Katrín: Stórfyrirtæki sem misbjóða samfélaginu missa virðinguna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. apríl 2021 18:25 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var ásamt öðrum ráðherrum innt eftir svörum um Samherjamálið á Alþingi í dag. vísir/Vilhelm Mennta- og menningarmálaráðherra segir Samherja hafa gengið of langt í viðbrögðum sínum við umfjöllun um fyrirtækið. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens blandaði sér í deilur Samherja við Ríkisútvarpið um helgina og í færslu sem vakti mikla athygli sagði hann sláandi að þingmenn þegi yfir málinu. Segja má að þingheimur hafi svarað kallinu og hefur hver á fætur öðrum fordæmt aðfarir Samherja í dag með greinarskrifum og færslum á Facebook. Fyrirtækið hefur jafnframt verið til umræðu á Alþingi og þá einnig í tengslum við viðtal Stundarinnar við Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóra, sem birtist fyrir helgi. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. „Varnir fyrirtækisins hafa ekki falist í því að hrekja það efnislega sem kom fram í þessum þáttum [Kveik] heldur hinu að sverta heimildarmenn og veitast að fréttamönnum sem efnið unnu með kærumálinu til siðanefndar og dreifingu á áróðursmyndböndum, þar sem sérstaklega hefur verið vegið að Helga Seljan, fréttamanninum sem bar hitann og þungann af þessari þáttagerð,” sagði Guðmundur og innti Lilju eftir hennar skoðun á athæfinu. Lilja sagði Samherja hafa gengið of langt. „Hann gengur of langt í sínum viðbrögðum og mér finnst eins og þau séu að þetta sé gert til að að þreyta laxinn, að vonast til þess að hann gefist upp, en þessi lax sem þeir eru að fást við bregst frekar þannig við að hann er að styrkjast,” sagði Lilja. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir Samherja hafa gengið of langt.Vísir/Vilhelm Olga Margrét Cilia, þingmaður Pírata spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, jafnframt hvort gripið yrði til aðgerða vegna myndbandsherferðar Samherja. „Það er nokkuð ljóst að Samherja þykir það fullkomlega eðlilegt að nota auðlindarentu þjóðarinnar í rógburðarherferð og mannorðsmorð gagnvart Helga Seljan sem nú stendur yfir,” sagði Olga. „Ætlar hæstvirtur forsætisráðherra að láta það óátalið að verið sé að nota auðlindarentu þjóðarinnar í rógburð og mannorðsmorð gagnvart fjölmiðlamanni sem gerði það sem hans fagstétt á einmitt að gera og benti á spillingu Samherja?” Katrín svaraði vísaði í tjáningarfrelsið. „Það er auðvitað flókið að setja tjáningarfrelsinu skorður en stórfyrirtækin sem mikil ítök hafa í samfélaginu, ef þau misbjóða samfélaginu með málflutningi sínum þá munu þau missa virðingu þess sama samfélags,” sagði Katrín. „Ég held að það sé mjög flókið að setja tjáningarfrelsinu skorður í þeim efnum. Við getum sett skýrar reglur um auðlindanotkunina, stutt betur við fjölmiðla til að sinna sínu hlutverki. En ég held líka að ef menn misbjóða samfélaginu með málflutningi sínum muni það hafa áhrif á þeirra stöðu í samfélaginu.” Alþingi Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens blandaði sér í deilur Samherja við Ríkisútvarpið um helgina og í færslu sem vakti mikla athygli sagði hann sláandi að þingmenn þegi yfir málinu. Segja má að þingheimur hafi svarað kallinu og hefur hver á fætur öðrum fordæmt aðfarir Samherja í dag með greinarskrifum og færslum á Facebook. Fyrirtækið hefur jafnframt verið til umræðu á Alþingi og þá einnig í tengslum við viðtal Stundarinnar við Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóra, sem birtist fyrir helgi. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. „Varnir fyrirtækisins hafa ekki falist í því að hrekja það efnislega sem kom fram í þessum þáttum [Kveik] heldur hinu að sverta heimildarmenn og veitast að fréttamönnum sem efnið unnu með kærumálinu til siðanefndar og dreifingu á áróðursmyndböndum, þar sem sérstaklega hefur verið vegið að Helga Seljan, fréttamanninum sem bar hitann og þungann af þessari þáttagerð,” sagði Guðmundur og innti Lilju eftir hennar skoðun á athæfinu. Lilja sagði Samherja hafa gengið of langt. „Hann gengur of langt í sínum viðbrögðum og mér finnst eins og þau séu að þetta sé gert til að að þreyta laxinn, að vonast til þess að hann gefist upp, en þessi lax sem þeir eru að fást við bregst frekar þannig við að hann er að styrkjast,” sagði Lilja. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir Samherja hafa gengið of langt.Vísir/Vilhelm Olga Margrét Cilia, þingmaður Pírata spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, jafnframt hvort gripið yrði til aðgerða vegna myndbandsherferðar Samherja. „Það er nokkuð ljóst að Samherja þykir það fullkomlega eðlilegt að nota auðlindarentu þjóðarinnar í rógburðarherferð og mannorðsmorð gagnvart Helga Seljan sem nú stendur yfir,” sagði Olga. „Ætlar hæstvirtur forsætisráðherra að láta það óátalið að verið sé að nota auðlindarentu þjóðarinnar í rógburð og mannorðsmorð gagnvart fjölmiðlamanni sem gerði það sem hans fagstétt á einmitt að gera og benti á spillingu Samherja?” Katrín svaraði vísaði í tjáningarfrelsið. „Það er auðvitað flókið að setja tjáningarfrelsinu skorður en stórfyrirtækin sem mikil ítök hafa í samfélaginu, ef þau misbjóða samfélaginu með málflutningi sínum þá munu þau missa virðingu þess sama samfélags,” sagði Katrín. „Ég held að það sé mjög flókið að setja tjáningarfrelsinu skorður í þeim efnum. Við getum sett skýrar reglur um auðlindanotkunina, stutt betur við fjölmiðla til að sinna sínu hlutverki. En ég held líka að ef menn misbjóða samfélaginu með málflutningi sínum muni það hafa áhrif á þeirra stöðu í samfélaginu.”
Alþingi Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira