Rússi fékk loks lausn úr kínverskum sjónvarpsþætti Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2021 14:30 Vladislav Ívanóv hefur lengi kallað eftir því að áhorfendur hætti að greiða honum atkvæði. Þeir hlustuðu ekki. Rússneskur maður er loksins laus úr kínverskum raunveruleikasjónvarpsþætti eftir að hafa beðið um að fá að hætta í þrjá mánuði. Hinn 27 ára gamli Vladislav Ívanóv vann sem túlkur við þættina Produce Camp 2021 og var boðið að taka þátt í leitinni að mönnum í nýja strákahljómsveit. Ívanóv þáði boðið en sá fljótt eftir því, þar sem hann gat hvorki sungið né dansað. Hann segir forsvarsmenn þáttanna hafa boðið honum að taka þátt vegna útlits hans. Hann skrifaði þó undir samning og gat ekki hætt sjálfur. Því bað hann áhorfendur ítrekað um að greiða sér ekki atkvæði sín samhliða því að hann söng og dansaði í þáttunum af litlum áhuga. Hann hafði lýst tíma sínum í þættinum sem fangavist. „Ég vona að dómararnir styðji mig ekki. Þó aðrir vilji fá A í einkunn, vill ég fá F því það stendur fyrir frelsi,“ hefur South China Morning Post eftir Ívanóv. Hér má sjá það þegar Ívanóv, sem kallast Lelush í þáttunum, komst að því að hann hefði náð í úrslitin. Hann virtist ekki sáttur. Eftir að ljóst var að hann komst í úrslitin sagðist Ívanóv hræddur um að enda fastur í lífi sem hann vildi engan veginn. Kallaði hann enn eina ferðina eftir því að áhorfendur hættu að veita honum atkvæði sín. Beiðnir Ívanóv til áhorfenda voru hunsaðar lengi. Í þrjá mánuði var Ívanóv neyddur til að stíga á svið allt þar til í úrslitunum, sem voru nú um helgina. Þá loksins var hann rekinn heim af áhorfendum. Hér má sjá síðustu sviðsframkomu Ívanóv. Í þáttunum sem um ræðir var fjölda þátttakenda komið fyrir á eyju og símar þeirra teknir af þeim. Ef einhver vildi fara þyrfti sá að greiða háa sekt. Þátttakendurnir eru látnir keppa sín á milli um hylli áhorfenda en þættir sem þessir eru gífurlega vinsælir í Kína, samkvæmt frétt Guardian. Bíó og sjónvarp Tónlist Kína Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Ívanóv þáði boðið en sá fljótt eftir því, þar sem hann gat hvorki sungið né dansað. Hann segir forsvarsmenn þáttanna hafa boðið honum að taka þátt vegna útlits hans. Hann skrifaði þó undir samning og gat ekki hætt sjálfur. Því bað hann áhorfendur ítrekað um að greiða sér ekki atkvæði sín samhliða því að hann söng og dansaði í þáttunum af litlum áhuga. Hann hafði lýst tíma sínum í þættinum sem fangavist. „Ég vona að dómararnir styðji mig ekki. Þó aðrir vilji fá A í einkunn, vill ég fá F því það stendur fyrir frelsi,“ hefur South China Morning Post eftir Ívanóv. Hér má sjá það þegar Ívanóv, sem kallast Lelush í þáttunum, komst að því að hann hefði náð í úrslitin. Hann virtist ekki sáttur. Eftir að ljóst var að hann komst í úrslitin sagðist Ívanóv hræddur um að enda fastur í lífi sem hann vildi engan veginn. Kallaði hann enn eina ferðina eftir því að áhorfendur hættu að veita honum atkvæði sín. Beiðnir Ívanóv til áhorfenda voru hunsaðar lengi. Í þrjá mánuði var Ívanóv neyddur til að stíga á svið allt þar til í úrslitunum, sem voru nú um helgina. Þá loksins var hann rekinn heim af áhorfendum. Hér má sjá síðustu sviðsframkomu Ívanóv. Í þáttunum sem um ræðir var fjölda þátttakenda komið fyrir á eyju og símar þeirra teknir af þeim. Ef einhver vildi fara þyrfti sá að greiða háa sekt. Þátttakendurnir eru látnir keppa sín á milli um hylli áhorfenda en þættir sem þessir eru gífurlega vinsælir í Kína, samkvæmt frétt Guardian.
Bíó og sjónvarp Tónlist Kína Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira