Sprautur og tölvuleikir í Laugardalshöll Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2021 13:30 Níu þúsund manns hafa fengið boð í bólusetningu á miðvikudag. Vísir/Vilhelm Metvika verður í bólusetningum þessa vikuna þegar allt að níu þúsund manns fá sprautu á einum degi. Á sama tíma er von á ríflega sjö hundruð tölvuleikjaspilurum í Laugardalshöllina. Undirbúningur í Laugardalshöll er í fullum gangi enda hafa tæplega fimmtán þúsund manns fengið boð í bólusetningu þessa helgina. Um þrjú hundruð stólum hefur verið raðað skipulega upp í stóra sal hallarinnar en um fimmtíu starfsmenn frá heilsugæslunni, lögreglunni, slökkviliðinu og Öryggismiðstöðinni, svo dæmi séu tekin, koma að undirbúningnum. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Þetta er stærsta vikan hjá okkur hingað til þannig að það er mikill undirbúningur í gangi. Við höldum áfram að vera í Laugardalshöll og við munum bólusetja með Pfizer á þriðjudag og síðan með Astra Zeneca á miðvikudag og það verður stærsti dagurinn þar sem það hafa verið boðaðir hátt í níu þúsund manns,” segir Sigríður. Fólk á milli sextugs og sjötugs hefur fengið boð eftir helgi og fá þeir sem eru ekki með undirliggjandi sjúkdóma fá bóluefni Astra Zeneca og aðrir Pfizer. Bólusetningarnar hafa gengið nokkuð hratt fyrir sig en yngra fólk fékk bóluefni í síðustu viku. „Það voru þessir forgangshópar sem eru fjölmennir og við erum líka byrjuð að bólusetja yngstu hópana, þá sem eru með alvarlegustu sjúkdómana,” segir Sigríður. Bólusetningarnar voru færðar í stóra sal Laugardalshallarinnar vegna eins stærsta rafíþróttamóts heims sem verður haldið þar í maí og stendur yfir í um fjórar vikur. Víðir Reynisson hjá almannavörnum hefur verið í samskiptum við forsvarsmenn mótsins. „Þetta eru um 700-800 manns í heildina sem koma að þessu. Þetta er ansi stór hópur. Einhverjir af þessum einstaklingum eru bólusettir og aðrir fara í fimm daga sóttkví og ljúka henni áður en þeir hefja keppni í þessu. Eins og skipulagið er sett upp þá voru einu sem þurftu einhverjar undanþágur nokkrir starfsmenn sem koma á undan til að setja upp búnað og eru í svokallaðri vinnusóttkví. Þeir setja upp búnaðinn og eru síðan á hótelinu.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Rafíþróttir Bólusetningar Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Undirbúningur í Laugardalshöll er í fullum gangi enda hafa tæplega fimmtán þúsund manns fengið boð í bólusetningu þessa helgina. Um þrjú hundruð stólum hefur verið raðað skipulega upp í stóra sal hallarinnar en um fimmtíu starfsmenn frá heilsugæslunni, lögreglunni, slökkviliðinu og Öryggismiðstöðinni, svo dæmi séu tekin, koma að undirbúningnum. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Þetta er stærsta vikan hjá okkur hingað til þannig að það er mikill undirbúningur í gangi. Við höldum áfram að vera í Laugardalshöll og við munum bólusetja með Pfizer á þriðjudag og síðan með Astra Zeneca á miðvikudag og það verður stærsti dagurinn þar sem það hafa verið boðaðir hátt í níu þúsund manns,” segir Sigríður. Fólk á milli sextugs og sjötugs hefur fengið boð eftir helgi og fá þeir sem eru ekki með undirliggjandi sjúkdóma fá bóluefni Astra Zeneca og aðrir Pfizer. Bólusetningarnar hafa gengið nokkuð hratt fyrir sig en yngra fólk fékk bóluefni í síðustu viku. „Það voru þessir forgangshópar sem eru fjölmennir og við erum líka byrjuð að bólusetja yngstu hópana, þá sem eru með alvarlegustu sjúkdómana,” segir Sigríður. Bólusetningarnar voru færðar í stóra sal Laugardalshallarinnar vegna eins stærsta rafíþróttamóts heims sem verður haldið þar í maí og stendur yfir í um fjórar vikur. Víðir Reynisson hjá almannavörnum hefur verið í samskiptum við forsvarsmenn mótsins. „Þetta eru um 700-800 manns í heildina sem koma að þessu. Þetta er ansi stór hópur. Einhverjir af þessum einstaklingum eru bólusettir og aðrir fara í fimm daga sóttkví og ljúka henni áður en þeir hefja keppni í þessu. Eins og skipulagið er sett upp þá voru einu sem þurftu einhverjar undanþágur nokkrir starfsmenn sem koma á undan til að setja upp búnað og eru í svokallaðri vinnusóttkví. Þeir setja upp búnaðinn og eru síðan á hótelinu.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Rafíþróttir Bólusetningar Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira