Hugmyndir Herra Hnetusmjörs „ógeðfelldar“ Snorri Másson skrifar 21. apríl 2021 17:19 Pawel Bartoszek segir áform Herra Hnetusmjörs um að loka landamærunum með umferðarteppu til marks um hvað óttinn getur gert við fólk. Vísir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar, gagnrýnir harðlega áform rapparans Herra Hnetusmjörs um að loka landamærunum í mótmælaskyni. „Hugmyndin um að mótmæla komu fólks við landamæri þykir mér ansi ógeðfelld. Hún er kannski til marks um þann stað sem óttinn getur dregið okkur á,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Herra Hnetusmjör hefur boðað að hann muni stofna til umferðarteppu við Keflavíkurflugvöll til þess að varna ferðamönnum vegar inn í landið, ef stjórnvöld ákveða ekki að loka landamærunum. Ber mótmælin saman við mótmæli gegn flóttamönnum Pawel segir að svona hugmyndir séu til marks um að ótti við veiruna hafi greinilega leitt suma á villigötur. Ljóst sé enda að þetta grundvallist allt á ótta við ógn að utan. „Fyrir fimm eða sex árum voru mótmæli víða í Evrópu vegna flóttamanna, sem voru svipaðs eðlis, að fólk safnaðist saman á landamærum til að mótmæla því að fólk kæmi inn í landið. Mér datt ekki í hug að maður sæi eitthvað svipað hér, sérstaklega þar sem maður hefur grun um að fólkið sem hefur samúð með þessum sjónarmiðum hefur líklega ekki sjálft ímyndað sér að vera komið á þennan stað,“ segir Pawel. Rapparinn lagði þessar aðgerðir fyrst til á Instagram og stofnaði fyrir skemmstu viðburð á Facebook, þar sem rúmlega þúsund hafa staðfest þátttöku sína. Fjögur þúsund til viðbótar hafa lýst yfir áhuga. Planið er að stífla Reykjanesbrautina á sunnudaginn, samanber viðburðinn á Facebook. „Ég vona auðvitað að fólk sjái að sér og geri sér líka grein fyrir því að í þessu máli er held ég rökræða á internetinu farsælli leið til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri,“ segir Pawel. Auk þess eigi mótmæli að beinast að stjórnvaldinu, en ekki fólkinu. „Fólk verður að gera sér grein fyrir að fólk sem er að koma hingað til lands og sér að fólk er mætt til að mótmæla því, mun líta svo á að verið sé að mótmæla þeim. En ef þú vilt mótmæla stjórnvöldum, þarftu að mæta til stjórnvalda,“ segir Pawel. Að einhver ætli sér að mæta á Alþjóðaflugvöll, taka mótmælastöðu hjá fólki sem er að koma og krefjast þess að landamærum yrði lokað er nú með því ógeðfelldara sem þetta ástand hefur kallað fram í fólki.— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) April 21, 2021 Pawel ítrekar í þessu samhengi að hann sé ekki með þessu að tala gegn sóttvarnaraðgerðum á landamærum, heldur sé hann fylgjandi þeirri reglugerð sem síðast var kynnt. Sú sem var dæmd ólögmæt fór fram úr meðalhófi, að mati Pawels. „Mér finnst gæta meira meðalhófs og virðingar fyrir réttindum fólks í nýrri nálgun stjórnvalda, bæði af því að þær eru tímabundnar og það er skýrt hvenær þeim er aflétt,“ segir Pawel. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Borgarstjórn Tengdar fréttir Herra Hnetusmjör fylgir hótunum sínum eftir Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör hefur boðað til mótmæla á Leifsstöð á sunnudaginn og vill loka landamærunum. 20. apríl 2021 11:33 „Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7. apríl 2021 11:07 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
„Hugmyndin um að mótmæla komu fólks við landamæri þykir mér ansi ógeðfelld. Hún er kannski til marks um þann stað sem óttinn getur dregið okkur á,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Herra Hnetusmjör hefur boðað að hann muni stofna til umferðarteppu við Keflavíkurflugvöll til þess að varna ferðamönnum vegar inn í landið, ef stjórnvöld ákveða ekki að loka landamærunum. Ber mótmælin saman við mótmæli gegn flóttamönnum Pawel segir að svona hugmyndir séu til marks um að ótti við veiruna hafi greinilega leitt suma á villigötur. Ljóst sé enda að þetta grundvallist allt á ótta við ógn að utan. „Fyrir fimm eða sex árum voru mótmæli víða í Evrópu vegna flóttamanna, sem voru svipaðs eðlis, að fólk safnaðist saman á landamærum til að mótmæla því að fólk kæmi inn í landið. Mér datt ekki í hug að maður sæi eitthvað svipað hér, sérstaklega þar sem maður hefur grun um að fólkið sem hefur samúð með þessum sjónarmiðum hefur líklega ekki sjálft ímyndað sér að vera komið á þennan stað,“ segir Pawel. Rapparinn lagði þessar aðgerðir fyrst til á Instagram og stofnaði fyrir skemmstu viðburð á Facebook, þar sem rúmlega þúsund hafa staðfest þátttöku sína. Fjögur þúsund til viðbótar hafa lýst yfir áhuga. Planið er að stífla Reykjanesbrautina á sunnudaginn, samanber viðburðinn á Facebook. „Ég vona auðvitað að fólk sjái að sér og geri sér líka grein fyrir því að í þessu máli er held ég rökræða á internetinu farsælli leið til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri,“ segir Pawel. Auk þess eigi mótmæli að beinast að stjórnvaldinu, en ekki fólkinu. „Fólk verður að gera sér grein fyrir að fólk sem er að koma hingað til lands og sér að fólk er mætt til að mótmæla því, mun líta svo á að verið sé að mótmæla þeim. En ef þú vilt mótmæla stjórnvöldum, þarftu að mæta til stjórnvalda,“ segir Pawel. Að einhver ætli sér að mæta á Alþjóðaflugvöll, taka mótmælastöðu hjá fólki sem er að koma og krefjast þess að landamærum yrði lokað er nú með því ógeðfelldara sem þetta ástand hefur kallað fram í fólki.— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) April 21, 2021 Pawel ítrekar í þessu samhengi að hann sé ekki með þessu að tala gegn sóttvarnaraðgerðum á landamærum, heldur sé hann fylgjandi þeirri reglugerð sem síðast var kynnt. Sú sem var dæmd ólögmæt fór fram úr meðalhófi, að mati Pawels. „Mér finnst gæta meira meðalhófs og virðingar fyrir réttindum fólks í nýrri nálgun stjórnvalda, bæði af því að þær eru tímabundnar og það er skýrt hvenær þeim er aflétt,“ segir Pawel.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Borgarstjórn Tengdar fréttir Herra Hnetusmjör fylgir hótunum sínum eftir Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör hefur boðað til mótmæla á Leifsstöð á sunnudaginn og vill loka landamærunum. 20. apríl 2021 11:33 „Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7. apríl 2021 11:07 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Herra Hnetusmjör fylgir hótunum sínum eftir Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör hefur boðað til mótmæla á Leifsstöð á sunnudaginn og vill loka landamærunum. 20. apríl 2021 11:33
„Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7. apríl 2021 11:07