Segir það ekki vera íþrótt ef það skiptir ekki máli hvort þú vinnir eða tapir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2021 13:00 Guardiola sagði sína skoðun á ofurdeildinni á blaðamannafundi í dag. EPA-EFE/Tibor Illyes Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hélt eldræðu varðandi ofurdeild Evrópu í knattspyrnu á blaðamannafundi nú rétt í þessu. Hann segir það ekki vera íþrótt ef engu máli skiptir hvort þú vinnir eða tapir. Ræðu Pep má sjá í fréttinni. „Ég hef ekki allar upplýsingarnar, hef raunar ekki það miklar upplýsingar en ef þú spyrð mig af hverju þessi lið voru valin til að spila í þessari keppni þá get ég ekki svarað því þar sem ég veit ekki ástæðuna. Íþrótt, það er ekki íþrótt ef tengingin milli þess sem þú leggur á þig og þess sem þú uppskerð er ekki til. Það er einfaldlega ekki íþrótt,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi sínum og var augljóslega mikið niðri fyrir. Hann hélt áfram. „Það er ekki íþrótt ef árangurinn er þegar tryggður. Það er ekki íþrótt ef það skiptir engu máli hvort þú tapir. Þess vegna – eins og ég hef margoft sagt – vil ég að bestu keppnirnar séu eins sterkar og mögulegt er, enska úrvalsdeildin er dæmi um það. Það er ekki sanngjarnt þegar eitt lið berst og berst, kemst á toppinn en fær ekki þátttökurétt [í ofurdeild eða Meistaradeild] því það er búið að tryggja nokkrum liðum sæti þar.“ "It is not sport if the relationship between the effort and reward doesn't exist." "It is not sport if it doesn't matter if you lose"Pep Guardiola shares his thoughts on the European Super League pic.twitter.com/Qy7gJMYdUW— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 20, 2021 „Svona líður mér. Ég veit ekki hvað breytist og fólk segir að það verði fjögur eða fimm lið sem geti unnið sér inn þátttökurétt og þar með spilað í þessari keppni. En hvað gerist fyrir hin 14-15 liðin sem þurfa ekki að spila vel og fá samt alltaf að vera með [í ofurdeildinni]. Þetta er því ekki íþrótt, þetta er eitthvað annað,“ sagði Guardiola að endingu. Fótbolti Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir Ríkisstjórn Bretlands mun skoða alla möguleika til að koma í veg fyrir ofurdeild Evrópu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórn landsins skoði allar mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu í knattspyrnu. Ef fara þarf með málið fyrir dómstóla þá verður það gert. 20. apríl 2021 12:36 Forseti FIFA fordæmir ofurdeildina og segir að liðin verði að axla ábyrgð Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur fordæmt ofurdeild Evrópu og sagt að FIFA sé alfarið á móti stofnun deildarinnar. Hann segir að það verði afleiðingar en hótaði þó ekki að leikmenn yrði setti í landsleikjabann. 20. apríl 2021 11:30 Segir ofurdeildina runna undan rifjum Real Madrid, Barcelona og bandarísku eigendanna Viðar Halldórsson, formaður FH, sem á sæti í stjórn ECA, Samtökum fótboltafélaga í Evrópu, segir að fréttirnar um stofnun ofurdeildarinnar hafi komið á óvart. Hann segir mjög líklegt að félögunum tólf sem stofnuðu ofurdeildina verði meinuð þátttaka í Meistaradeild Evrópu. 20. apríl 2021 11:02 Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
„Ég hef ekki allar upplýsingarnar, hef raunar ekki það miklar upplýsingar en ef þú spyrð mig af hverju þessi lið voru valin til að spila í þessari keppni þá get ég ekki svarað því þar sem ég veit ekki ástæðuna. Íþrótt, það er ekki íþrótt ef tengingin milli þess sem þú leggur á þig og þess sem þú uppskerð er ekki til. Það er einfaldlega ekki íþrótt,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi sínum og var augljóslega mikið niðri fyrir. Hann hélt áfram. „Það er ekki íþrótt ef árangurinn er þegar tryggður. Það er ekki íþrótt ef það skiptir engu máli hvort þú tapir. Þess vegna – eins og ég hef margoft sagt – vil ég að bestu keppnirnar séu eins sterkar og mögulegt er, enska úrvalsdeildin er dæmi um það. Það er ekki sanngjarnt þegar eitt lið berst og berst, kemst á toppinn en fær ekki þátttökurétt [í ofurdeild eða Meistaradeild] því það er búið að tryggja nokkrum liðum sæti þar.“ "It is not sport if the relationship between the effort and reward doesn't exist." "It is not sport if it doesn't matter if you lose"Pep Guardiola shares his thoughts on the European Super League pic.twitter.com/Qy7gJMYdUW— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 20, 2021 „Svona líður mér. Ég veit ekki hvað breytist og fólk segir að það verði fjögur eða fimm lið sem geti unnið sér inn þátttökurétt og þar með spilað í þessari keppni. En hvað gerist fyrir hin 14-15 liðin sem þurfa ekki að spila vel og fá samt alltaf að vera með [í ofurdeildinni]. Þetta er því ekki íþrótt, þetta er eitthvað annað,“ sagði Guardiola að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir Ríkisstjórn Bretlands mun skoða alla möguleika til að koma í veg fyrir ofurdeild Evrópu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórn landsins skoði allar mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu í knattspyrnu. Ef fara þarf með málið fyrir dómstóla þá verður það gert. 20. apríl 2021 12:36 Forseti FIFA fordæmir ofurdeildina og segir að liðin verði að axla ábyrgð Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur fordæmt ofurdeild Evrópu og sagt að FIFA sé alfarið á móti stofnun deildarinnar. Hann segir að það verði afleiðingar en hótaði þó ekki að leikmenn yrði setti í landsleikjabann. 20. apríl 2021 11:30 Segir ofurdeildina runna undan rifjum Real Madrid, Barcelona og bandarísku eigendanna Viðar Halldórsson, formaður FH, sem á sæti í stjórn ECA, Samtökum fótboltafélaga í Evrópu, segir að fréttirnar um stofnun ofurdeildarinnar hafi komið á óvart. Hann segir mjög líklegt að félögunum tólf sem stofnuðu ofurdeildina verði meinuð þátttaka í Meistaradeild Evrópu. 20. apríl 2021 11:02 Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands mun skoða alla möguleika til að koma í veg fyrir ofurdeild Evrópu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórn landsins skoði allar mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu í knattspyrnu. Ef fara þarf með málið fyrir dómstóla þá verður það gert. 20. apríl 2021 12:36
Forseti FIFA fordæmir ofurdeildina og segir að liðin verði að axla ábyrgð Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur fordæmt ofurdeild Evrópu og sagt að FIFA sé alfarið á móti stofnun deildarinnar. Hann segir að það verði afleiðingar en hótaði þó ekki að leikmenn yrði setti í landsleikjabann. 20. apríl 2021 11:30
Segir ofurdeildina runna undan rifjum Real Madrid, Barcelona og bandarísku eigendanna Viðar Halldórsson, formaður FH, sem á sæti í stjórn ECA, Samtökum fótboltafélaga í Evrópu, segir að fréttirnar um stofnun ofurdeildarinnar hafi komið á óvart. Hann segir mjög líklegt að félögunum tólf sem stofnuðu ofurdeildina verði meinuð þátttaka í Meistaradeild Evrópu. 20. apríl 2021 11:02