Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2021 11:59 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. Sóttvarnalæknir segir sex af þeim átta sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsýkingunni á leikskólanum Jörfa. „Það er þarna hópur sem tengist nánast allur fyrri hópsmitum en það kom ekki upp í rakningunni. Þetta var fólk með mjög lítil einkenni,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ekki margir sem þurfa að fara í sóttkví Tveir þeirra átta sem greindust utan sóttkvíar virðast við fyrstu sýn ekki tengjast hópsýkingu. „Það á eftir að skoða það betur.“ Hann segir ekki marga hafa þurft að fara í sóttkví vegna þeirra sem greindust utan sóttkvíar. Aðallega hafi verið um fullorði fólk að ræða. „Það er ekki stór fjöldi virðist vera sem betur fer.“ Sóttvarnalæknir segir þessar tölur óþægilegar og valda áhyggjum. Fáir alvarlega veikar „Þær segja það að veiran er búin að dreifa sér víða eins og við höfum rætt á undanförnum dögum. Það er ákveðið áhyggjuefni en á móti kemur þá eru fáir sem eru alvarlega veikir. En það gæti átt eftir að breytast ef það verður mikil útbreiðsla. Þetta eru ekki ánægjulegar tölur. Ég hefði gjarnan viljað sjá þær öðurvísi.“ Þegar greint var frá hópsýkingunni á Jörfa um liðna helgi var talað um að næstu dagar myndu ráða úrslitum varðandi viðbrögð við faraldrinum hér á landi. Þórólfur segir stöðuna þá sömu og þá. „Við erum kannski í sömu sporunum. Það hefur lítið hreyfst upp eða niður á við. Þannig að það er verið að skoða málin og kanna hvort að það þurfi að grípa til einhverra hertra aðgerða. En auðvitað vill maður reyna að forðast það eins og hægt er og ekki grípa til þeirra aðgerða fyrr en það er útséð að þess þurfi,“ segir Þórólfur. Sértækar aðgerðir ekki líklegar Næstu dagar muni því ráða úrslitum en Þórólfur segir sértækar aðgerðir, líkt og reynt var að beita síðastliðið haust, ekki hafa gefið góða raun. „Ég hef sagt áður að við höfum reynt að fara í sértækar aðgerðir og reyndum það í byrjun á þriðju bylgjunni. Það gafst ekki vel. Það var ekki fyrr en við gripum til almennra aðgerða að við förum að ná tökum á því og við þurfum að læra af þeirri reynslu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir sex af þeim átta sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsýkingunni á leikskólanum Jörfa. „Það er þarna hópur sem tengist nánast allur fyrri hópsmitum en það kom ekki upp í rakningunni. Þetta var fólk með mjög lítil einkenni,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ekki margir sem þurfa að fara í sóttkví Tveir þeirra átta sem greindust utan sóttkvíar virðast við fyrstu sýn ekki tengjast hópsýkingu. „Það á eftir að skoða það betur.“ Hann segir ekki marga hafa þurft að fara í sóttkví vegna þeirra sem greindust utan sóttkvíar. Aðallega hafi verið um fullorði fólk að ræða. „Það er ekki stór fjöldi virðist vera sem betur fer.“ Sóttvarnalæknir segir þessar tölur óþægilegar og valda áhyggjum. Fáir alvarlega veikar „Þær segja það að veiran er búin að dreifa sér víða eins og við höfum rætt á undanförnum dögum. Það er ákveðið áhyggjuefni en á móti kemur þá eru fáir sem eru alvarlega veikir. En það gæti átt eftir að breytast ef það verður mikil útbreiðsla. Þetta eru ekki ánægjulegar tölur. Ég hefði gjarnan viljað sjá þær öðurvísi.“ Þegar greint var frá hópsýkingunni á Jörfa um liðna helgi var talað um að næstu dagar myndu ráða úrslitum varðandi viðbrögð við faraldrinum hér á landi. Þórólfur segir stöðuna þá sömu og þá. „Við erum kannski í sömu sporunum. Það hefur lítið hreyfst upp eða niður á við. Þannig að það er verið að skoða málin og kanna hvort að það þurfi að grípa til einhverra hertra aðgerða. En auðvitað vill maður reyna að forðast það eins og hægt er og ekki grípa til þeirra aðgerða fyrr en það er útséð að þess þurfi,“ segir Þórólfur. Sértækar aðgerðir ekki líklegar Næstu dagar muni því ráða úrslitum en Þórólfur segir sértækar aðgerðir, líkt og reynt var að beita síðastliðið haust, ekki hafa gefið góða raun. „Ég hef sagt áður að við höfum reynt að fara í sértækar aðgerðir og reyndum það í byrjun á þriðju bylgjunni. Það gafst ekki vel. Það var ekki fyrr en við gripum til almennra aðgerða að við förum að ná tökum á því og við þurfum að læra af þeirri reynslu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira