ekki hafa sérstakar áhyggur af stöðunni, þar sem starfsmenn séu með grímur og þá séu aukin þrif í verslununum vegna kórónuveirufaraldursins. Enginn annar starfsmaður sé með einkenni eins og er en öllum sem voru í tengslum við smitaða starfsmanninn hafi verið bent á að fara í sóttkví og skimun. „Við erum í mjög góðum samskiptum,“ segir hún um starfsmannahópinn og smitrakningarteymið. Viðkomandi er hlutastarfsmaður hjá Krónunni og var að störfum í versluninni í Austurveri seinnipart dags miðvikudag, föstudag og laugardag. Ásta segir smitrakningateymið ekki hafa talið ástæðu til að vara viðskiptavini sérstaklega við, þar sem ítrustu sóttvarna hefur verið gætt í verslununum. Farið sé að tillögum teymisins í einu og öllu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Verslun Reykjavík Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira