Sebastian: Get ekki verið reiður því ég er svo sorgmæddur Smári Jökull Jónsson skrifar 25. apríl 2021 17:57 Sebastian var niðurbrotinn eftir tap Framara gegn ÍBV í dag. Vísir / Hulda Margrét Sebastian Alexandersson þjálfari Fram var hálf niðurbrotinn eftir tap hans manna gegn ÍBV í Safamýri í dag en Eyjamenn skoruðu sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir. „Í fyrsta lagi er höndin ekki einu sinni komin upp og þetta er bara slæm ákvarðanataka. Við erum að henda frá okkur sigri í dag, 10 sekúndur eftir og við erum búnir að tala um að láta þá ekki fá boltann aftur,“ sagði Sebastian en Fram var með boltann undir lokin en tapaður bolti færði ÍBV sigurmark á silfurfati. „Síðasta sóknin í fyrri hálfleik er líka svona. Miðað við hvernig við erum búnir að spila í vetur þá er þetta mér gjörsamlega óskiljanlegt hvað er að gerast í hausnum á leikmönnum. Við erum búnir að vera frekar agaðir í þessum stöðum og tökum núna tvo leiki í röð þar sem við missum boltann rétt fyrir hálfleik eða lok leiks þegar engin pressa er eða þörf á að flýta sér.“ „Ég því miður bara ekki svör við því af hverju þetta er að gerast.“ Fram tapaði mörgum boltum í dag, sextán boltum alls, og flestir þeirra komu á fyrstu 40 mínútum leiksins. „Flestir þeirra eru ekki undir pressu. Við þurfum að líta í eigin barm með þetta. Við erum búnir að halda takti í öllu þessu rugli í vetur en við virðumst ekki vera að gera það núna.“ ÍBV leiddi með tveimur mörkum í hálfleik en Fram mætti af krafti í síðari hálfleik og komust mest þremur mörkum yfir. „Við erum að skora nærri 30 mörk en auðvitað er vörnin okkar ekki þar sem hún hefur verið í vetur, smá ryð í okkur þar. Þetta snýst um smáatriði og við vorum að henda frá okkur smáatriðum í dag sem kosta okkur dýrmæt stig fyrir úrslitakeppnina.“ „Við töpuðum unnum leik í jafntefli gegn Stjörnunni. Heilt yfir höfum við spilað vel á síðustu mínútum leikja í vetur og í dag erum við að kasta frá okkur allavega einu stigi. Ég er hræddur um að þetta muni telja þegar upp er staðið, ég vona svo sannarlega ekki. Ég get ekki einu sinni verið reiður því ég er svo sorgmæddur,“ sagði Sebastian. Hann bætti við að Fram myndi ekki óska eftir frestun leikja þó Vilhelm Poulsen og Rógvi Christiansen hafi verið kallaðir í færeyska landsliðshópinn sem á leiki framundan. „Við ætlum bara að spila, við græðum ekkert á því að fresta.“ ÍBV Fram Íslenski handboltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
„Í fyrsta lagi er höndin ekki einu sinni komin upp og þetta er bara slæm ákvarðanataka. Við erum að henda frá okkur sigri í dag, 10 sekúndur eftir og við erum búnir að tala um að láta þá ekki fá boltann aftur,“ sagði Sebastian en Fram var með boltann undir lokin en tapaður bolti færði ÍBV sigurmark á silfurfati. „Síðasta sóknin í fyrri hálfleik er líka svona. Miðað við hvernig við erum búnir að spila í vetur þá er þetta mér gjörsamlega óskiljanlegt hvað er að gerast í hausnum á leikmönnum. Við erum búnir að vera frekar agaðir í þessum stöðum og tökum núna tvo leiki í röð þar sem við missum boltann rétt fyrir hálfleik eða lok leiks þegar engin pressa er eða þörf á að flýta sér.“ „Ég því miður bara ekki svör við því af hverju þetta er að gerast.“ Fram tapaði mörgum boltum í dag, sextán boltum alls, og flestir þeirra komu á fyrstu 40 mínútum leiksins. „Flestir þeirra eru ekki undir pressu. Við þurfum að líta í eigin barm með þetta. Við erum búnir að halda takti í öllu þessu rugli í vetur en við virðumst ekki vera að gera það núna.“ ÍBV leiddi með tveimur mörkum í hálfleik en Fram mætti af krafti í síðari hálfleik og komust mest þremur mörkum yfir. „Við erum að skora nærri 30 mörk en auðvitað er vörnin okkar ekki þar sem hún hefur verið í vetur, smá ryð í okkur þar. Þetta snýst um smáatriði og við vorum að henda frá okkur smáatriðum í dag sem kosta okkur dýrmæt stig fyrir úrslitakeppnina.“ „Við töpuðum unnum leik í jafntefli gegn Stjörnunni. Heilt yfir höfum við spilað vel á síðustu mínútum leikja í vetur og í dag erum við að kasta frá okkur allavega einu stigi. Ég er hræddur um að þetta muni telja þegar upp er staðið, ég vona svo sannarlega ekki. Ég get ekki einu sinni verið reiður því ég er svo sorgmæddur,“ sagði Sebastian. Hann bætti við að Fram myndi ekki óska eftir frestun leikja þó Vilhelm Poulsen og Rógvi Christiansen hafi verið kallaðir í færeyska landsliðshópinn sem á leiki framundan. „Við ætlum bara að spila, við græðum ekkert á því að fresta.“
ÍBV Fram Íslenski handboltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira