„Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2021 10:31 Hópsmit er komið upp í Ölfuss. Vísir/Vilhelm Segja má að bæjarfélagið Þorlákshöfn liggi í hálfgerðum dvala í dag. Grunnskólanum og bókasafni hefur verið lokað, einungis nokkur börn eru á leikskólanum og æfingar falla niður. Bæjarstjóri segir reynt að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Fjögur kórónuveirusmit greindust utan sóttkvíar í Þorlákshöfn í fyrradag og í pósti Elliða Vignissonar bæjarstjóra Ölfuss var greint frá því að nokkrir foreldrar grunnskólanema hafi greinst smitaðir í gær. Grunnskólanum var lokað í dag að tillögu rakningarteymisins og í samtali við fréttastofu segist Elliði búast við að lokunin vari jafnvel lengur. Bókasafninu hefur einnig verið lokað og starf í íþróttahúsinu takmarkað. „Við vorum að vona fram eftir degi í gær að það hefði náðst að grípa það snemma inn í að það yrði ekki frekari útbreiðsla. En hún er skæð þessi veira og það er meiri útbreiðsla en við vonuðum,“ segir Elliði sem vill ekki gefa upp fjölda smitaðra. „Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær,“ segir hann þó. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss.Vísir „Við beindum því síðan til foreldra barna í leikskólanum að halda börnum heima. Það hefur meiri samfélagsleg áhrif þegar leikskóla er lokað og við vildum ógjarnan koma viðbragðsaðilum eins og læknum, hjúkrunarfólki og fleirum í þá stöðu að geta ekki komist til vinnu af því leikskólinn væri lokaður. Og þetta hefur tekist mjög vel. Foreldrar taka fullan þátt í þessari orrustu og halda börnum sínum heima,“ segir Elliði og bætir við að einungis fimmtán börn af 111 séu á leikskólanum í dag. Hann segir að ákvörðun um frekari lokun í grunnskólanum verði tekin upp úr hádegi í dag. „En ég á frekar von á því að við verðum í svipuðum gír á morgun og við erum í dag.“ „Tryggasta leiðing til að takast á við þetta, auk persónubundna forvarna, eru lokanir á stærstu samkomu- og vinnustöðum og það eru skólarnir okkar,“ segir Elliði. „Þetta er enn á þeirri stærðargráðu að við erum að vonast til að ná utan um þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fjögur kórónuveirusmit greindust utan sóttkvíar í Þorlákshöfn í fyrradag og í pósti Elliða Vignissonar bæjarstjóra Ölfuss var greint frá því að nokkrir foreldrar grunnskólanema hafi greinst smitaðir í gær. Grunnskólanum var lokað í dag að tillögu rakningarteymisins og í samtali við fréttastofu segist Elliði búast við að lokunin vari jafnvel lengur. Bókasafninu hefur einnig verið lokað og starf í íþróttahúsinu takmarkað. „Við vorum að vona fram eftir degi í gær að það hefði náðst að grípa það snemma inn í að það yrði ekki frekari útbreiðsla. En hún er skæð þessi veira og það er meiri útbreiðsla en við vonuðum,“ segir Elliði sem vill ekki gefa upp fjölda smitaðra. „Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær,“ segir hann þó. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss.Vísir „Við beindum því síðan til foreldra barna í leikskólanum að halda börnum heima. Það hefur meiri samfélagsleg áhrif þegar leikskóla er lokað og við vildum ógjarnan koma viðbragðsaðilum eins og læknum, hjúkrunarfólki og fleirum í þá stöðu að geta ekki komist til vinnu af því leikskólinn væri lokaður. Og þetta hefur tekist mjög vel. Foreldrar taka fullan þátt í þessari orrustu og halda börnum sínum heima,“ segir Elliði og bætir við að einungis fimmtán börn af 111 séu á leikskólanum í dag. Hann segir að ákvörðun um frekari lokun í grunnskólanum verði tekin upp úr hádegi í dag. „En ég á frekar von á því að við verðum í svipuðum gír á morgun og við erum í dag.“ „Tryggasta leiðing til að takast á við þetta, auk persónubundna forvarna, eru lokanir á stærstu samkomu- og vinnustöðum og það eru skólarnir okkar,“ segir Elliði. „Þetta er enn á þeirri stærðargráðu að við erum að vonast til að ná utan um þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira