Erlent

Heimsfaraldurinn hefur valdið mikilli aukningu í útblæstri

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mikil aukning hefur orðið á kolabrennslu í faraldrinum.
Mikil aukning hefur orðið á kolabrennslu í faraldrinum. epa/Justin Lane

Ein af afleiðingum alheimsfaraldurs kórónuveirunnar er mikil aukning í útblæstri koltvísýrings. Þetta segir talsmaður Alþjóða orkumálastofnunarinnar í samtali við breska blaðið The Guardian.

Þannig er útlit fyrir að aukningin í útblæstri koltvísýrings verði sú næst mesta í sögunni, eða síðan mælingar hófust í það minnsta. 

Ástæðan er sögð sú viðleitni ríkja heims til að koma hjólum atvinnulífsins á skrið á ný og þá er minna hugsað um umhverfið en í venjulegu árferði. 

Mikil aukning hefur orðið á kolabrennslu síðan faraldurinn hófst, sérstaklega í Asíu, en einnig í Bandaríkjunum. 

Þjóðir heimsins höfðu áður komið sér saman um að minnka útblástur um 45 prósent á þessum áratugi til að reyna að lágmarka hlýnun á jörðinni en stofnunin segir að byrjunin lofi alls ekki góðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×