Bólusetja í stórum stíl undir sinfóníutónum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. apríl 2021 12:43 Sinfóníuhljómsveit Íslands spilaði fyrir fólk í bólusetningu í Laugardalshöll í morgun. Vísir/Vilhelm Stór bólusetningardagur verður í Laugardalshöll í dag þegar byrjað verður að bólusetja fólk á öllum aldri með undirliggjandi langvinna sjúkdóma. Dagurinn verður óvenjulegur að því leytinu til að Sinfoníuhljómsveit Íslands mun spila undir. Ríflega fimm þúsund manns voru boðaðir í bólusetningu í Laugardalshöll í dag. Um er að ræða fólk á öllum aldri sem er með undirliggjandi sjúkdóma. Það verður bólusett með bóluefni lyfjarisans Pfizer sem gefið er í tveimur skömmtum. „Það er byrjað á þeim listum sem eru með alvarlegustu sjúkdómana en í heildina er þetta mjög stór hópur, þetta er um 30 þúsund manns hér á höfuðborgarsvæðinu þannig að það mun taka okkur nokkrar vikur eða næstu vikur að vinna þennan hóp niður,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að vikan verði annasöm í bólusetningum. „Við erum síðan með sama hóp á morgun og þá erum við með Moderna-efnið það er sami hópur, fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Síðan erum við í næstu viku að halda áfram með sama hóp á þriðjudag, eftir viku, með Pfizer aftur og svo er á plani að taka AstraZeneca á miðvikudag eftir viku. Þá erum við með hópinn sem er sextíu til sjötíu ára, bæði með undirliggjandi en líka almenning,“ segir Ragnheiður Ósk. Dagurinn í dag verður þó nokkuð óvenjulegur því þeir sem koma í bólusetningu fá að njóta ljúfra tóna Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Það var mjög gleðilegt að Sinfóníuhljómsveitin hafði samband við okkur og spurði hvort þau gætu ekki komið og fengið að spila fyrir fólk, því allt okkar fólk þarf að bíða í fimmtán mínútur þangað til það fær að fara. Og við þáðum þetta með þökkum og þau ætla að koma í dag og halda smá tónleika fyrir okkar gesti sem eru að koma í bólusetningu,“ segir Ragnheiður Ósk. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sinfóníuhljómsveit Íslands Reykjavík Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Ríflega fimm þúsund manns voru boðaðir í bólusetningu í Laugardalshöll í dag. Um er að ræða fólk á öllum aldri sem er með undirliggjandi sjúkdóma. Það verður bólusett með bóluefni lyfjarisans Pfizer sem gefið er í tveimur skömmtum. „Það er byrjað á þeim listum sem eru með alvarlegustu sjúkdómana en í heildina er þetta mjög stór hópur, þetta er um 30 þúsund manns hér á höfuðborgarsvæðinu þannig að það mun taka okkur nokkrar vikur eða næstu vikur að vinna þennan hóp niður,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að vikan verði annasöm í bólusetningum. „Við erum síðan með sama hóp á morgun og þá erum við með Moderna-efnið það er sami hópur, fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Síðan erum við í næstu viku að halda áfram með sama hóp á þriðjudag, eftir viku, með Pfizer aftur og svo er á plani að taka AstraZeneca á miðvikudag eftir viku. Þá erum við með hópinn sem er sextíu til sjötíu ára, bæði með undirliggjandi en líka almenning,“ segir Ragnheiður Ósk. Dagurinn í dag verður þó nokkuð óvenjulegur því þeir sem koma í bólusetningu fá að njóta ljúfra tóna Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Það var mjög gleðilegt að Sinfóníuhljómsveitin hafði samband við okkur og spurði hvort þau gætu ekki komið og fengið að spila fyrir fólk, því allt okkar fólk þarf að bíða í fimmtán mínútur þangað til það fær að fara. Og við þáðum þetta með þökkum og þau ætla að koma í dag og halda smá tónleika fyrir okkar gesti sem eru að koma í bólusetningu,“ segir Ragnheiður Ósk.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sinfóníuhljómsveit Íslands Reykjavík Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira