Halldór Jóhann: Þetta covid tímabil er orðið ansi þreytt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. apríl 2021 18:36 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, vonast til að hægt verði að klára tímabilið í þessari atrennu. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var ánægður að landa tveim stigum með 28-23 sigri gegn ÍR í Hleðsluhöllinni í dag. Hann segir þó að hann og leikmenn hans séu orðnir ansi þreyttir á síendurteknum stoppum á deildinni. „Ég er auðvitað bara ánægður að fá sigur, en leikurinn kannski bar þess merki að þetta væri fyrsti leikurinn í einhverjar fjórar vikur,“ sagði Halldór eftir leikinn í dag. „Við erum með 13 tapaða bolta og gerum okkur svolítið erfitt fyrir.“ Halldór sá þó líka jákvæða punkta í leik sinna manna. „Ég er ánægðu með það hvernig við spilum varnarleikinn svona lengst af. Svo eru margir ungir strákar að koma inn sem eru að stíga sín fyrstu skref.“ „Sigur er sigur og þetta eru tvö stig en þetta er ekkert auðvelt fyrir neinn, andlega eða líkamlega þegar þessi stopp koma. Að þurfa að byrja aftur og gíra sig upp, við erum auðvitað ánægðir með það að vera að spila en það er ekkert auðvelt að vera að gíra sig upp í þetta allt saman. Vonandi fáum við bara að halda áfram.“ Halldór segir að hann finni fyrir þreytu í leikmönnum eftir enn eitt stoppið. „Ég fann auðvitað fyrir því núna þegar síðasta stopp kom að menn voru fyrst og fremst hræddir um að það hefði klárað tímabilið. Við gáfum strákunum einhverja fimm daga í frí og svo mættu menn bara klárir að hlaupa og æfa í tveim hópum og eftir þeim leiðbeiningum sem við fengum.“ „Maður finnur fyrir þessu bara sjálfur. Þetta er ekkert auðvelt fyrir okkur þjálfarana, en ég held að þetta sé miklu erfiðara fyrir leikmennina. Vonandi fáum við að klára þessa sex leiki sem eru eftir og getum farið í úrslitakeppnina og klárað þetta tímabil sómasamlega.“ Selfyssingar mættu með frekar þunnskipaðan hóp í dag og Halldór segir að stoppið hafi átt sinn hlut í því. „Við vorum til dæmis að lenda í því að menn voru að detta í hálfmeiðsli bara á því að stoppa og byrja svo aftur. Eins og sást í dag þá vantar ansi marga leikmenn í hópinn og ef við taljum þetta saman þá eru þetta hátt í tíu leikmenn sem vanta hjá mér í dag.“ „Auðvitað fá bara aðrir tækifæri og það er frábært, en þetta covid tímabil er orðið ansi þreytt og vonandi erum við að komast í gegnum þetta.“ Selfyssingar fara til Vestmannaeyja á föstudaginn þar sem að þeir mæta ÍBV. Halldór segir að liðið þurfi að bæta sinn leik ef þeir ætla sér að ná í stig í Eyjum. „Menn ætluðu sér kannski rosa mikið í dag, fyrsti leikur eftir pásu og menn kannski fóru aðeins fram úr sér, en ég átti alveg eins von á því. Það er heldur ekkert auðvelt að mæta í svona leik á móti liði eins og ÍR sem er stigalaust og það vill enginn vera fyrsta liðið til að tapa fyrir þeim.“ „Ég er bara ánægður með tvö stig. Það var vitað að þetta yrði kannski ekki fallegasti handboltinn í dag en stigin tvö þau telja og gilda. En við þurfum að gera betur á föstudaginn á móti ÍBV, það er alveg klárt mál.“ Olís-deild karla ÍR UMF Selfoss Tengdar fréttir Kiddi Björgúlfs: Við klikkum alltaf á dauðafærunum Kristinn Björgúlfsson var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 28-23 tap gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni í dag. ÍR er enn í leit að sínum fyrstu stigum. 25. apríl 2021 17:55 Kiddi Björgúlfs: Við klikkum alltaf á dauðafærunum Kristinn Björgúlfsson var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 28-23 tap gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni í dag. ÍR er enn í leit að sínum fyrstu stigum. 25. apríl 2021 17:55 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss – ÍR 28-23 | Ryðgaðir Selfyssingar kláruðu stigalausa ÍR-inga Selfyssingum urðu engin mistök á þegar þeir fengu botnlið ÍR í heimsókn í dag. Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur í liði heimamanna sem unnu fimm marka sigur í Hleðsluhöllinni, 28-23. 25. apríl 2021 18:33 Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
„Ég er auðvitað bara ánægður að fá sigur, en leikurinn kannski bar þess merki að þetta væri fyrsti leikurinn í einhverjar fjórar vikur,“ sagði Halldór eftir leikinn í dag. „Við erum með 13 tapaða bolta og gerum okkur svolítið erfitt fyrir.“ Halldór sá þó líka jákvæða punkta í leik sinna manna. „Ég er ánægðu með það hvernig við spilum varnarleikinn svona lengst af. Svo eru margir ungir strákar að koma inn sem eru að stíga sín fyrstu skref.“ „Sigur er sigur og þetta eru tvö stig en þetta er ekkert auðvelt fyrir neinn, andlega eða líkamlega þegar þessi stopp koma. Að þurfa að byrja aftur og gíra sig upp, við erum auðvitað ánægðir með það að vera að spila en það er ekkert auðvelt að vera að gíra sig upp í þetta allt saman. Vonandi fáum við bara að halda áfram.“ Halldór segir að hann finni fyrir þreytu í leikmönnum eftir enn eitt stoppið. „Ég fann auðvitað fyrir því núna þegar síðasta stopp kom að menn voru fyrst og fremst hræddir um að það hefði klárað tímabilið. Við gáfum strákunum einhverja fimm daga í frí og svo mættu menn bara klárir að hlaupa og æfa í tveim hópum og eftir þeim leiðbeiningum sem við fengum.“ „Maður finnur fyrir þessu bara sjálfur. Þetta er ekkert auðvelt fyrir okkur þjálfarana, en ég held að þetta sé miklu erfiðara fyrir leikmennina. Vonandi fáum við að klára þessa sex leiki sem eru eftir og getum farið í úrslitakeppnina og klárað þetta tímabil sómasamlega.“ Selfyssingar mættu með frekar þunnskipaðan hóp í dag og Halldór segir að stoppið hafi átt sinn hlut í því. „Við vorum til dæmis að lenda í því að menn voru að detta í hálfmeiðsli bara á því að stoppa og byrja svo aftur. Eins og sást í dag þá vantar ansi marga leikmenn í hópinn og ef við taljum þetta saman þá eru þetta hátt í tíu leikmenn sem vanta hjá mér í dag.“ „Auðvitað fá bara aðrir tækifæri og það er frábært, en þetta covid tímabil er orðið ansi þreytt og vonandi erum við að komast í gegnum þetta.“ Selfyssingar fara til Vestmannaeyja á föstudaginn þar sem að þeir mæta ÍBV. Halldór segir að liðið þurfi að bæta sinn leik ef þeir ætla sér að ná í stig í Eyjum. „Menn ætluðu sér kannski rosa mikið í dag, fyrsti leikur eftir pásu og menn kannski fóru aðeins fram úr sér, en ég átti alveg eins von á því. Það er heldur ekkert auðvelt að mæta í svona leik á móti liði eins og ÍR sem er stigalaust og það vill enginn vera fyrsta liðið til að tapa fyrir þeim.“ „Ég er bara ánægður með tvö stig. Það var vitað að þetta yrði kannski ekki fallegasti handboltinn í dag en stigin tvö þau telja og gilda. En við þurfum að gera betur á föstudaginn á móti ÍBV, það er alveg klárt mál.“
Olís-deild karla ÍR UMF Selfoss Tengdar fréttir Kiddi Björgúlfs: Við klikkum alltaf á dauðafærunum Kristinn Björgúlfsson var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 28-23 tap gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni í dag. ÍR er enn í leit að sínum fyrstu stigum. 25. apríl 2021 17:55 Kiddi Björgúlfs: Við klikkum alltaf á dauðafærunum Kristinn Björgúlfsson var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 28-23 tap gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni í dag. ÍR er enn í leit að sínum fyrstu stigum. 25. apríl 2021 17:55 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss – ÍR 28-23 | Ryðgaðir Selfyssingar kláruðu stigalausa ÍR-inga Selfyssingum urðu engin mistök á þegar þeir fengu botnlið ÍR í heimsókn í dag. Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur í liði heimamanna sem unnu fimm marka sigur í Hleðsluhöllinni, 28-23. 25. apríl 2021 18:33 Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Kiddi Björgúlfs: Við klikkum alltaf á dauðafærunum Kristinn Björgúlfsson var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 28-23 tap gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni í dag. ÍR er enn í leit að sínum fyrstu stigum. 25. apríl 2021 17:55
Kiddi Björgúlfs: Við klikkum alltaf á dauðafærunum Kristinn Björgúlfsson var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 28-23 tap gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni í dag. ÍR er enn í leit að sínum fyrstu stigum. 25. apríl 2021 17:55
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss – ÍR 28-23 | Ryðgaðir Selfyssingar kláruðu stigalausa ÍR-inga Selfyssingum urðu engin mistök á þegar þeir fengu botnlið ÍR í heimsókn í dag. Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur í liði heimamanna sem unnu fimm marka sigur í Hleðsluhöllinni, 28-23. 25. apríl 2021 18:33