Ólafur: Við lögðumst bara niður og töpuðum leiknum Smári Jökull Jónsson skrifar 23. apríl 2021 20:45 Ólafur Ólafsson var niðurlútur eftir tapið gegn Njarðvík í kvöld. vísir/daníel Ólafur Ólafsson var ósáttur eftir tap Grindavíkur á heimavelli gegn Njarðvík í kvöld og vildi að sitt lið myndi byrja að láta verkin tala. „Við vorum flottir í fyrsta leikhluta og komnir einhverjum 15 stigum yfir. Þá förum við í þetta týpíska sem við höfum verið í núna í vetur, að halda að þetta sé komið. Eitthvað „walk in the park“ og við lögðumst bara niður og töpuðum leiknum,“ sagði Ólafur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur og á tímabili virtist eins og þeir ætluðu hreinlega að klára leikinn í fyrri hálfleik. Góður lokakafli í öðrum leikhluta kom hins vegar Njarðvíkingum aftur á bragðið. „Við erum búnir að ræða þetta en við þurfum að hætta að ræða hlutina og bara gera þá. Ef það þarf að gefa einhverjum á kjaftinn til að kveikja í mönnum þá þarf bara einhver að taka það á sig að fara út úr húsi.“ „Þetta var arfaslakt en við sýndum í fyrri hálfleik að við erum ógeðslega góðir. Við höfum ekki verið að rústa leikjum í vetur, allir leikir hafa verið að detta okkar megin eða hjá hinu liðinu. Þetta var bara lélegt.“ Í seinni hálfleik flautuðu dómararnir töluvert mikið af villum og Ólafur, Kazembe Abif og Marshall Nelson lentu allir í villuvandræðum. Heimamenn nældu sér í tæknivillur fyrir tuð og voru enn að kvarta í dómurunum eftir að lokaflautið gall. „Línan var allt í lagi. Við töpuðum ekki því dómararnir voru slakir eða að einhverjir dómar féllu með þeim. Það er bara eins og það er, við fáum einhverja villu og svo fá þeir ekki fyrir það sama hinu megin og við látum það fara í taugarnar á okkur.“ Eruð þið kannski að láta þetta fara það mikið í taugarnar á ykkur að það truflar ykkur á vellinum „Greinilega, við töpum alltaf þegar við förum að gera þetta. Við þurfum bara að líta í eigin barm sem einstaklingar og laga til hjá sjálfum okkur. Þetta er ekki liðið og hver og einn leikmaður þarf að laga til. Þeir komast einu stigi yfir og við látum eins og þeir séu 30 stigum undir og að við þurfum að sigra heiminn í staðinn fyrir að spila saman.“ „Við þurfum að líta inn á við sem einstaklingar og laga til hjá okkur,“ sagði Ólafur að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 91-94 | Ómetanlegur sigur gestanna Njarðvík vann gríðarlega mikilvægan sigur í Domino´s deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar þeir lögðu nágranna sína í Grindavík á útivelli. 23. apríl 2021 21:45 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
„Við vorum flottir í fyrsta leikhluta og komnir einhverjum 15 stigum yfir. Þá förum við í þetta týpíska sem við höfum verið í núna í vetur, að halda að þetta sé komið. Eitthvað „walk in the park“ og við lögðumst bara niður og töpuðum leiknum,“ sagði Ólafur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur og á tímabili virtist eins og þeir ætluðu hreinlega að klára leikinn í fyrri hálfleik. Góður lokakafli í öðrum leikhluta kom hins vegar Njarðvíkingum aftur á bragðið. „Við erum búnir að ræða þetta en við þurfum að hætta að ræða hlutina og bara gera þá. Ef það þarf að gefa einhverjum á kjaftinn til að kveikja í mönnum þá þarf bara einhver að taka það á sig að fara út úr húsi.“ „Þetta var arfaslakt en við sýndum í fyrri hálfleik að við erum ógeðslega góðir. Við höfum ekki verið að rústa leikjum í vetur, allir leikir hafa verið að detta okkar megin eða hjá hinu liðinu. Þetta var bara lélegt.“ Í seinni hálfleik flautuðu dómararnir töluvert mikið af villum og Ólafur, Kazembe Abif og Marshall Nelson lentu allir í villuvandræðum. Heimamenn nældu sér í tæknivillur fyrir tuð og voru enn að kvarta í dómurunum eftir að lokaflautið gall. „Línan var allt í lagi. Við töpuðum ekki því dómararnir voru slakir eða að einhverjir dómar féllu með þeim. Það er bara eins og það er, við fáum einhverja villu og svo fá þeir ekki fyrir það sama hinu megin og við látum það fara í taugarnar á okkur.“ Eruð þið kannski að láta þetta fara það mikið í taugarnar á ykkur að það truflar ykkur á vellinum „Greinilega, við töpum alltaf þegar við förum að gera þetta. Við þurfum bara að líta í eigin barm sem einstaklingar og laga til hjá sjálfum okkur. Þetta er ekki liðið og hver og einn leikmaður þarf að laga til. Þeir komast einu stigi yfir og við látum eins og þeir séu 30 stigum undir og að við þurfum að sigra heiminn í staðinn fyrir að spila saman.“ „Við þurfum að líta inn á við sem einstaklingar og laga til hjá okkur,“ sagði Ólafur að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 91-94 | Ómetanlegur sigur gestanna Njarðvík vann gríðarlega mikilvægan sigur í Domino´s deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar þeir lögðu nágranna sína í Grindavík á útivelli. 23. apríl 2021 21:45 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 91-94 | Ómetanlegur sigur gestanna Njarðvík vann gríðarlega mikilvægan sigur í Domino´s deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar þeir lögðu nágranna sína í Grindavík á útivelli. 23. apríl 2021 21:45