Gleðilegan dag jarðarinnar Gréta María Grétarsdóttir skrifar 22. apríl 2021 09:01 Eitt af því sem varð til þess að fyrsti dagur Jarðar var haldinn í apríl 1970 var ljósmynd sem tekin var á aðfangadag árið 1968. Myndina, sem jafnan er kölluð Earthrise og ótalmargir hafa séð, tók geimfarinn William Anders frá tunglinu í Apollo 8 leiðangrinum. Hún sýnir jörðina fagurbláa, svífandi aleina í svörtu tómi. Blátt hafið, ljómandi í myrkrinu, undirstrikaði með áhrifamiklum hætti nokkuð sem við þó öll vissum, að jörðin er eina heimili okkar, forfeðra okkar og að minnsta kosti enn um sinn líka eina heimili afkomenda okkar. Fimm ár frá Parísarsamkomulaginu Það var einmitt á degi Jarðar fyrir fimm árum sem Parísarsamkomulagið var undirritað, líklega er það mikilvægasti vegvísir sem þjóðir hafa gert um það hvernig draga megi úr hlýnun jarðar af mannavöldum og því gefur dagurinn í dag okkur tilefni til að fagna. Svo hægt sé að bregðast við loftslagsvandanum með afgerandi hætti þarf að velta öllum steinum við, allir þurfa að taka þátt og ábyrgðin er okkar allra. Ábyrgðinni þarf að dreifa þannig að ríki, almenningur, atvinnugreinar og fyrirtæki átti sig á að allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Viðmið og markmið þurfa að vera raunhæf og taka mið af atvinnulífi og gangi efnahagslífsins. Þannig verða til lausnir sem miða að því að við sem samfélag störfum í sátt við umhverfið og forðumst að spilla þeim lífsgæðum sem við höfum byggt upp frá iðnbyltingunni. Sjálfbærni og samfélagsábyrgð hluti af öllum rekstri Þessi nýi raunveruleiki er að umbylta viðskiptum um allan heim. Samfélagsábyrgð og sjálfbærni eru orðin hluti af daglegum rekstri, stefnu og framtíðarmarkmiðum fyrirtækja sem vilja standast tönn komandi tíma. Kröfurnar um að fólk, opinberir aðilar og fyrirtæki þekki stöðu sína og standi við markmiðin eru orðnar hluti af öllu okkar lífi og starfi. Hafið er lykilatriði þegar kemur að heilbrigði jarðar enda nær hafið yfir 70% af yfirborði jarðar. Fyrirtæki á borð við Brim hafa sömu hagsmuni og jörðin öll, að höfin séu heilbrigð, að lífríki þeirra dafni og að loftslagsáhrif spilli ekki höfunum. Brim hefur um árabil tekið samfélagsábyrgð alvarlega, bæði vegna þess að hún er hluti af því að vera afl til góðs í samfélaginu og vegna þess að hún er hluti af góðum rekstri. Fyrirtækið gaf nýverið út í fjórða sinn árs- og samfélagsskýrslu þar sem tekið er á rekstri fyrirtækisins jafnt sem ófjárhagslegum þáttum. Yfirsýn fæst með því að rekja allt vistsporið Slík samantekt styður við hlutverk Brims sem er að auka verðmætasköpun í sjávarútvegi í sátt við samfélagið og umhverfið. Þannig skapar Brim virði fyrir starfsfólk, viðskiptavini, hluthafa og samfélagið í heild. Brim hefur frá árinu 2015 unnið eftir metnaðarfullri umhverfisáætlun þar sem kortlögð eru umhverfisáhrif félagsins í gegnum alla virðiskeðjuna frá veiðum til markaða. Á þeim grunni er unnið að því að þróa nýja tækni og aðferðir til að halda utan um vistspor afurða Brims frá veiðum til afhendingar á markaði. Brim hefur þegar náð mikilvægum árangri í því að minnka kolefnisspor sitt. Með því að kortleggja og skilja allt vistsporið fáum við mikilvæga yfirsýn yfir hvar vel gengur og hvar hægt er að gera betur. Sjávarútvegurinn allur á Íslandi hefur náð miklum árangri síðustu áratugi og er í raun eina höfuðatvinnugreinin sem hefur dregið myndarlega úr losun. Hagkvæmari veiðar og vinnsla ásamt betri skipakosti hafa skilað því að kolefnispor veiða og vinnslu hefur rúmlega helmingast á tveimur áratugum. Kolefnislosun sjávarútvegs og annarrar matvælaframleiðslu hefur minnkað úr um 25% heildarlosunar landsins í tæplega 7% frá árinu 1995. Í nýútkominn umhverfisskýrslu Gallup telja þó 85% aðspurðra að kolefnispor sjávarútvegsins sé stórt. Kannski þurfum við bara að vera duglegri að segja frá og miðla reynslu okkar. Ekki aðeins mögulegt heldur öllum til góðs Með því að halda áfram að greina og skilja áhrif starfsemi okkar á umhverfið - og gera enn frekari ráðstafanir til að draga úr þeim getum við haldið áfram að minnka fótsporið og stuðlað þannig að því að Ísland nái markmiðum sínum. Af fréttaflutningi og umræðu mætti stundum ráða að aðgerðir í loftslagsmálum séu bæði óvinnandi vegur og banabiti atvinnulífsins. Þessum orðum er ætlað að blása okkur öllum örlítinn byr í brjóst. Þetta er ekki bara hægt, þetta er vel gerlegt og á endanum til góðs fyrir bæði rekstur fyrirtækja og jörðina. Gleðilegan dag Jarðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem varð til þess að fyrsti dagur Jarðar var haldinn í apríl 1970 var ljósmynd sem tekin var á aðfangadag árið 1968. Myndina, sem jafnan er kölluð Earthrise og ótalmargir hafa séð, tók geimfarinn William Anders frá tunglinu í Apollo 8 leiðangrinum. Hún sýnir jörðina fagurbláa, svífandi aleina í svörtu tómi. Blátt hafið, ljómandi í myrkrinu, undirstrikaði með áhrifamiklum hætti nokkuð sem við þó öll vissum, að jörðin er eina heimili okkar, forfeðra okkar og að minnsta kosti enn um sinn líka eina heimili afkomenda okkar. Fimm ár frá Parísarsamkomulaginu Það var einmitt á degi Jarðar fyrir fimm árum sem Parísarsamkomulagið var undirritað, líklega er það mikilvægasti vegvísir sem þjóðir hafa gert um það hvernig draga megi úr hlýnun jarðar af mannavöldum og því gefur dagurinn í dag okkur tilefni til að fagna. Svo hægt sé að bregðast við loftslagsvandanum með afgerandi hætti þarf að velta öllum steinum við, allir þurfa að taka þátt og ábyrgðin er okkar allra. Ábyrgðinni þarf að dreifa þannig að ríki, almenningur, atvinnugreinar og fyrirtæki átti sig á að allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Viðmið og markmið þurfa að vera raunhæf og taka mið af atvinnulífi og gangi efnahagslífsins. Þannig verða til lausnir sem miða að því að við sem samfélag störfum í sátt við umhverfið og forðumst að spilla þeim lífsgæðum sem við höfum byggt upp frá iðnbyltingunni. Sjálfbærni og samfélagsábyrgð hluti af öllum rekstri Þessi nýi raunveruleiki er að umbylta viðskiptum um allan heim. Samfélagsábyrgð og sjálfbærni eru orðin hluti af daglegum rekstri, stefnu og framtíðarmarkmiðum fyrirtækja sem vilja standast tönn komandi tíma. Kröfurnar um að fólk, opinberir aðilar og fyrirtæki þekki stöðu sína og standi við markmiðin eru orðnar hluti af öllu okkar lífi og starfi. Hafið er lykilatriði þegar kemur að heilbrigði jarðar enda nær hafið yfir 70% af yfirborði jarðar. Fyrirtæki á borð við Brim hafa sömu hagsmuni og jörðin öll, að höfin séu heilbrigð, að lífríki þeirra dafni og að loftslagsáhrif spilli ekki höfunum. Brim hefur um árabil tekið samfélagsábyrgð alvarlega, bæði vegna þess að hún er hluti af því að vera afl til góðs í samfélaginu og vegna þess að hún er hluti af góðum rekstri. Fyrirtækið gaf nýverið út í fjórða sinn árs- og samfélagsskýrslu þar sem tekið er á rekstri fyrirtækisins jafnt sem ófjárhagslegum þáttum. Yfirsýn fæst með því að rekja allt vistsporið Slík samantekt styður við hlutverk Brims sem er að auka verðmætasköpun í sjávarútvegi í sátt við samfélagið og umhverfið. Þannig skapar Brim virði fyrir starfsfólk, viðskiptavini, hluthafa og samfélagið í heild. Brim hefur frá árinu 2015 unnið eftir metnaðarfullri umhverfisáætlun þar sem kortlögð eru umhverfisáhrif félagsins í gegnum alla virðiskeðjuna frá veiðum til markaða. Á þeim grunni er unnið að því að þróa nýja tækni og aðferðir til að halda utan um vistspor afurða Brims frá veiðum til afhendingar á markaði. Brim hefur þegar náð mikilvægum árangri í því að minnka kolefnisspor sitt. Með því að kortleggja og skilja allt vistsporið fáum við mikilvæga yfirsýn yfir hvar vel gengur og hvar hægt er að gera betur. Sjávarútvegurinn allur á Íslandi hefur náð miklum árangri síðustu áratugi og er í raun eina höfuðatvinnugreinin sem hefur dregið myndarlega úr losun. Hagkvæmari veiðar og vinnsla ásamt betri skipakosti hafa skilað því að kolefnispor veiða og vinnslu hefur rúmlega helmingast á tveimur áratugum. Kolefnislosun sjávarútvegs og annarrar matvælaframleiðslu hefur minnkað úr um 25% heildarlosunar landsins í tæplega 7% frá árinu 1995. Í nýútkominn umhverfisskýrslu Gallup telja þó 85% aðspurðra að kolefnispor sjávarútvegsins sé stórt. Kannski þurfum við bara að vera duglegri að segja frá og miðla reynslu okkar. Ekki aðeins mögulegt heldur öllum til góðs Með því að halda áfram að greina og skilja áhrif starfsemi okkar á umhverfið - og gera enn frekari ráðstafanir til að draga úr þeim getum við haldið áfram að minnka fótsporið og stuðlað þannig að því að Ísland nái markmiðum sínum. Af fréttaflutningi og umræðu mætti stundum ráða að aðgerðir í loftslagsmálum séu bæði óvinnandi vegur og banabiti atvinnulífsins. Þessum orðum er ætlað að blása okkur öllum örlítinn byr í brjóst. Þetta er ekki bara hægt, þetta er vel gerlegt og á endanum til góðs fyrir bæði rekstur fyrirtækja og jörðina. Gleðilegan dag Jarðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun