Kolbeinn fann markaskóna eftir hafa leitað í 621 dag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2021 16:31 Kolbeinn átti mjög góðan leik með Gautaborg í gærkvöld. @IFKGoteborg Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði bæði mörk Gautaborgar í 2-0 sigri á hans gamla félagi AIK í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Alls eru 621 dagur síðan Kolbeinn þandi síðan netmöskvana með félagsliði sínu. Kolbeinn skoraði tvívegis í fyrri hálfleik og var Gautaborg 2-0 yfir í hálfleik. Reyndust það lokatölur leiksins. Kolbeinn var gripinn í viðtal í hálfleik þar sem hann sagðist stefna á þrennuna en það gekk ekki að þessu sinni. Kolbeinn Sigþórsson: "Jag går för hattrick nu"Se matchen nu på https://t.co/U8GJcAKnx2 pic.twitter.com/KDtw250xqg— discovery+ sport (@dplus_sportSE) April 19, 2021 Kolbeinn fór svo af velli á 63. mínútu enda enn að komast í sitt gamla form. Það eru miklar gleðifréttir fyrir íslenska landsliðið og að sjálfsögðu Kolbein sjálfan að hann sé loks búinn að finna markaskóna á nýjan leik. Á síðustu leiktíð lék þessi 31 árs framherji 27 leiki með AIK í öllum keppnum en skoraði aðeins eitt mark. Það kom þann 8. ágúst 2019 í 2-1 sigri á Sheriff í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þann 13. júlí sama ár skoraði Kolbeinn síðast tvö mörk í einum og sama leiknum. Þá í 3-0 sigri AIK á Elfsborg. Kolbeinn hefur nú spilað fjóra leiki með Gautaborg, tvo í deild og tvo í bikar, og skorað tvö mörk. Gott gengi hans heldur vonandi áfram inn í tímabilið og hver veit nema Marek Hamšík geti hjálpað íslenska landsliðsframherjanum að finna sitt besta form á nýjan leik. 0| #ifkgbg pic.twitter.com/wmO0Fn5PKM— IFK Göteborg (@IFKGoteborg) April 20, 2021 Gautaborg er með fjögur stig að loknum tveimur umferðum í sænsku úrvalsdeildinni. Það sem meira er, liðið er með markatöluna 2-0 sem þýðir að Kolbeinn er eini leikmaður liðsins sem hefur skorað til þessa. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Kolbeinn skoraði tvívegis í fyrri hálfleik og var Gautaborg 2-0 yfir í hálfleik. Reyndust það lokatölur leiksins. Kolbeinn var gripinn í viðtal í hálfleik þar sem hann sagðist stefna á þrennuna en það gekk ekki að þessu sinni. Kolbeinn Sigþórsson: "Jag går för hattrick nu"Se matchen nu på https://t.co/U8GJcAKnx2 pic.twitter.com/KDtw250xqg— discovery+ sport (@dplus_sportSE) April 19, 2021 Kolbeinn fór svo af velli á 63. mínútu enda enn að komast í sitt gamla form. Það eru miklar gleðifréttir fyrir íslenska landsliðið og að sjálfsögðu Kolbein sjálfan að hann sé loks búinn að finna markaskóna á nýjan leik. Á síðustu leiktíð lék þessi 31 árs framherji 27 leiki með AIK í öllum keppnum en skoraði aðeins eitt mark. Það kom þann 8. ágúst 2019 í 2-1 sigri á Sheriff í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þann 13. júlí sama ár skoraði Kolbeinn síðast tvö mörk í einum og sama leiknum. Þá í 3-0 sigri AIK á Elfsborg. Kolbeinn hefur nú spilað fjóra leiki með Gautaborg, tvo í deild og tvo í bikar, og skorað tvö mörk. Gott gengi hans heldur vonandi áfram inn í tímabilið og hver veit nema Marek Hamšík geti hjálpað íslenska landsliðsframherjanum að finna sitt besta form á nýjan leik. 0| #ifkgbg pic.twitter.com/wmO0Fn5PKM— IFK Göteborg (@IFKGoteborg) April 20, 2021 Gautaborg er með fjögur stig að loknum tveimur umferðum í sænsku úrvalsdeildinni. Það sem meira er, liðið er með markatöluna 2-0 sem þýðir að Kolbeinn er eini leikmaður liðsins sem hefur skorað til þessa.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira