Frá þessu greinir Fréttablaðið.
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur löngum talað fyrir því að Íslendingar fái fleiri handrit „heim“ frá Danmörku en þau eru talin vera um 1.400 talsins.
Fréttablaðið greinir frá því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi úrskurðað gegn blaðamanni sem óskaði eftir því að fá afrit af tillögum sem starfshópur skilaði ráðherra 25. september síðastliðinn um hvernig staðið yrði að viðræðunum við Dani.
Kristrún Heiða Hauksdóttir, upplýsingafulltrúi menntamálráðuneytisins, hafi sagt að gögn starfshópanna verði gerð opinber að verkefninu loknu.