Sebastian: Get ekki verið reiður því ég er svo sorgmæddur Smári Jökull Jónsson skrifar 25. apríl 2021 17:57 Sebastian var niðurbrotinn eftir tap Framara gegn ÍBV í dag. Vísir / Hulda Margrét Sebastian Alexandersson þjálfari Fram var hálf niðurbrotinn eftir tap hans manna gegn ÍBV í Safamýri í dag en Eyjamenn skoruðu sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir. „Í fyrsta lagi er höndin ekki einu sinni komin upp og þetta er bara slæm ákvarðanataka. Við erum að henda frá okkur sigri í dag, 10 sekúndur eftir og við erum búnir að tala um að láta þá ekki fá boltann aftur,“ sagði Sebastian en Fram var með boltann undir lokin en tapaður bolti færði ÍBV sigurmark á silfurfati. „Síðasta sóknin í fyrri hálfleik er líka svona. Miðað við hvernig við erum búnir að spila í vetur þá er þetta mér gjörsamlega óskiljanlegt hvað er að gerast í hausnum á leikmönnum. Við erum búnir að vera frekar agaðir í þessum stöðum og tökum núna tvo leiki í röð þar sem við missum boltann rétt fyrir hálfleik eða lok leiks þegar engin pressa er eða þörf á að flýta sér.“ „Ég því miður bara ekki svör við því af hverju þetta er að gerast.“ Fram tapaði mörgum boltum í dag, sextán boltum alls, og flestir þeirra komu á fyrstu 40 mínútum leiksins. „Flestir þeirra eru ekki undir pressu. Við þurfum að líta í eigin barm með þetta. Við erum búnir að halda takti í öllu þessu rugli í vetur en við virðumst ekki vera að gera það núna.“ ÍBV leiddi með tveimur mörkum í hálfleik en Fram mætti af krafti í síðari hálfleik og komust mest þremur mörkum yfir. „Við erum að skora nærri 30 mörk en auðvitað er vörnin okkar ekki þar sem hún hefur verið í vetur, smá ryð í okkur þar. Þetta snýst um smáatriði og við vorum að henda frá okkur smáatriðum í dag sem kosta okkur dýrmæt stig fyrir úrslitakeppnina.“ „Við töpuðum unnum leik í jafntefli gegn Stjörnunni. Heilt yfir höfum við spilað vel á síðustu mínútum leikja í vetur og í dag erum við að kasta frá okkur allavega einu stigi. Ég er hræddur um að þetta muni telja þegar upp er staðið, ég vona svo sannarlega ekki. Ég get ekki einu sinni verið reiður því ég er svo sorgmæddur,“ sagði Sebastian. Hann bætti við að Fram myndi ekki óska eftir frestun leikja þó Vilhelm Poulsen og Rógvi Christiansen hafi verið kallaðir í færeyska landsliðshópinn sem á leiki framundan. „Við ætlum bara að spila, við græðum ekkert á því að fresta.“ ÍBV Fram Íslenski handboltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
„Í fyrsta lagi er höndin ekki einu sinni komin upp og þetta er bara slæm ákvarðanataka. Við erum að henda frá okkur sigri í dag, 10 sekúndur eftir og við erum búnir að tala um að láta þá ekki fá boltann aftur,“ sagði Sebastian en Fram var með boltann undir lokin en tapaður bolti færði ÍBV sigurmark á silfurfati. „Síðasta sóknin í fyrri hálfleik er líka svona. Miðað við hvernig við erum búnir að spila í vetur þá er þetta mér gjörsamlega óskiljanlegt hvað er að gerast í hausnum á leikmönnum. Við erum búnir að vera frekar agaðir í þessum stöðum og tökum núna tvo leiki í röð þar sem við missum boltann rétt fyrir hálfleik eða lok leiks þegar engin pressa er eða þörf á að flýta sér.“ „Ég því miður bara ekki svör við því af hverju þetta er að gerast.“ Fram tapaði mörgum boltum í dag, sextán boltum alls, og flestir þeirra komu á fyrstu 40 mínútum leiksins. „Flestir þeirra eru ekki undir pressu. Við þurfum að líta í eigin barm með þetta. Við erum búnir að halda takti í öllu þessu rugli í vetur en við virðumst ekki vera að gera það núna.“ ÍBV leiddi með tveimur mörkum í hálfleik en Fram mætti af krafti í síðari hálfleik og komust mest þremur mörkum yfir. „Við erum að skora nærri 30 mörk en auðvitað er vörnin okkar ekki þar sem hún hefur verið í vetur, smá ryð í okkur þar. Þetta snýst um smáatriði og við vorum að henda frá okkur smáatriðum í dag sem kosta okkur dýrmæt stig fyrir úrslitakeppnina.“ „Við töpuðum unnum leik í jafntefli gegn Stjörnunni. Heilt yfir höfum við spilað vel á síðustu mínútum leikja í vetur og í dag erum við að kasta frá okkur allavega einu stigi. Ég er hræddur um að þetta muni telja þegar upp er staðið, ég vona svo sannarlega ekki. Ég get ekki einu sinni verið reiður því ég er svo sorgmæddur,“ sagði Sebastian. Hann bætti við að Fram myndi ekki óska eftir frestun leikja þó Vilhelm Poulsen og Rógvi Christiansen hafi verið kallaðir í færeyska landsliðshópinn sem á leiki framundan. „Við ætlum bara að spila, við græðum ekkert á því að fresta.“
ÍBV Fram Íslenski handboltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira