Nú þarf sjálfbærni í öllum rekstri Tómas Njáll Möller skrifar 27. apríl 2021 07:31 Við erum á tímamótunvarðandi þróun umhverfis okkar og samfélaga. Við stöndum á krossgötum þar sem val um leiðir, aðgerðir og aðgerðarleysi ræður miklu um hvort við náum að snúa samfélögum okkar, framleiðslu og neyslu á braut sjálfbærni. Það mun hafa mikil áhrif á framtíð okkar, barna okkar og afkomenda þeirra. Við stöndum frammi fyrir gríðarlegri áskorun varðandi loftslagmál og grundvöllvistkerfa sem við treystum á. Þessar áskoranir kunna að virka ógnvekjandi en þær fela í líka í sér óþrjótandi tækifæri fyrir nýsköpun, ný atvinnutækifæri og sterkari samkeppnisstöðu. Frá Holocene til Anthropocene – hvað er það? Í fyrsta sinn í sögu jarðar eru athafnir manna ráðandi þáttur í þróun vistkerfa. Við lok síðustu ísaldar tók við rúmlega tíu þúsund ára tímabil sem er nefnt Holocene (nútíminn). Á þeim tíma hefur hitastig sveiflast á um einnar gráðu bili. Það skapaði aðstæður fyrir manninn að þróa þau nútímasamfélög sem við þekkjum. Upp úr 1950 tók við nýtt tímabil sem nefnist Anthropocene. Það vísar til áhrifa mannsins sem birtast m.a. í óæskilegri hlýnun loftslags, ógnun líffræðilegs fjölbreytileika og ójafnvægis í mikilvægum vistkerfum. Þessi áhrif mannsins munu að óbreyttu valda mannkyninu gríðarlegum búsifjum. Iðnbyltingin hefur fært okkur fordæmalausa velmegun en því miður byggir hún ekki á sjálfbærum forsendum. Mikilvægur vitnisburður um stöðuna og leiðir fram á við Sir David Attenborough dregur upp sterka mynd í bók sinni A Life on Our Planet sem og í samnefndri kvikmynd. Bókin byggir á ævistarfi hans en hann er nú 94 ára.Attenborough bendir okkur á að frá árinu 1938 hafi mannfjöldi farið úr 2,3 milljörðum í 7,8 milljarða og villt landsvæði minnkað úr 64% í 35%. Á sama tíma hefur kolefni í andrúmsloftinu aukist um nær helming og er nú meira en nokkru sinni í sögu mannkyns. Attenborough kveðst hafa áhyggjur fyrir hönd þeirra sem lifa munu næstu 90 árin ef við höldum óbreyttum lifnaðarháttum. Vísindamenn benda á að líf á jörðinni sé á leið á endastöð. Attenborough bendir okkur þó á leið til bjartari framtíðar en sú leið krefst þess að við stýrum athöfnum okkar innan ramma sjálfbærs hagkerfis. Til þess þurfum við að: hætta að reikna með að vöxtur geti verið óendanlegur færa okkur yfir í hreina orku vernda lífríki heimshafanna og gefa þeim færi á að ná fyrri styrk taka minna pláss fyrir athafnir okkar veita villtri náttúru meira rými skapa aðstæður til að stöðva fólksfjölgun og síðast en ekki síst; ná tökum á sjálfbærri þróun og lifnaðarháttum Við höfum þekkinguna og framtíðin er í okkar höndum. Viljinn er allt sem þarf. Tilvísun til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun: Samstillt náum við miklu meiri árangri Grunnstef Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni - er að vera umræðuvaki, fræðsluvettvangur og brúarsmiður. Með því að horfa á stóru myndina og setja hlutina í samhengi vill Festa styðja aðildarfélög sín og aðra til að vinna að sjálfbæru samfélagi. Samfélagi sem útilokar ekki komandi kynslóðir frá því að geta lifað góðu lífi. Meðal helstu áherslumála Festu eru heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, loftslagsmarkmið, hringrásarhagkerfi, fjárfestingar í þágu sjálfbærni og vegvísar fyrir sjálfbæran rekstur. Á vef Festu (www.samfelagsabyrgd.is) má finna ýmsan fróðleik og leiðbeiningar fyrir fyrirtæki, stofnanir og einyrkja varðandi sjálfbæran rekstur. Vegferðin að sjálfbæru samfélagi getur falið í sér óþrjótandi tækifæri fyrir Ísland til að skapa ný og góð störf, styðja við sanngjarnt samfélag, viðhalda lífsgæðum, skapa sjálfbær fjárfestingartækifæri og efla samkeppnisstöðu okkar. Bill Gates bendir á það og útskýrir í nýlegri bók sinni, How to Avoid a Climate Disaster, að þau ríki sem nái fyrst kolefnishlutleysi muni standa mun betur að vígi í samkeppninni. Áratugur aðgerða er runninn upp Þjóðir heims settu sér skýr og metnaðarfull markmið árið 2015 með gerð Parísarsáttmálans um aðgerðir í loftslagsmálum og með samþykkt heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sáttmálarnir eru öflugir vegvísar og innihalda mikilvæg markmið sem er brýnt að ná fyrir árið 2030. Það er viðeigandi að nefna nýhafinn áratug, áratug aðgerða. Við þurfum að vinna saman að settum markmiðum, sýna áræðni og framsýni. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er formaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni og yfirlögfræðingur lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Sjá meira
Við erum á tímamótunvarðandi þróun umhverfis okkar og samfélaga. Við stöndum á krossgötum þar sem val um leiðir, aðgerðir og aðgerðarleysi ræður miklu um hvort við náum að snúa samfélögum okkar, framleiðslu og neyslu á braut sjálfbærni. Það mun hafa mikil áhrif á framtíð okkar, barna okkar og afkomenda þeirra. Við stöndum frammi fyrir gríðarlegri áskorun varðandi loftslagmál og grundvöllvistkerfa sem við treystum á. Þessar áskoranir kunna að virka ógnvekjandi en þær fela í líka í sér óþrjótandi tækifæri fyrir nýsköpun, ný atvinnutækifæri og sterkari samkeppnisstöðu. Frá Holocene til Anthropocene – hvað er það? Í fyrsta sinn í sögu jarðar eru athafnir manna ráðandi þáttur í þróun vistkerfa. Við lok síðustu ísaldar tók við rúmlega tíu þúsund ára tímabil sem er nefnt Holocene (nútíminn). Á þeim tíma hefur hitastig sveiflast á um einnar gráðu bili. Það skapaði aðstæður fyrir manninn að þróa þau nútímasamfélög sem við þekkjum. Upp úr 1950 tók við nýtt tímabil sem nefnist Anthropocene. Það vísar til áhrifa mannsins sem birtast m.a. í óæskilegri hlýnun loftslags, ógnun líffræðilegs fjölbreytileika og ójafnvægis í mikilvægum vistkerfum. Þessi áhrif mannsins munu að óbreyttu valda mannkyninu gríðarlegum búsifjum. Iðnbyltingin hefur fært okkur fordæmalausa velmegun en því miður byggir hún ekki á sjálfbærum forsendum. Mikilvægur vitnisburður um stöðuna og leiðir fram á við Sir David Attenborough dregur upp sterka mynd í bók sinni A Life on Our Planet sem og í samnefndri kvikmynd. Bókin byggir á ævistarfi hans en hann er nú 94 ára.Attenborough bendir okkur á að frá árinu 1938 hafi mannfjöldi farið úr 2,3 milljörðum í 7,8 milljarða og villt landsvæði minnkað úr 64% í 35%. Á sama tíma hefur kolefni í andrúmsloftinu aukist um nær helming og er nú meira en nokkru sinni í sögu mannkyns. Attenborough kveðst hafa áhyggjur fyrir hönd þeirra sem lifa munu næstu 90 árin ef við höldum óbreyttum lifnaðarháttum. Vísindamenn benda á að líf á jörðinni sé á leið á endastöð. Attenborough bendir okkur þó á leið til bjartari framtíðar en sú leið krefst þess að við stýrum athöfnum okkar innan ramma sjálfbærs hagkerfis. Til þess þurfum við að: hætta að reikna með að vöxtur geti verið óendanlegur færa okkur yfir í hreina orku vernda lífríki heimshafanna og gefa þeim færi á að ná fyrri styrk taka minna pláss fyrir athafnir okkar veita villtri náttúru meira rými skapa aðstæður til að stöðva fólksfjölgun og síðast en ekki síst; ná tökum á sjálfbærri þróun og lifnaðarháttum Við höfum þekkinguna og framtíðin er í okkar höndum. Viljinn er allt sem þarf. Tilvísun til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun: Samstillt náum við miklu meiri árangri Grunnstef Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni - er að vera umræðuvaki, fræðsluvettvangur og brúarsmiður. Með því að horfa á stóru myndina og setja hlutina í samhengi vill Festa styðja aðildarfélög sín og aðra til að vinna að sjálfbæru samfélagi. Samfélagi sem útilokar ekki komandi kynslóðir frá því að geta lifað góðu lífi. Meðal helstu áherslumála Festu eru heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, loftslagsmarkmið, hringrásarhagkerfi, fjárfestingar í þágu sjálfbærni og vegvísar fyrir sjálfbæran rekstur. Á vef Festu (www.samfelagsabyrgd.is) má finna ýmsan fróðleik og leiðbeiningar fyrir fyrirtæki, stofnanir og einyrkja varðandi sjálfbæran rekstur. Vegferðin að sjálfbæru samfélagi getur falið í sér óþrjótandi tækifæri fyrir Ísland til að skapa ný og góð störf, styðja við sanngjarnt samfélag, viðhalda lífsgæðum, skapa sjálfbær fjárfestingartækifæri og efla samkeppnisstöðu okkar. Bill Gates bendir á það og útskýrir í nýlegri bók sinni, How to Avoid a Climate Disaster, að þau ríki sem nái fyrst kolefnishlutleysi muni standa mun betur að vígi í samkeppninni. Áratugur aðgerða er runninn upp Þjóðir heims settu sér skýr og metnaðarfull markmið árið 2015 með gerð Parísarsáttmálans um aðgerðir í loftslagsmálum og með samþykkt heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sáttmálarnir eru öflugir vegvísar og innihalda mikilvæg markmið sem er brýnt að ná fyrir árið 2030. Það er viðeigandi að nefna nýhafinn áratug, áratug aðgerða. Við þurfum að vinna saman að settum markmiðum, sýna áræðni og framsýni. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er formaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni og yfirlögfræðingur lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun