Átti að vera í sóttkví en hundsaði öll fyrirmæli Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2021 07:30 Lögreglan gerði úttekt á veitingastöðum í miðborginni í gærkvöldi og athugaði hvort reglum um sóttvarnir og skráningu gesta væri framfylgt. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Lögregla kannaði ástand veitingastaða í miðborg Reykjavíkur í gær með tilliti til sóttvarna og þess hvort gestir væru skráðir samkvæmt reglum. Víðast hvar var reglum um sóttvarnir og skráningu gesta fullnægt en fengu starfsmenn á tveimur veitingastöðum tiltal varðandi hvað betur mætti fara. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fékk hins vegar margar tilkynningar vegna hávaða í heimahúsum vegna partístands og hárrar tónlistar frá klukkan ellefu í gærkvöldi til fimm í morgun. Lögregla var jafnframt kölluð til vegna ölvaðs erlends ferðamanns sem lét illum látum á hóteli þar sem hann átti að vera í sóttkví en hunsaði öll fyrirmæli. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Steig út úr bifreið sem rann á lögreglubílinn Þá var tilkynnt um líkamsárás um klukkan tíu í gærkvöldi þar sem tveir menn réðust á þann þriðja. Árásarþoli fékk hnefahögg í gagnauga og var með áverka eftir árásina. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en fyrir liggur hverjir þeir eru og er málið í rannsókn. Að vanda hafði lögregla afskipti af þónokkrum fjölda ökumanna í gærkvöldi og í nótt, meðal annars sautján ára stúlku sem sinnti ekki stöðvunartilmælum lögreglu í fyrstu. Þegar bifreiðin var loks stöðvuð steig stúlkan sem var undir stýri út úr bílnum, án þess að tryggja bifreiðina með þeim afleiðingum að bíllinn rann á lögreglubifreiðina. Stúlkan er grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna en var sótt af móður sinni á lögreglustöð að lokinni sýnatöku. Lögregla hafði jafnframt afskipti af öðrum ökumanni sem var gripinn við þá iðju að spóla á bifreið sinni þannig að hjólbarði sprakk með miklum hávaða. Var hann ekki talinn sýna næga tillitssemi og varúð og var skýrsla rituð um málið. Loks var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr fataverslun þegar klukkan var um tuttugu mínútur yfir eitt í nótt. Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fékk hins vegar margar tilkynningar vegna hávaða í heimahúsum vegna partístands og hárrar tónlistar frá klukkan ellefu í gærkvöldi til fimm í morgun. Lögregla var jafnframt kölluð til vegna ölvaðs erlends ferðamanns sem lét illum látum á hóteli þar sem hann átti að vera í sóttkví en hunsaði öll fyrirmæli. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Steig út úr bifreið sem rann á lögreglubílinn Þá var tilkynnt um líkamsárás um klukkan tíu í gærkvöldi þar sem tveir menn réðust á þann þriðja. Árásarþoli fékk hnefahögg í gagnauga og var með áverka eftir árásina. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en fyrir liggur hverjir þeir eru og er málið í rannsókn. Að vanda hafði lögregla afskipti af þónokkrum fjölda ökumanna í gærkvöldi og í nótt, meðal annars sautján ára stúlku sem sinnti ekki stöðvunartilmælum lögreglu í fyrstu. Þegar bifreiðin var loks stöðvuð steig stúlkan sem var undir stýri út úr bílnum, án þess að tryggja bifreiðina með þeim afleiðingum að bíllinn rann á lögreglubifreiðina. Stúlkan er grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna en var sótt af móður sinni á lögreglustöð að lokinni sýnatöku. Lögregla hafði jafnframt afskipti af öðrum ökumanni sem var gripinn við þá iðju að spóla á bifreið sinni þannig að hjólbarði sprakk með miklum hávaða. Var hann ekki talinn sýna næga tillitssemi og varúð og var skýrsla rituð um málið. Loks var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr fataverslun þegar klukkan var um tuttugu mínútur yfir eitt í nótt.
Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira